Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvað merkir þessi stafaruna sem rituð er með rúnum á trjábút: RB FIR KUI KLK IBBII?

Þórgunnur Snædal

Spyrjandi á líklega við rúnirnar á pínulitlu spýtubroti sem fannst í Viðey 1993 og er nú geymt á Árbæjarsafni. Við fornleifarannsóknir í Viðey fannst brot úr rúnakefli í rúst skála nokkurs. Brotið fannst í röskuðu lagi og er álitið að gólfskánin* sé frá 10. eða 11. öld. Rúnirnar sjálfar benda þó fremur til 11. aldar og eru sennilega elstu rúnir á Íslandi. Þær eru skornar þvert yfir flötinn, báðu megin á spýtunni og á öðrum kantinum. Rúnirnar á framhliðinni eru upphafið á textanum, endirinn er á bakhliðinni:

Framhlið: ab : fer : kui :
Kantur: i i l u e k —
Bakhlið: — a t i : a s t


Þetta er spýtubrotið sem um ræðir. Myndina teiknaði James Knirk. Höfundur les lítillega öðruvísi úr rúnunum.

James Knirk getur sér þess til að ab : fer : kui : sé latína og þýði: bær/bring den som (nom./dat) eða á íslensku ber þú. Þó verður að teljast fremur ósennilegt að hér sé um latínu að ræða, að minnsta kosti ef aldursgreining á gólfskáninni stenst, þar sem rúnaristur á latínu fóru varla að tíðkast fyrr en á 12. öld og þá oftast bara í kirkjum og á kirkjugripum.

Ekki hefur enn tekist að ráða í rúnirnar i i l u e k —. Rúnirnar ati mynda ekki orðið átti því þær eru seinni hlutinn af lengra orði. En lokaorðið ast gæti verið ást.

Vilji lesendur lesa meira um rúnir er þeim bent á eftirfarandi greinar:

  • Þórgunnur Snædal, Íslenskar rúnir í norrænu ljósi, Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 1998.
  • Þórgunnur Snædal, Rúnaristur á Íslandi, Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 2000-2001.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:


* Gólfskán var það sem safnaðist í húsum þar sem aðeins var moldargólf.

Höfundur

Þórgunnur Snædal

rúnafræðingur

Útgáfudagur

9.1.2007

Spyrjandi

Sturla Lange, f. 1994

Tilvísun

Þórgunnur Snædal. „Hvað merkir þessi stafaruna sem rituð er með rúnum á trjábút: RB FIR KUI KLK IBBII?“ Vísindavefurinn, 9. janúar 2007. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6457.

Þórgunnur Snædal. (2007, 9. janúar). Hvað merkir þessi stafaruna sem rituð er með rúnum á trjábút: RB FIR KUI KLK IBBII? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6457

Þórgunnur Snædal. „Hvað merkir þessi stafaruna sem rituð er með rúnum á trjábút: RB FIR KUI KLK IBBII?“ Vísindavefurinn. 9. jan. 2007. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6457>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað merkir þessi stafaruna sem rituð er með rúnum á trjábút: RB FIR KUI KLK IBBII?
Spyrjandi á líklega við rúnirnar á pínulitlu spýtubroti sem fannst í Viðey 1993 og er nú geymt á Árbæjarsafni. Við fornleifarannsóknir í Viðey fannst brot úr rúnakefli í rúst skála nokkurs. Brotið fannst í röskuðu lagi og er álitið að gólfskánin* sé frá 10. eða 11. öld. Rúnirnar sjálfar benda þó fremur til 11. aldar og eru sennilega elstu rúnir á Íslandi. Þær eru skornar þvert yfir flötinn, báðu megin á spýtunni og á öðrum kantinum. Rúnirnar á framhliðinni eru upphafið á textanum, endirinn er á bakhliðinni:

Framhlið: ab : fer : kui :
Kantur: i i l u e k —
Bakhlið: — a t i : a s t


Þetta er spýtubrotið sem um ræðir. Myndina teiknaði James Knirk. Höfundur les lítillega öðruvísi úr rúnunum.

James Knirk getur sér þess til að ab : fer : kui : sé latína og þýði: bær/bring den som (nom./dat) eða á íslensku ber þú. Þó verður að teljast fremur ósennilegt að hér sé um latínu að ræða, að minnsta kosti ef aldursgreining á gólfskáninni stenst, þar sem rúnaristur á latínu fóru varla að tíðkast fyrr en á 12. öld og þá oftast bara í kirkjum og á kirkjugripum.

Ekki hefur enn tekist að ráða í rúnirnar i i l u e k —. Rúnirnar ati mynda ekki orðið átti því þær eru seinni hlutinn af lengra orði. En lokaorðið ast gæti verið ást.

Vilji lesendur lesa meira um rúnir er þeim bent á eftirfarandi greinar:

  • Þórgunnur Snædal, Íslenskar rúnir í norrænu ljósi, Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 1998.
  • Þórgunnur Snædal, Rúnaristur á Íslandi, Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 2000-2001.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:


* Gólfskán var það sem safnaðist í húsum þar sem aðeins var moldargólf....