Sólin Sólin Rís 05:12 • sest 21:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:09 • Síðdegis: 20:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:12 • Síðdegis: 14:14 í Reykjavík

Hvar eru allar dúfurnar sem voru alltaf í miðbæ Reykjavíkur fyrir nokkrum árum?

Jón Már Halldórsson

Dúfur (Columba livia domestica) voru algengar í Reykjavík hér áður fyrr. Dúfnarækt var vinsælt tómstundagaman og dúfurnar sluppu stundum úr haldi auk þess sem einfaldast var að sleppa öllum hópnum þegar menn misstu áhugann á ræktinni. Þannig bættist alltaf við villta (eða öllu heldur hálfvillta) stofninn í borginni með þeim afleiðingum að fjöldi dúfna var orðinn óhóflegur að mati flestra borgarbúa og kvartanir yfir dúfum voru fjölmargar á hverju ári.



Húsdúfa (Columba livia domestica).

Áhugi á dúfnarækt hefur dregist mikið saman miðað við það sem var fyrir nokkrum áratugum og samhliða hefur dúfum í borginni fækkað. Þrátt fyrir fegurð eru dúfur sóðalegir fuglar og ekki fýsilegt að hafa þær í kringum húseignir til lengri tíma.

Á árunum 1954 til 1973 aflífuðu meindýraeyðar borgarinnar á bilinu 1.500 til 4.000 dúfur á hverju ári. Þegar kom fram á 8. áratuginn tók að draga úr þessu og allan 10. áratuginn voru vel innan við 500 fuglar deyddir árlega. Árið 2003 varð stefnubreyting hjá Reykjavíkurborg og dúfur voru teknar af lista yfir meindýr og því friðaðar.



Fjöldi dúfna sem eytt var af meindýraeyðum Reykjavíkurborgar 1954-2004.

Í dag halda dúfur sig mest á þremur stöðum í borginni. Stærsti hópurinn er sennilega við Sundahöfn en þar er talið að séu um 300 fuglar. Í Laugardal hefur hópur hálfvilltra og villtra fugla haldið til lengi og telur hann um 100-150 fugla. Kunnasti dúfnahópurinn í Reykjavík, en jafnframt sá minnsti, er að öllum líkindum sá sem er við Reykjavíkurtjörn. Þessi hópur, sem talinn er samanstanda af rúmlega 50 fuglum, heldur oft til undir þakskegginu á Iðnó eða á þakskeggi Miðbæjarskólans. Að auki halda einstakar dúfur til hér og þar í borginni og oft kemur fyrir að par gerir sér hreiður undir þakskeggjum húsa.

Höfundur þakkar Guðmundi Björnssyni meindýraeyði hjá Reykjavíkurborg fyrir aðstoð við gerð þessa svars.

Frekara lesefni á Vísindavefnum eftir sama höfund:

Heimildir og myndir:
  • Guðmundur Björnsson. Óbirt gögn um fjölda eyddra dúfna á árunum frá 1954 til 2004 og munnlegar upplýsingar um fjölda dúfna í Reykjavík.
  • Chicago Wilderness

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

1.12.2005

Spyrjandi

Ólafur Arason

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvar eru allar dúfurnar sem voru alltaf í miðbæ Reykjavíkur fyrir nokkrum árum?“ Vísindavefurinn, 1. desember 2005. Sótt 27. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5450.

Jón Már Halldórsson. (2005, 1. desember). Hvar eru allar dúfurnar sem voru alltaf í miðbæ Reykjavíkur fyrir nokkrum árum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5450

Jón Már Halldórsson. „Hvar eru allar dúfurnar sem voru alltaf í miðbæ Reykjavíkur fyrir nokkrum árum?“ Vísindavefurinn. 1. des. 2005. Vefsíða. 27. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5450>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvar eru allar dúfurnar sem voru alltaf í miðbæ Reykjavíkur fyrir nokkrum árum?
Dúfur (Columba livia domestica) voru algengar í Reykjavík hér áður fyrr. Dúfnarækt var vinsælt tómstundagaman og dúfurnar sluppu stundum úr haldi auk þess sem einfaldast var að sleppa öllum hópnum þegar menn misstu áhugann á ræktinni. Þannig bættist alltaf við villta (eða öllu heldur hálfvillta) stofninn í borginni með þeim afleiðingum að fjöldi dúfna var orðinn óhóflegur að mati flestra borgarbúa og kvartanir yfir dúfum voru fjölmargar á hverju ári.



Húsdúfa (Columba livia domestica).

Áhugi á dúfnarækt hefur dregist mikið saman miðað við það sem var fyrir nokkrum áratugum og samhliða hefur dúfum í borginni fækkað. Þrátt fyrir fegurð eru dúfur sóðalegir fuglar og ekki fýsilegt að hafa þær í kringum húseignir til lengri tíma.

Á árunum 1954 til 1973 aflífuðu meindýraeyðar borgarinnar á bilinu 1.500 til 4.000 dúfur á hverju ári. Þegar kom fram á 8. áratuginn tók að draga úr þessu og allan 10. áratuginn voru vel innan við 500 fuglar deyddir árlega. Árið 2003 varð stefnubreyting hjá Reykjavíkurborg og dúfur voru teknar af lista yfir meindýr og því friðaðar.



Fjöldi dúfna sem eytt var af meindýraeyðum Reykjavíkurborgar 1954-2004.

Í dag halda dúfur sig mest á þremur stöðum í borginni. Stærsti hópurinn er sennilega við Sundahöfn en þar er talið að séu um 300 fuglar. Í Laugardal hefur hópur hálfvilltra og villtra fugla haldið til lengi og telur hann um 100-150 fugla. Kunnasti dúfnahópurinn í Reykjavík, en jafnframt sá minnsti, er að öllum líkindum sá sem er við Reykjavíkurtjörn. Þessi hópur, sem talinn er samanstanda af rúmlega 50 fuglum, heldur oft til undir þakskegginu á Iðnó eða á þakskeggi Miðbæjarskólans. Að auki halda einstakar dúfur til hér og þar í borginni og oft kemur fyrir að par gerir sér hreiður undir þakskeggjum húsa.

Höfundur þakkar Guðmundi Björnssyni meindýraeyði hjá Reykjavíkurborg fyrir aðstoð við gerð þessa svars.

Frekara lesefni á Vísindavefnum eftir sama höfund:

Heimildir og myndir:
  • Guðmundur Björnsson. Óbirt gögn um fjölda eyddra dúfna á árunum frá 1954 til 2004 og munnlegar upplýsingar um fjölda dúfna í Reykjavík.
  • Chicago Wilderness
...