Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað brennir mannslíkaminn að meðaltali mörgum hitaeiningum á dag?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Orkuþörf mannslíkamans er mjög breytileg og er háð ýmsum þáttum. Það sem mestu máli skiptir er hversu virkur viðkomandi einstaklingur er. Sá sem hreyfir sig lítið allan daginn hefur mun minni orkuþörf en sá sem er mjög líkamlega virkur, að ekki sé talað um þann sem vinnur erfiðisvinnu eða stundar íþróttir. Einnig fer orkuþörfin eftir kyni og aldri og geta erfðir einnig skipt máli. Sumir eru þannig með hraðari grunnefnaskipti en aðrir, en með grunnefnaskipti er átt við þau efnahvörf sem verða í frumum líkamans til að viðhalda lágmarks líkamsstarfsemi.

Sú orka sem fer í grunnefnaskipti er oft áætluð vera um 1440 hitaeiningar (kílókaloríur) á dag. Dagleg orkuþörf líkamans er því sú orka sem þarf við grunnefnaskipti að viðbættri orkunni sem þarf til að reka það sem við gerum yfir daginn. Hægt er að áætla orkuþörf sína með því að skoða reiknivél á vef Matvæla- og næringarfræðafélags Íslands.

Sá sem vinnur sem þjónn brennir sennilega mun fleiri hitaeiningum í sínu starfi en sá sem vinnur við tölvu.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

4.9.2007

Síðast uppfært

18.6.2018

Spyrjandi

Guðrún Helga Andrésdóttir

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað brennir mannslíkaminn að meðaltali mörgum hitaeiningum á dag?“ Vísindavefurinn, 4. september 2007, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6788.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2007, 4. september). Hvað brennir mannslíkaminn að meðaltali mörgum hitaeiningum á dag? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6788

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað brennir mannslíkaminn að meðaltali mörgum hitaeiningum á dag?“ Vísindavefurinn. 4. sep. 2007. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6788>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað brennir mannslíkaminn að meðaltali mörgum hitaeiningum á dag?
Orkuþörf mannslíkamans er mjög breytileg og er háð ýmsum þáttum. Það sem mestu máli skiptir er hversu virkur viðkomandi einstaklingur er. Sá sem hreyfir sig lítið allan daginn hefur mun minni orkuþörf en sá sem er mjög líkamlega virkur, að ekki sé talað um þann sem vinnur erfiðisvinnu eða stundar íþróttir. Einnig fer orkuþörfin eftir kyni og aldri og geta erfðir einnig skipt máli. Sumir eru þannig með hraðari grunnefnaskipti en aðrir, en með grunnefnaskipti er átt við þau efnahvörf sem verða í frumum líkamans til að viðhalda lágmarks líkamsstarfsemi.

Sú orka sem fer í grunnefnaskipti er oft áætluð vera um 1440 hitaeiningar (kílókaloríur) á dag. Dagleg orkuþörf líkamans er því sú orka sem þarf við grunnefnaskipti að viðbættri orkunni sem þarf til að reka það sem við gerum yfir daginn. Hægt er að áætla orkuþörf sína með því að skoða reiknivél á vef Matvæla- og næringarfræðafélags Íslands.

Sá sem vinnur sem þjónn brennir sennilega mun fleiri hitaeiningum í sínu starfi en sá sem vinnur við tölvu.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:

Mynd: