Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Af hverju keppa karlar og konur ekki við hvert annað í skák?

Gunnar Björnsson

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:

Af hverju keppa karlar og konur ekki saman í skák? Skák er hugaríþrótt og þar ættu líkamsburðir ekki að gefa forskot, er annað kynið þá heimskara en hitt að mati skáksambanda?

Á mótum eins og Ólympíuskákmótum, sem er liðakeppni, heimsmeistaramótum og landsmótum, til dæmis á Íslandsmótum, er yfirleitt teflt í tveimur flokkum. Annars vegar í opnum flokki og hins vegar í kvennaflokki.

Hou Yifan 11 ára gömul á skákmóti í Ísrael.

Í opnum flokki tefla karlar og konur sem hafa til þess styrk. Konurnar eru enn tiltölulega fáar en til dæmis hafa Judit Polgar, frá Ungverjalandi, og Hou Yifan, frá Kína, náð að komast í fremstu röð. Judit var um tíma á meðal 10 sterkustu skákmanna heims og hefur lengi teflt með liði Ungverjalands í opnum flokki á Ólympíuskákmótum en ekki með kvennalandsliðinu. Þá hafa Lenka Ptácníková og Guðlaug Þorsteinsdóttir báðar teflt í landsliðsflokki Íslandsmótsins í skák, sem er efsti flokkur mótsins. Lenka hefur áunnið sér rétt til að tefla í landsliðsflokknum í ár og á hún því möguleika á að verða Íslandsmeistari í báðum flokkum, landsliðsflokki og kvennaflokki, árið 2015.

Saga karla við skákborðið er mun lengri en saga kvenna, sem hafa af einhverjum ástæðum gefið sig minna að skák. Í viðleitni til að hvetja konur að skákborðinu hefur Alþjóðaskáksambandið (FIDE) og flest önnur skáksambönd, til dæmis Skáksamband Íslands, boðið upp á sérstök mót fyrir konur. Fide veitir konum líka sérstakar nafnbætur, eða titla, svo sem WIM (alþjóðameistari kvenna) og WGM (stórmeistari kvenna). Þetta virðist hafa borið árangur því hlutfall kvenna á skákmótum hefur aukist síðustu ár, bæði hérlendis og erlendis, og heldur þróunin vonandi áfram í þá átt.

Mynd:

Hér er einnig svarað spurningunni:

Flestar íþróttir hafa kven- og karlflokka vegna mismunandi líkamsburðar. Af hverju eru bæði til kvenna- og karlaflokkar í skák?

Höfundur

Gunnar Björnsson

forseti Skáksambands Íslands

Útgáfudagur

20.1.2015

Spyrjandi

Hlynur Ingi Grétarsson, Andri Kjartan Jakobsson

Tilvísun

Gunnar Björnsson. „Af hverju keppa karlar og konur ekki við hvert annað í skák?“ Vísindavefurinn, 20. janúar 2015. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=68364.

Gunnar Björnsson. (2015, 20. janúar). Af hverju keppa karlar og konur ekki við hvert annað í skák? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=68364

Gunnar Björnsson. „Af hverju keppa karlar og konur ekki við hvert annað í skák?“ Vísindavefurinn. 20. jan. 2015. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=68364>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju keppa karlar og konur ekki við hvert annað í skák?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:

Af hverju keppa karlar og konur ekki saman í skák? Skák er hugaríþrótt og þar ættu líkamsburðir ekki að gefa forskot, er annað kynið þá heimskara en hitt að mati skáksambanda?

Á mótum eins og Ólympíuskákmótum, sem er liðakeppni, heimsmeistaramótum og landsmótum, til dæmis á Íslandsmótum, er yfirleitt teflt í tveimur flokkum. Annars vegar í opnum flokki og hins vegar í kvennaflokki.

Hou Yifan 11 ára gömul á skákmóti í Ísrael.

Í opnum flokki tefla karlar og konur sem hafa til þess styrk. Konurnar eru enn tiltölulega fáar en til dæmis hafa Judit Polgar, frá Ungverjalandi, og Hou Yifan, frá Kína, náð að komast í fremstu röð. Judit var um tíma á meðal 10 sterkustu skákmanna heims og hefur lengi teflt með liði Ungverjalands í opnum flokki á Ólympíuskákmótum en ekki með kvennalandsliðinu. Þá hafa Lenka Ptácníková og Guðlaug Þorsteinsdóttir báðar teflt í landsliðsflokki Íslandsmótsins í skák, sem er efsti flokkur mótsins. Lenka hefur áunnið sér rétt til að tefla í landsliðsflokknum í ár og á hún því möguleika á að verða Íslandsmeistari í báðum flokkum, landsliðsflokki og kvennaflokki, árið 2015.

Saga karla við skákborðið er mun lengri en saga kvenna, sem hafa af einhverjum ástæðum gefið sig minna að skák. Í viðleitni til að hvetja konur að skákborðinu hefur Alþjóðaskáksambandið (FIDE) og flest önnur skáksambönd, til dæmis Skáksamband Íslands, boðið upp á sérstök mót fyrir konur. Fide veitir konum líka sérstakar nafnbætur, eða titla, svo sem WIM (alþjóðameistari kvenna) og WGM (stórmeistari kvenna). Þetta virðist hafa borið árangur því hlutfall kvenna á skákmótum hefur aukist síðustu ár, bæði hérlendis og erlendis, og heldur þróunin vonandi áfram í þá átt.

Mynd:

Hér er einnig svarað spurningunni:

Flestar íþróttir hafa kven- og karlflokka vegna mismunandi líkamsburðar. Af hverju eru bæði til kvenna- og karlaflokkar í skák?

...