Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er fjallvegurinn Brattabrekka kenndur við bæinn Bratta eða kemur heitið frá því að brekkan er brött?

Svavar Sigmundsson

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Er fjallvegurinn Brattabrekka kenndur við bæinn Bratta eða kemur heitið frá því að brekkan er brött? Ef kennt við bæinn Bratta hvort á þá að segja: ég fór um Brattabrekku ..... eða Bröttubrekku? Í fjölmiðlum sýnist mér þetta vera sitt og hvað.

Brattabrekka er fjallvegur á milli Dalasýslu og Borgarfjarðar, nánar tiltekið milli Suðurárdals (sem liggur suður úr Sökkólfsdal) og Bjarnardals (sem liggur út úr Norðurárdal) (Dalasýsla, 33). Enginn bær með nafninu Bratti er þekktur á þessum slóðum en nafnið á fjallveginum kemur fyrir í fornsögum, meðal annars Grettis sögu (Íslenzk fornrit VII, 219) þar sem nafnið er í þolfalli, (yfir) Brattabrekku.

Brattabrekka.

Nafnið er annaðhvort dregið af lýsingarorðinu brattur eða nafnorðinu bratti og verður ekki skorið úr því hvort heldur er. Þannig er hægt að beygja nafnið á báða vegu, (um, frá, til) Brattabrekku eða Bröttubrekku í aukaföllunum.

Heimildir og mynd:

  • Dalasýsla. Sýslu- og sóknalýsingar Hins íslenska bókmenntafélags 1839-1855. Einar G. Pétursson sá um útgáfuna. Reykjavík 2003.
  • Grettis saga Ásmundarsonar. Íslenzk fornrit VII. Guðni Jónsson gaf út. Reykjavík 1936.
  • Mynd: Mats: Íslandsmyndasafn © Mats Wibe Lund. (Sótt 8. 4. 2014).

Höfundur

Svavar Sigmundsson

fyrrv. forstöðumaður Örnefnastofnunar

Útgáfudagur

30.4.2014

Spyrjandi

Rafn Haraldsson

Tilvísun

Svavar Sigmundsson. „Er fjallvegurinn Brattabrekka kenndur við bæinn Bratta eða kemur heitið frá því að brekkan er brött?“ Vísindavefurinn, 30. apríl 2014, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=62354.

Svavar Sigmundsson. (2014, 30. apríl). Er fjallvegurinn Brattabrekka kenndur við bæinn Bratta eða kemur heitið frá því að brekkan er brött? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=62354

Svavar Sigmundsson. „Er fjallvegurinn Brattabrekka kenndur við bæinn Bratta eða kemur heitið frá því að brekkan er brött?“ Vísindavefurinn. 30. apr. 2014. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=62354>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er fjallvegurinn Brattabrekka kenndur við bæinn Bratta eða kemur heitið frá því að brekkan er brött?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:

Er fjallvegurinn Brattabrekka kenndur við bæinn Bratta eða kemur heitið frá því að brekkan er brött? Ef kennt við bæinn Bratta hvort á þá að segja: ég fór um Brattabrekku ..... eða Bröttubrekku? Í fjölmiðlum sýnist mér þetta vera sitt og hvað.

Brattabrekka er fjallvegur á milli Dalasýslu og Borgarfjarðar, nánar tiltekið milli Suðurárdals (sem liggur suður úr Sökkólfsdal) og Bjarnardals (sem liggur út úr Norðurárdal) (Dalasýsla, 33). Enginn bær með nafninu Bratti er þekktur á þessum slóðum en nafnið á fjallveginum kemur fyrir í fornsögum, meðal annars Grettis sögu (Íslenzk fornrit VII, 219) þar sem nafnið er í þolfalli, (yfir) Brattabrekku.

Brattabrekka.

Nafnið er annaðhvort dregið af lýsingarorðinu brattur eða nafnorðinu bratti og verður ekki skorið úr því hvort heldur er. Þannig er hægt að beygja nafnið á báða vegu, (um, frá, til) Brattabrekku eða Bröttubrekku í aukaföllunum.

Heimildir og mynd:

  • Dalasýsla. Sýslu- og sóknalýsingar Hins íslenska bókmenntafélags 1839-1855. Einar G. Pétursson sá um útgáfuna. Reykjavík 2003.
  • Grettis saga Ásmundarsonar. Íslenzk fornrit VII. Guðni Jónsson gaf út. Reykjavík 1936.
  • Mynd: Mats: Íslandsmyndasafn © Mats Wibe Lund. (Sótt 8. 4. 2014).

...