Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Eru til margar tegundir gimsteina á Íslandi og finnast gull, silfur og kopar í einhverju magni?

Sigurður Steinþórsson

Því miður er svarið við báðum spurningum neitandi – hér á landi finnast hvorki gimsteinar né dýrir málmar. Eiginlegir gimsteinar (eðalsteinar), sem eru svo harðir að þeir rispast ekki við daglega notkun, skera sig með hörkunni frá hversdagslegri skrautsteinum eins og til dæmis kvarsi, jaspis eða hrafntinnu. Demantur er harðastur allra steinda (harka 10) en kvars hefur hörkuna 7. Gimsteinar hafa þannig hörku 8-10.

Helstu dementaframleiðslulönd heims. Í bók Þorleifs Einarssonar, Myndun og mótun lands, segir (bls. 27): "Demantar finnast einkum í mjög fornu, basísku storkubergi og myndbreyttu bergi, svo og í sand- og malarlögum þar sem þeir sitja eftir þegar mýkra berg eyðist."

Málmarnir gull (Au), silfur (Ag) og kopar (Cu) finnast einkum í fellingamyndunum, til dæmis Andes- og Klettafjöllum á vesturjaðri Ameríku, í Úralfjöllum, á Cornwall í Englandi og Harz-fjöllum í Þýskalandi (Harz-fellingin) og svo framvegis, auk fornra og rofinna fellingamyndana, til dæmis í Kanada og Ástralíu. Oftast tengjast þessar myndanir graníthleifum í jörðinni þannig að meðan hleifarnir voru að kólna og kristallast safnaðist vatn og ýmis efni, meðal annars þessir málmar, í síðustu bráðina og mynduðu loks æðar í granítinu og í grannberginu í kring. Að auki olli hið kólnandi granít hringstreymi grunnvatns um bergið sem leysti út málma úr berginu meðan vatnið var að hitna og felldi þá út annars staðar þegar það kólnaði.

Ýmislegt er núorðið vitað um þau ferli sem að verki eru við samsöfnun þessara tiltölulega sjaldgæfu efna í nemanlegt form, en um gullið var lengstum sagt að það “finnist þar sem það finnst,” nefnilega að ekkert nema heppni gæti leiðbeint gullleitarmönnum. Gull finnst eingöngu sem málmur, en hin efnin tvö, silfur og kopar, einkum í ýmsum samböndum, oftast sem súlfíð. Algengasta koparsteindin er eirkís (FeCuS2) en silfur myndar til dæmis argentít (Ag2S). Hlunkar af koparmálmi hafa fundist í basalti, til dæmis í Færeyjum og Kanada, og er talið að jarðhitalausnir hafi safnað málminum saman. Sömuleiðis finnst silfurmálmur stundum í jarðhitaæðum í bergi.

Gull.

Hér á landi hafa verið gerð nokkur tilhlaup til gullleitar – frægast er Vatnsmýrar-gullæðið árin 1905-1910 sem sennilega byggðist á svikum eða misskilningi. Og ekki sést enn fyrir endann á tilraunum til gullvinnslu í Miðdal í Mosfellssveit og síðar einnig á næstu jörð, Þormóðsdal, en það svæði hefur jafnan virst vera vænlegasti gullstaður á landinu. Þær tilraunir hófust 1907 að undirlagi bóndans í Miðdal, Einars H. Guðmundssonar, og að þeim komu meðal annarra merktarmenn eins og Einar Benediktsson skáld, Tryggvi Gunnarsson bankastjóri og Sveinn Björnsson, síðar forseti.

Kvarsæðin við Miðdal er sennilega alltof lítil að rúmmáli til að gullvinnsla borgi sig, og sama á við um koparvinnslu í Svínhólanámu í Lóni þar sem nokkuð er af eirkís í æðum ásamt öðrum málmsteindum, og talið hafa myndast úr kvikuvessum.

Myndir:

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

5.5.2006

Spyrjandi

Sturla Skúlason, f. 1995

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Eru til margar tegundir gimsteina á Íslandi og finnast gull, silfur og kopar í einhverju magni? “ Vísindavefurinn, 5. maí 2006. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5865.

