Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvort á að skrifa í eða ý í í/ýtarlega, í/ýtarlegur, til hins í/ýtrasta?

Ari Páll Kristinsson

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Rita má hvort heldur sem er ítarlega eða ýtarlega og hvort heldur sem er ítarlegur eða ýtarlegur, samkvæmt Stafsetningarorðabókinni (2006).

Ritháttur með í byggist á hugmynd um tengsl við íslenska lýsingarorðið ítur sem frá gamalli tíð merkir ‘ágætur, göfugur, fríður, glæsilegur’. Ritháttur með ý samsvarar dönsku yderlig enda er ýtarlegur í merkingunni ‘rækilegur, nákvæmur’ tökuorð úr gamalli dönsku (yderlig), samanber norsku ytterlig. Orðin samsvara miðlágþýsku ūterlīch samkvæmt Íslenskri orðsifjabók. Á dönsku er til dæmis sagt her kræves ikke yderligere bevis, það er ‘hér þarf ekki ýtarlegri sönnun’.

Öðru máli gegnir um orðasambandið til hins ýtrasta. Orðin ýtrari, ýtrastur eru aðeins rituð með ý og má í því sambandi vísa til dönsku yderste, samanber i yderste nød, gøre sit yderste.

Höfundur

Ari Páll Kristinsson

rannsóknarprófessor hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Útgáfudagur

28.1.2010

Spyrjandi

Anna Halldórsdóttir, Elín Ólafsdóttir

Tilvísun

Ari Páll Kristinsson. „Hvort á að skrifa í eða ý í í/ýtarlega, í/ýtarlegur, til hins í/ýtrasta?“ Vísindavefurinn, 28. janúar 2010, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=55165.

Ari Páll Kristinsson. (2010, 28. janúar). Hvort á að skrifa í eða ý í í/ýtarlega, í/ýtarlegur, til hins í/ýtrasta? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=55165

Ari Páll Kristinsson. „Hvort á að skrifa í eða ý í í/ýtarlega, í/ýtarlegur, til hins í/ýtrasta?“ Vísindavefurinn. 28. jan. 2010. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=55165>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvort á að skrifa í eða ý í í/ýtarlega, í/ýtarlegur, til hins í/ýtrasta?
Rita má hvort heldur sem er ítarlega eða ýtarlega og hvort heldur sem er ítarlegur eða ýtarlegur, samkvæmt Stafsetningarorðabókinni (2006).

Ritháttur með í byggist á hugmynd um tengsl við íslenska lýsingarorðið ítur sem frá gamalli tíð merkir ‘ágætur, göfugur, fríður, glæsilegur’. Ritháttur með ý samsvarar dönsku yderlig enda er ýtarlegur í merkingunni ‘rækilegur, nákvæmur’ tökuorð úr gamalli dönsku (yderlig), samanber norsku ytterlig. Orðin samsvara miðlágþýsku ūterlīch samkvæmt Íslenskri orðsifjabók. Á dönsku er til dæmis sagt her kræves ikke yderligere bevis, það er ‘hér þarf ekki ýtarlegri sönnun’.

Öðru máli gegnir um orðasambandið til hins ýtrasta. Orðin ýtrari, ýtrastur eru aðeins rituð með ý og má í því sambandi vísa til dönsku yderste, samanber i yderste nød, gøre sit yderste....