Aþena og Póseidon vildu bæði verða verndarar borgarinnar. Þar sem íbúar borgarinnar vildu ekki reita guðina til reiði með því að velja annað hvort þeirra var ákveðið að efna til keppni. Sá guð eða gyðja sem gæfi þeim betri gjöf yrði verndari borgarinnar. Póseidon bjó til saltvatnsuppsprettu en Aþena bjó til fyrsta ólífutréð og var hún valin sem verndari. Upp frá því voru Aþena og Póseidon litlir vinir.Engu að síður hjálpuðust Póseidon og Aþena nokkrum sinnum að. Þau bjuggu til að mynda til stíðsvagn saman. Aþena smíðaði vagninn en Póseidon bjó til hesta úr öldutoppunum. Aþena á annan óvin, köngulóna Aröknu. Sagan af þeirra viðskiptum er svona:
Arakna var ekki falleg kona en hún var einstaklaga handlagin. Dag einn ákvað hún að freista gæfunnar og skoraði á vefnaðargyðjuna Aþenu í keppni í vefnaði. Aþena reiddist og breytti Aröknu í könguló. Arakna gætti síðan vefs örlaganornanna þriggja.Hér á eftir eru nokkrar skemmtilegar staðreyndir um Aþenu:
- Á merki Háskóla Íslands er mynd af Aþenu.
- Rómversk hliðstæða hennar er Mínerva.
- Aþena var ein af fáum gyðjum sem sóru að giftast aldrei en hún var þó ástfangin af Ódysseifi og Perseifi. Sem dæmi um aðrar gyðjur sem sóru að giftast aldrei má nefna Artemisi.
- Aþena breytti Medúsu í skrímsli þegar hún kom að henni og Póseidoni á stefnumóti í hofinu hennar í borginni Aþenu.
- Aþena og kennitákn hennar. (Sótt 12.06.2014).
- ATHENA : Greek Goddess of Wisdom, Crafts & War | Mythology, Athene, w/ pictures | Roman Minerva. (Skoðað 12.06.2014).
- List of Greek mythological figures - Wikipedia, the free encyclopedia. (Skoðað 12.06.2014).
- Athena - Wikipedia, the free encyclopedia. (Skoðað 12.06.2014).
- Hver er á merki Háskóla Íslands?
- Tók gríska gyðjan Aþena þátt í einhverjum bardögum?
- Af hverju eru uglur tákn um visku?
Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2014.