Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Hvað er útvarp, hver fann það upp og hvenær kom það til Íslands?

Ísidór Jökull Bjarnason, Sverrir Arnórsson og Tómas Örn Sigurðarson

Útvarp er tæki sem tekur á móti útvarpsbylgjum sem berast um loftið. Útvarpsbylgjur eru með tíðni fyrir neðan sýnilegt ljós, frá 3 kHz til 300 GHz. Útvarpsmerkið er flutt um tvær tegundir af bylgjum, AM og FM, það er langbylgjur og stuttbylgjur. AM stendur fyrir amplitude modulation en AM-bylgjur eru með tíðnina 148,5 kHz til 283,5 kHz. FM stendur fyrir frequency modulation en FM-bylgjur hafa meiri hljóðgæði en AM-bylgjur og eru oftast á bilinu 87,5 til 108,5 MHz. Þetta gerir það að verkum að FM-bylgjur berast styttra heldur en langbylgjur, samanber íslensk heiti bylgnanna.

Útvarpsbylgjur eru framkallaðar í náttúrunni af eldingum og stjarnfræðilegum fyrirbærum, svo sem stjörnum og vetrarbrautum. James Clerk Maxwell uppgvötaði þær fyrstur en Heinrich Hertz rannsakaði þær frekar og framkallaði meðal annars útvarpsbylgjur á rannsóknarstofu sinni. Ítalinn Guglielmo Marconi fann upp útvarpið eins og við þekkjum það nú. Hann byggði uppfinningu sína á því að eitthvert tæki gæti tekið á móti útvarpsbylgjum sem hefðu verið framkallaðar af mönnum. Áður höfðu meðal annars Thomas Alva Edison og Nikola Tesla lagt grunninn að tækninni á bak við útvarpið.

Útvarp er tæki sem tekur á móti útvarpsbylgjum sem berast um loftið.

Ottó B. Arnar símfræðingur kynnti sér þessa tækni og fékk áhuga á því að kynna hana fyrir Íslendingum. Árið 1924 fékk hann Jakob Möller, alþingismann, til að leggja fram frumvarp á Alþingi. Frumvarp þetta fjallaði um sérleyfi til að hefja útvarpsrekstur á Íslandi en deilt var um hvort ríkið ætti að eiga hlut í því. Ef útvarpið væri í ríkiseigu þá gæti það náð eyrum allra landsmanna og þannig væri meðal annars hægt að nota það til að efla menningu og tryggja öryggi sjómanna. En hætt var við að það myndi ekki vera hægt færi það í einkaeigu.

Svo fór að hlutafélaginu H.f. Útvarpi var veitt sérleyfi og hóf það starfsemi 18. mars 1926. En þjónustan var dýr og höfðu fáir efni á henni. Að lokum hættu útsendingar árið 1928 vegna fjárskorts. Ríkisútvarpið hóf svo útsendingar 20. desember árið 1930.

Heimildir og mynd:

Fleiri spyrjendur eru:
Tómas Jónsson, Páll Ásgeir Torfason, Lísbet Sigurðardóttir og Nanna Óttarsdóttir, f. 1996.


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2012.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

13.6.2012

Spyrjandi

Sandra Lind Bjarnadóttir, f. 1993, Katrín Árnadóttir, Kristin Autrey og fleiri

Tilvísun

Ísidór Jökull Bjarnason, Sverrir Arnórsson og Tómas Örn Sigurðarson. „Hvað er útvarp, hver fann það upp og hvenær kom það til Íslands?“ Vísindavefurinn, 13. júní 2012. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=51772.

Ísidór Jökull Bjarnason, Sverrir Arnórsson og Tómas Örn Sigurðarson. (2012, 13. júní). Hvað er útvarp, hver fann það upp og hvenær kom það til Íslands? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=51772

Ísidór Jökull Bjarnason, Sverrir Arnórsson og Tómas Örn Sigurðarson. „Hvað er útvarp, hver fann það upp og hvenær kom það til Íslands?“ Vísindavefurinn. 13. jún. 2012. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=51772>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er útvarp, hver fann það upp og hvenær kom það til Íslands?
Útvarp er tæki sem tekur á móti útvarpsbylgjum sem berast um loftið. Útvarpsbylgjur eru með tíðni fyrir neðan sýnilegt ljós, frá 3 kHz til 300 GHz. Útvarpsmerkið er flutt um tvær tegundir af bylgjum, AM og FM, það er langbylgjur og stuttbylgjur. AM stendur fyrir amplitude modulation en AM-bylgjur eru með tíðnina 148,5 kHz til 283,5 kHz. FM stendur fyrir frequency modulation en FM-bylgjur hafa meiri hljóðgæði en AM-bylgjur og eru oftast á bilinu 87,5 til 108,5 MHz. Þetta gerir það að verkum að FM-bylgjur berast styttra heldur en langbylgjur, samanber íslensk heiti bylgnanna.

Útvarpsbylgjur eru framkallaðar í náttúrunni af eldingum og stjarnfræðilegum fyrirbærum, svo sem stjörnum og vetrarbrautum. James Clerk Maxwell uppgvötaði þær fyrstur en Heinrich Hertz rannsakaði þær frekar og framkallaði meðal annars útvarpsbylgjur á rannsóknarstofu sinni. Ítalinn Guglielmo Marconi fann upp útvarpið eins og við þekkjum það nú. Hann byggði uppfinningu sína á því að eitthvert tæki gæti tekið á móti útvarpsbylgjum sem hefðu verið framkallaðar af mönnum. Áður höfðu meðal annars Thomas Alva Edison og Nikola Tesla lagt grunninn að tækninni á bak við útvarpið.

Útvarp er tæki sem tekur á móti útvarpsbylgjum sem berast um loftið.

Ottó B. Arnar símfræðingur kynnti sér þessa tækni og fékk áhuga á því að kynna hana fyrir Íslendingum. Árið 1924 fékk hann Jakob Möller, alþingismann, til að leggja fram frumvarp á Alþingi. Frumvarp þetta fjallaði um sérleyfi til að hefja útvarpsrekstur á Íslandi en deilt var um hvort ríkið ætti að eiga hlut í því. Ef útvarpið væri í ríkiseigu þá gæti það náð eyrum allra landsmanna og þannig væri meðal annars hægt að nota það til að efla menningu og tryggja öryggi sjómanna. En hætt var við að það myndi ekki vera hægt færi það í einkaeigu.

Svo fór að hlutafélaginu H.f. Útvarpi var veitt sérleyfi og hóf það starfsemi 18. mars 1926. En þjónustan var dýr og höfðu fáir efni á henni. Að lokum hættu útsendingar árið 1928 vegna fjárskorts. Ríkisútvarpið hóf svo útsendingar 20. desember árið 1930.

Heimildir og mynd:

Fleiri spyrjendur eru:
Tómas Jónsson, Páll Ásgeir Torfason, Lísbet Sigurðardóttir og Nanna Óttarsdóttir, f. 1996.


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2012....