Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hver fann upp dans?

Ragna Sara Jónsdóttir

Talið er að dans hafi fylgt manninum frá upphafi, eða að minnsta kosti jafnlengi og trúarbrögð. Margir sagnfræðingar aðhyllast raunar þá kenningu að dans hafi upphaflega verið af trúarlegum toga, þótt ekki sé vitað hvernig frummaðurinn dansaði.

Elstu heimildir um dansiðkun eru taldar allt að 25.000 ára gamlar og er að finna á hellamálverkum í Suður-Evrópu og Austurlöndum nær. Forn-Egyptar skildu einnig eftir sig miklar heimildir um dans, á veggjum pýramída og öðrum fornminjum. Sömu sögu er að segja af Grikkjum og Rómverjum, auk þess sem þeir rituðu ýmislegt um dans sem hefur varðveist allt fram á þennan dag. Miðaldir eru fátækar af heimildum og nánast einu rituðu heimildirnar liggja eftir kirkjunnar menn. Kirkjunni var mjög í nöp við allan dans, og helstu heimildir frá miðöldum segja frá baráttu kirkjunnar gegn honum.


Ýmsar egypskar fornminjar eru til marks um að Forn-Egyptar hafi dansað.

Margir þekktir fræðimenn hafa í gegnum söguna fjallað um dans. Heimspekingar eins og Platon, Lucien og John Locke og hagfræðingar eins og Adam Smith fjölluðu allir um dans í ritum sínum og veltu fyrir sér spurningum eins og af hverju maðurinn dansar og hvers vegna dans tíðkast svo víða. Af vangaveltum þeirra má ráða að dans sé mikilvægur hluti margra samfélaga, sem kemur heim og saman við að dans má finna næstum hvar sem er í heiminum.

Dans getur verið fjölbreyttur og misjafn til að sjá en þegar skyggnst er undir yfirborðið má greina sameiginleg samfélagsleg hlutverk hans. Sums staðar er dans raunar svo mikilvægur hluti samfélagsins að hann tengist merkustu athöfnum þess nánum böndum. Nefna má dansa fæðingar, vígsluathafna, frjósemi, kvonbæna, hjónabands, dauða og greftrunar.


Persneskar konur að dansa. Myndin er hluti af veggskreytingu frá 17. öld.

Líkt og í öðrum heimshlutum var dans í Evrópu mikilvægur hluti af trúarbrögðum áður en kristni komst á. Rétt eins og dans er ólíkur meðal mismunandi ættbálka Afríku og Ameríku voru dansar í Evrópu mismunandi frá einum stað til annars. Á hverjum stað eða héraði dansaði fólk tiltekna dansa sem það hafði lagað að sínum eigin lifnaðarháttum, vinnu og líkamsbyggingu. Víða trúði fólk á föður Himinn og móður Jörð. Það stundaði dans og söng á hátíðisdögum, þar sem það bað hin yfirnáttúrulegu öfl um góða kornuppskeru eða regn. Hin kristna kirkja var mjög andvíg dansi á miðöldum og allt fram á nítjándu öld. Bann hennar gegn dansi varð til þess að dans hvarf víða og samfélög töpuðu aldagömlum danshefðum sínum eins og íslenskt samfélag er dæmi um.

Myndir

  • Mynd af egypskum dansi er af Ancient dancing. Bible History Online.
  • Mynd af persneskum dansi er af History of dance. Wikipedia, frjálsa alfræðiorðabókin.

Höfundur

dansari og B.A. í mannfræði

Útgáfudagur

19.9.2005

Spyrjandi

Sara Jóhannsdóttir, f. 1990, Guðrún Kvaran, f. 1989

Tilvísun

Ragna Sara Jónsdóttir. „Hver fann upp dans?“ Vísindavefurinn, 19. september 2005. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5272.

Ragna Sara Jónsdóttir. (2005, 19. september). Hver fann upp dans? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5272

Ragna Sara Jónsdóttir. „Hver fann upp dans?“ Vísindavefurinn. 19. sep. 2005. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5272>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver fann upp dans?
Talið er að dans hafi fylgt manninum frá upphafi, eða að minnsta kosti jafnlengi og trúarbrögð. Margir sagnfræðingar aðhyllast raunar þá kenningu að dans hafi upphaflega verið af trúarlegum toga, þótt ekki sé vitað hvernig frummaðurinn dansaði.

Elstu heimildir um dansiðkun eru taldar allt að 25.000 ára gamlar og er að finna á hellamálverkum í Suður-Evrópu og Austurlöndum nær. Forn-Egyptar skildu einnig eftir sig miklar heimildir um dans, á veggjum pýramída og öðrum fornminjum. Sömu sögu er að segja af Grikkjum og Rómverjum, auk þess sem þeir rituðu ýmislegt um dans sem hefur varðveist allt fram á þennan dag. Miðaldir eru fátækar af heimildum og nánast einu rituðu heimildirnar liggja eftir kirkjunnar menn. Kirkjunni var mjög í nöp við allan dans, og helstu heimildir frá miðöldum segja frá baráttu kirkjunnar gegn honum.


Ýmsar egypskar fornminjar eru til marks um að Forn-Egyptar hafi dansað.

Margir þekktir fræðimenn hafa í gegnum söguna fjallað um dans. Heimspekingar eins og Platon, Lucien og John Locke og hagfræðingar eins og Adam Smith fjölluðu allir um dans í ritum sínum og veltu fyrir sér spurningum eins og af hverju maðurinn dansar og hvers vegna dans tíðkast svo víða. Af vangaveltum þeirra má ráða að dans sé mikilvægur hluti margra samfélaga, sem kemur heim og saman við að dans má finna næstum hvar sem er í heiminum.

Dans getur verið fjölbreyttur og misjafn til að sjá en þegar skyggnst er undir yfirborðið má greina sameiginleg samfélagsleg hlutverk hans. Sums staðar er dans raunar svo mikilvægur hluti samfélagsins að hann tengist merkustu athöfnum þess nánum böndum. Nefna má dansa fæðingar, vígsluathafna, frjósemi, kvonbæna, hjónabands, dauða og greftrunar.


Persneskar konur að dansa. Myndin er hluti af veggskreytingu frá 17. öld.

Líkt og í öðrum heimshlutum var dans í Evrópu mikilvægur hluti af trúarbrögðum áður en kristni komst á. Rétt eins og dans er ólíkur meðal mismunandi ættbálka Afríku og Ameríku voru dansar í Evrópu mismunandi frá einum stað til annars. Á hverjum stað eða héraði dansaði fólk tiltekna dansa sem það hafði lagað að sínum eigin lifnaðarháttum, vinnu og líkamsbyggingu. Víða trúði fólk á föður Himinn og móður Jörð. Það stundaði dans og söng á hátíðisdögum, þar sem það bað hin yfirnáttúrulegu öfl um góða kornuppskeru eða regn. Hin kristna kirkja var mjög andvíg dansi á miðöldum og allt fram á nítjándu öld. Bann hennar gegn dansi varð til þess að dans hvarf víða og samfélög töpuðu aldagömlum danshefðum sínum eins og íslenskt samfélag er dæmi um.

Myndir

  • Mynd af egypskum dansi er af Ancient dancing. Bible History Online.
  • Mynd af persneskum dansi er af History of dance. Wikipedia, frjálsa alfræðiorðabókin.
...