Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvert er formlegt heiti landsins okkar?

Ari Páll Kristinsson

1944
Formlegt heiti er Ísland. Það er misskilningur ef menn halda að orðið lýðveldi sé hluti af nafninu.

Yfirskrift stjórnarskrárinnar er Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. Eins og sjá má er orðið lýðveldi haft með litlum staf. Margir hafa tekið eftir skjöldum við sendiráð Íslands erlendis þar sem stendur LÝÐVELDIÐ ÍSLAND og hér og þar í íslenskum textum af ýmsu tagi hefur mátt rekast á ritháttinn Lýðveldið Ísland. Margir virðast sem sé hafa talið það vera hið formlega nafn landsins. Sökum þessa ósamræmis leitaði ég eftir úrskurði í forsætisráðuneytinu fyrir nokkrum árum um formlegt heiti ríkisins. Niðurstaðan var Ísland. Um orðið lýðveldi, framan við Ísland, segir í bréfi forsætisráðuneytis til mín, dags. 30. september 2004, að það „lýsi eingöngu því stjórnarformi sem hér ríkir … og teljist því ekki vera hluti af sérnafni ríkisins“.



Ísland séð utan úr geimnum.

Ríkið okkar heitir því Ísland og má svo sem kalla í texta lýðveldið Ísland. En orðið lýðveldi er sem sé ekki hluti nafnsins.

Frekara lesefni á Vísidnavefnum:

Mynd:

Höfundur

Ari Páll Kristinsson

rannsóknarprófessor hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Útgáfudagur

11.1.2010

Síðast uppfært

10.5.2019

Spyrjandi

N.N.

Tilvísun

Ari Páll Kristinsson. „Hvert er formlegt heiti landsins okkar?“ Vísindavefurinn, 11. janúar 2010, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=54970.

Ari Páll Kristinsson. (2010, 11. janúar). Hvert er formlegt heiti landsins okkar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=54970

Ari Páll Kristinsson. „Hvert er formlegt heiti landsins okkar?“ Vísindavefurinn. 11. jan. 2010. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=54970>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvert er formlegt heiti landsins okkar?
Formlegt heiti er Ísland. Það er misskilningur ef menn halda að orðið lýðveldi sé hluti af nafninu.

Yfirskrift stjórnarskrárinnar er Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. Eins og sjá má er orðið lýðveldi haft með litlum staf. Margir hafa tekið eftir skjöldum við sendiráð Íslands erlendis þar sem stendur LÝÐVELDIÐ ÍSLAND og hér og þar í íslenskum textum af ýmsu tagi hefur mátt rekast á ritháttinn Lýðveldið Ísland. Margir virðast sem sé hafa talið það vera hið formlega nafn landsins. Sökum þessa ósamræmis leitaði ég eftir úrskurði í forsætisráðuneytinu fyrir nokkrum árum um formlegt heiti ríkisins. Niðurstaðan var Ísland. Um orðið lýðveldi, framan við Ísland, segir í bréfi forsætisráðuneytis til mín, dags. 30. september 2004, að það „lýsi eingöngu því stjórnarformi sem hér ríkir … og teljist því ekki vera hluti af sérnafni ríkisins“.



Ísland séð utan úr geimnum.

Ríkið okkar heitir því Ísland og má svo sem kalla í texta lýðveldið Ísland. En orðið lýðveldi er sem sé ekki hluti nafnsins.

Frekara lesefni á Vísidnavefnum:

Mynd:...