Sigurður Steinþórsson. (2006, 5. maí). Eru til margar tegundir gimsteina á Íslandi og finnast gull, silfur og kopar í einhverju magni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5865

Sigurður Steinþórsson. „Eru til margar tegundir gimsteina á Íslandi og finnast gull, silfur og kopar í einhverju magni? “ Vísindavefurinn. 5. maí. 2006. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5865>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Eru til margar tegundir gimsteina á Íslandi og finnast gull, silfur og kopar í einhverju magni?
Því miður er svarið við báðum spurningum neitandi – hér á landi finnast hvorki gimsteinar né dýrir málmar. Eiginlegir gimsteinar (eðalsteinar), sem eru svo harðir að þeir rispast ekki við daglega notkun, skera sig með hörkunni frá hversdagslegri skrautsteinum eins og til dæmis kvarsi, jaspis eða hrafntinnu. Demantur er harðastur allra steinda (harka 10) en kvars hefur hörkuna 7. Gimsteinar hafa þannig hörku 8-10.

Helstu dementaframleiðslulönd heims. Í bók Þorleifs Einarssonar, Myndun og mótun lands, segir (bls. 27): "Demantar finnast einkum í mjög fornu, basísku storkubergi og myndbreyttu bergi, svo og í sand- og malarlögum þar sem þeir sitja eftir þegar mýkra berg eyðist."

Málmarnir gull (Au), silfur (Ag) og kopar (Cu) finnast einkum í fellingamyndunum, til dæmis Andes- og Klettafjöllum á vesturjaðri Ameríku, í Úralfjöllum, á Cornwall í Englandi og Harz-fjöllum í Þýskalandi (Harz-fellingin) og svo framvegis, auk fornra og rofinna fellingamyndana, til dæmis í Kanada og Ástralíu. Oftast tengjast þessar myndanir graníthleifum í jörðinni þannig að meðan hleifarnir voru að kólna og kristallast safnaðist vatn og ýmis efni, meðal annars þessir málmar, í síðustu bráðina og mynduðu loks æðar í granítinu og í grannberginu í kring. Að auki olli hið kólnandi granít hringstreymi grunnvatns um bergið sem leysti út málma úr berginu meðan vatnið var að hitna og felldi þá út annars staðar þegar það kólnaði.

Ýmislegt er núorðið vitað um þau ferli sem að verki eru við samsöfnun þessara tiltölulega sjaldgæfu efna í nemanlegt form, en um gullið var lengstum sagt að það “finnist þar sem það finnst,” nefnilega að ekkert nema heppni gæti leiðbeint gullleitarmönnum. Gull finnst eingöngu sem málmur, en hin efnin tvö, silfur og kopar, einkum í ýmsum samböndum, oftast sem súlfíð. Algengasta koparsteindin er eirkís (FeCuS2) en silfur myndar til dæmis argentít (Ag2S). Hlunkar af koparmálmi hafa fundist í basalti, til dæmis í Færeyjum og Kanada, og er talið að jarðhitalausnir hafi safnað málminum saman. Sömuleiðis finnst silfurmálmur stundum í jarðhitaæðum í bergi.

Gull.

Hér á landi hafa verið gerð nokkur tilhlaup til gullleitar – frægast er Vatnsmýrar-gullæðið árin 1905-1910 sem sennilega byggðist á svikum eða misskilningi. Og ekki sést enn fyrir endann á tilraunum til gullvinnslu í Miðdal í Mosfellssveit og síðar einnig á næstu jörð, Þormóðsdal, en það svæði hefur jafnan virst vera vænlegasti gullstaður á landinu. Þær tilraunir hófust 1907 að undirlagi bóndans í Miðdal, Einars H. Guðmundssonar, og að þeim komu meðal annarra merktarmenn eins og Einar Benediktsson skáld, Tryggvi Gunnarsson bankastjóri og Sveinn Björnsson, síðar forseti.

Kvarsæðin við Miðdal er sennilega alltof lítil að rúmmáli til að gullvinnsla borgi sig, og sama á við um koparvinnslu í Svínhólanámu í Lóni þar sem nokkuð er af eirkís í æðum ásamt öðrum málmsteindum, og talið hafa myndast úr kvikuvessum.

Myndir:...