Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Hvað getið þið sagt mér um grísku gyðjuna Aþenu?

Árni Pétur Árnason og Þorsteinn Gunnarsson

Gríska gyðjan Aþena (Pallas Aþena) var meðal annars gyðja visku, herkænsku og vefnaðar. Hún var dóttir Seifs og Metisar. Fæðingu Aþenu bar að með sérstökum hætti. Seifur át móður hennar og nokkrum dögum síðar fékk hann hausverk. Þegar hinir guðirnir gerðu gat á hausinn á honum stökk Aþena út í fullum herklæðum með miklu ópi. Uglan og ólífutréð eru kennitákn Aþenu. Aþena er verndargyðja grísku borgarinnar Aþenu. Sagan af því hvernig hún varð verndargyðja borgarinnar er eftirfarandi:

Aþena og Póseidon vildu bæði verða verndarar borgarinnar. Þar sem íbúar borgarinnar vildu ekki reita guðina til reiði með því að velja annað hvort þeirra var ákveðið að efna til keppni. Sá guð eða gyðja sem gæfi þeim betri gjöf yrði verndari borgarinnar. Póseidon bjó til saltvatnsuppsprettu en Aþena bjó til fyrsta ólífutréð og var hún valin sem verndari. Upp frá því voru Aþena og Póseidon litlir vinir.

Aþena með Heraklesi. Á milli þeirra sést ólífutré sem er kennitákn Aþenu.

Engu að síður hjálpuðust Póseidon og Aþena nokkrum sinnum að. Þau bjuggu til að mynda til stíðsvagn saman. Aþena smíðaði vagninn en Póseidon bjó til hesta úr öldutoppunum.

Aþena á annan óvin, köngulóna Aröknu. Sagan af þeirra viðskiptum er svona:

Arakna var ekki falleg kona en hún var einstaklaga handlagin. Dag einn ákvað hún að freista gæfunnar og skoraði á vefnaðargyðjuna Aþenu í keppni í vefnaði. Aþena reiddist og breytti Aröknu í könguló. Arakna gætti síðan vefs örlaganornanna þriggja.

Hér á eftir eru nokkrar skemmtilegar staðreyndir um Aþenu:

  • Á merki Háskóla Íslands er mynd af Aþenu.
  • Rómversk hliðstæða hennar er Mínerva.
  • Aþena var ein af fáum gyðjum sem sóru að giftast aldrei en hún var þó ástfangin af Ódysseifi og Perseifi. Sem dæmi um aðrar gyðjur sem sóru að giftast aldrei má nefna Artemisi.
  • Aþena breytti Medúsu í skrímsli þegar hún kom að henni og Póseidoni á stefnumóti í hofinu hennar í borginni Aþenu.

Merki Háskóla Íslands.

Myndir:

Heimildir:

Auk þessara heimilda var stuðst við ýmis svör af Vísindavefnum. Meðal þeirra voru:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2014.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

19.6.2014

Spyrjandi

Auður Gauksdóttir, f. 1997

Tilvísun

Árni Pétur Árnason og Þorsteinn Gunnarsson. „Hvað getið þið sagt mér um grísku gyðjuna Aþenu?“ Vísindavefurinn, 19. júní 2014. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=52140.

Árni Pétur Árnason og Þorsteinn Gunnarsson. (2014, 19. júní). Hvað getið þið sagt mér um grísku gyðjuna Aþenu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=52140

Árni Pétur Árnason og Þorsteinn Gunnarsson. „Hvað getið þið sagt mér um grísku gyðjuna Aþenu?“ Vísindavefurinn. 19. jún. 2014. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=52140>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um grísku gyðjuna Aþenu?
Gríska gyðjan Aþena (Pallas Aþena) var meðal annars gyðja visku, herkænsku og vefnaðar. Hún var dóttir Seifs og Metisar. Fæðingu Aþenu bar að með sérstökum hætti. Seifur át móður hennar og nokkrum dögum síðar fékk hann hausverk. Þegar hinir guðirnir gerðu gat á hausinn á honum stökk Aþena út í fullum herklæðum með miklu ópi. Uglan og ólífutréð eru kennitákn Aþenu. Aþena er verndargyðja grísku borgarinnar Aþenu. Sagan af því hvernig hún varð verndargyðja borgarinnar er eftirfarandi:

Aþena og Póseidon vildu bæði verða verndarar borgarinnar. Þar sem íbúar borgarinnar vildu ekki reita guðina til reiði með því að velja annað hvort þeirra var ákveðið að efna til keppni. Sá guð eða gyðja sem gæfi þeim betri gjöf yrði verndari borgarinnar. Póseidon bjó til saltvatnsuppsprettu en Aþena bjó til fyrsta ólífutréð og var hún valin sem verndari. Upp frá því voru Aþena og Póseidon litlir vinir.

Aþena með Heraklesi. Á milli þeirra sést ólífutré sem er kennitákn Aþenu.

Engu að síður hjálpuðust Póseidon og Aþena nokkrum sinnum að. Þau bjuggu til að mynda til stíðsvagn saman. Aþena smíðaði vagninn en Póseidon bjó til hesta úr öldutoppunum.

Aþena á annan óvin, köngulóna Aröknu. Sagan af þeirra viðskiptum er svona:

Arakna var ekki falleg kona en hún var einstaklaga handlagin. Dag einn ákvað hún að freista gæfunnar og skoraði á vefnaðargyðjuna Aþenu í keppni í vefnaði. Aþena reiddist og breytti Aröknu í könguló. Arakna gætti síðan vefs örlaganornanna þriggja.

Hér á eftir eru nokkrar skemmtilegar staðreyndir um Aþenu:

  • Á merki Háskóla Íslands er mynd af Aþenu.
  • Rómversk hliðstæða hennar er Mínerva.
  • Aþena var ein af fáum gyðjum sem sóru að giftast aldrei en hún var þó ástfangin af Ódysseifi og Perseifi. Sem dæmi um aðrar gyðjur sem sóru að giftast aldrei má nefna Artemisi.
  • Aþena breytti Medúsu í skrímsli þegar hún kom að henni og Póseidoni á stefnumóti í hofinu hennar í borginni Aþenu.

Merki Háskóla Íslands.

Myndir:

Heimildir:

Auk þessara heimilda var stuðst við ýmis svör af Vísindavefnum. Meðal þeirra voru:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2014.

...