Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Geta kolefnisjafnaðir bílar verið grænir og hvað er eiginlega Kolviður?

Haukur Hannesson

Kolviður er sjóður sem Skógræktarfélag Íslands og Landvernd stofnuðu. Hægt er að borga í sjóðinn og greiðslan er notuð til að gróðursetja tré. Þannig er kolefni bundið úr koltvíildi (CO2) andrúmsloftsins og með skógræktinni verður til súrefni.

Á heimasíðu sjóðsins er reiknivél sem reiknar út hversu mörg tré þarf að gróðursetja til að vinna gegn útblæstri bifreiðar. Einnig er hægt að reikna út hvað þarf að gróðursetja mörg tré fyrir hvert skipti sem menn fljúga til útlanda.

Árið 2007 auglýsti Hekla svonefnda græna Volkswagen-bíla. Í auglýsingunni voru bílarnir sagðir vera grænir þar sem bílaumboðið greiddi kolefnisjöfnun í eitt ár fyrir hvern slíkan bíl. Þetta fannst Neytendasamtökunum athugunarvert. Hugtakið grænn er notað um það sem er umhverfisvænt og hefur jákvæð áhrif á umhverfið. Erfitt er að halda því fram að bílar hafi jákvæð áhrif á umhverfið. Auglýsingaherferðin var kærð til Neytendastofa sem komst að þeirri niðurstöðu að Heklu væri óheimilt að auglýsa græna bíla. Neytendastofa komst einnig að þeirri niðurstöðu að bílar gætu aldrei verið kolefnisjafnaðir, heldur er það aðeins mengunin sem bílarnir gefa frá sér sem hægt að kolefnisjafna. Hekla hætti þá að auglýsa grænu bílana.

Rétt er að taka fram að ekki eru tengsl á milli auglýsinga Heklu og sjóðsins Kolviðar.

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Heimildir:

Mynd:

Höfundur

fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

2.9.2010

Spyrjandi

Þorgrímur Jóhann Halldórsson

Tilvísun

Haukur Hannesson. „Geta kolefnisjafnaðir bílar verið grænir og hvað er eiginlega Kolviður?“ Vísindavefurinn, 2. september 2010, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=54466.

Haukur Hannesson. (2010, 2. september). Geta kolefnisjafnaðir bílar verið grænir og hvað er eiginlega Kolviður? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=54466

Haukur Hannesson. „Geta kolefnisjafnaðir bílar verið grænir og hvað er eiginlega Kolviður?“ Vísindavefurinn. 2. sep. 2010. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=54466>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Geta kolefnisjafnaðir bílar verið grænir og hvað er eiginlega Kolviður?
Kolviður er sjóður sem Skógræktarfélag Íslands og Landvernd stofnuðu. Hægt er að borga í sjóðinn og greiðslan er notuð til að gróðursetja tré. Þannig er kolefni bundið úr koltvíildi (CO2) andrúmsloftsins og með skógræktinni verður til súrefni.

Á heimasíðu sjóðsins er reiknivél sem reiknar út hversu mörg tré þarf að gróðursetja til að vinna gegn útblæstri bifreiðar. Einnig er hægt að reikna út hvað þarf að gróðursetja mörg tré fyrir hvert skipti sem menn fljúga til útlanda.

Árið 2007 auglýsti Hekla svonefnda græna Volkswagen-bíla. Í auglýsingunni voru bílarnir sagðir vera grænir þar sem bílaumboðið greiddi kolefnisjöfnun í eitt ár fyrir hvern slíkan bíl. Þetta fannst Neytendasamtökunum athugunarvert. Hugtakið grænn er notað um það sem er umhverfisvænt og hefur jákvæð áhrif á umhverfið. Erfitt er að halda því fram að bílar hafi jákvæð áhrif á umhverfið. Auglýsingaherferðin var kærð til Neytendastofa sem komst að þeirri niðurstöðu að Heklu væri óheimilt að auglýsa græna bíla. Neytendastofa komst einnig að þeirri niðurstöðu að bílar gætu aldrei verið kolefnisjafnaðir, heldur er það aðeins mengunin sem bílarnir gefa frá sér sem hægt að kolefnisjafna. Hekla hætti þá að auglýsa grænu bílana.

Rétt er að taka fram að ekki eru tengsl á milli auglýsinga Heklu og sjóðsins Kolviðar.

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Heimildir:

Mynd: