Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaðan koma örnefnin Ljárskógar og Ljárvatn?

Svavar Sigmundsson

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Örnefnin eru kennd við ána Ljá í Laxárdal í Dalasýslu.

Ýmsar skýringar hafa verið uppi um nafnið. Í Noregi er til Ljå, samanber Ljådal, Ljåmo og fleiri örnefni. Norski fræðimaðurinn K. Rygh taldi nafnið vera skylt orðinu eða ljár og væri farvegur árinnar ljálaga. (Norske elvenavne, bls. 46). Ásgeir Bl. Magnússon telur það vafasama skýringu en að orðið ljá sé frekar skylt orðunum löður og laug. (Íslensk orðsifjabók. Rvk. 1989, bls. 568).

Þorsteinn Þorsteinsson sýslumaður hélt því fram að merkingin væri 'lítill; lítilfjörlegur', samanber lélegur, lémagna. (Árbók Ferðafélags Íslands 1947, bls. 44). Áin verður nær þurr í þurrkatíð og gæti þetta því staðist en galli er að orðið *lé í þeirri merkingu hefur ekki fundist í heimildum eitt og sér.

Gösta Franzen, sænskur fræðimaður, vísaði til forníslenska orðsins ‚skaði, eyðilegging; svik‘ og taldi þá merkingu geta staðið í sambandi við þann skaða sem flóð í ánni geta valdið. (Laxdælabygdens ortnamn. Uppsala 1964, bls. 68). Hann gat þess einnig að möguleiki á skyldleika við orðið ljá ‚nýslegið gras‘ væri til staðar þar sem slægjulönd hefðu frá fornu fari legið með ám (sama bls.).

Frá eigin brjósti má bæta því við að Lea er einnig til sem árheiti á Bretlandseyjum, sem meðal annars getur þýtt ‚hin bjarta á‘ (Ekwall, English river-names, 239-241). Ekki er hægt að gera upp á milli hinna ýmsu skýringa að svo stöddu og verður líklega seint hægt.

Höfundur

Svavar Sigmundsson

fyrrv. forstöðumaður Örnefnastofnunar

Útgáfudagur

11.5.2010

Spyrjandi

Halldór Ingi Hallgrímsson

Tilvísun

Svavar Sigmundsson. „Hvaðan koma örnefnin Ljárskógar og Ljárvatn?“ Vísindavefurinn, 11. maí 2010, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=55502.

Svavar Sigmundsson. (2010, 11. maí). Hvaðan koma örnefnin Ljárskógar og Ljárvatn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=55502

Svavar Sigmundsson. „Hvaðan koma örnefnin Ljárskógar og Ljárvatn?“ Vísindavefurinn. 11. maí. 2010. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=55502>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaðan koma örnefnin Ljárskógar og Ljárvatn?
Örnefnin eru kennd við ána Ljá í Laxárdal í Dalasýslu.

Ýmsar skýringar hafa verið uppi um nafnið. Í Noregi er til Ljå, samanber Ljådal, Ljåmo og fleiri örnefni. Norski fræðimaðurinn K. Rygh taldi nafnið vera skylt orðinu eða ljár og væri farvegur árinnar ljálaga. (Norske elvenavne, bls. 46). Ásgeir Bl. Magnússon telur það vafasama skýringu en að orðið ljá sé frekar skylt orðunum löður og laug. (Íslensk orðsifjabók. Rvk. 1989, bls. 568).

Þorsteinn Þorsteinsson sýslumaður hélt því fram að merkingin væri 'lítill; lítilfjörlegur', samanber lélegur, lémagna. (Árbók Ferðafélags Íslands 1947, bls. 44). Áin verður nær þurr í þurrkatíð og gæti þetta því staðist en galli er að orðið *lé í þeirri merkingu hefur ekki fundist í heimildum eitt og sér.

Gösta Franzen, sænskur fræðimaður, vísaði til forníslenska orðsins ‚skaði, eyðilegging; svik‘ og taldi þá merkingu geta staðið í sambandi við þann skaða sem flóð í ánni geta valdið. (Laxdælabygdens ortnamn. Uppsala 1964, bls. 68). Hann gat þess einnig að möguleiki á skyldleika við orðið ljá ‚nýslegið gras‘ væri til staðar þar sem slægjulönd hefðu frá fornu fari legið með ám (sama bls.).

Frá eigin brjósti má bæta því við að Lea er einnig til sem árheiti á Bretlandseyjum, sem meðal annars getur þýtt ‚hin bjarta á‘ (Ekwall, English river-names, 239-241). Ekki er hægt að gera upp á milli hinna ýmsu skýringa að svo stöddu og verður líklega seint hægt....