Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvað þýðir 'miðvikudagur til moldar'?

Guðrún Kvaran

Í íslenskri þjóðtrú kemur fram að máli gat skipt á hvaða vikudegi barn fæddist. Í þjóðsögum Jóns Árnasonar (II. bindi, 558) stendur:
Sagt er að sá sem fæddur er á sunnudegi sé fæddur til sigurs, á mánudag til mæðu, á þriðjudag til þrifa (þrautar), á miðvikudag til moldar, á fimmtudag til frama, á föstudag til fjár, á laugardag til lukku. Ekki er trútt um að menn hafi ekki haft hliðsjón af þessari kreddu þegar eitthvert fyrirtæki hefur verið byrjað.
Þessi þula er sú algengasta um dagana en í Skaftfellskum þjóðsögum má lesa (bls. 221) að sumir tali um að þriðjudagur sé til þroska og miðvikudagur til minnis. Miðvikudagur til moldar hefur oftast verið skýrt á þann hátt að fyrir þeim sem fæddist á miðvikudegi hefði verið talið að lægi moldarvinna, það er útivinna við mokstur og aðra grófari sveitavinnu.

Þótt flestir séu hættir að taka mark á þessari þjóðtrú eru þó enn margir sem ekki vilja hefja verk, af hvaða tagi sem, er á mánudegi (mánudagur til mæðu). Það er vel þekkt að konur byrjuðu ekki á nýrri flík, sokkum, vettlingum eða öðru, á mánudegi. Þær fitjuðu frekar upp á sunnudagskvöldi þótt þær legðu síðan prjónana frá sér til næsta dags.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

3.8.2005

Spyrjandi

Þorgrímur Björnsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað þýðir 'miðvikudagur til moldar'?“ Vísindavefurinn, 3. ágúst 2005. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5173.

Guðrún Kvaran. (2005, 3. ágúst). Hvað þýðir 'miðvikudagur til moldar'? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5173

Guðrún Kvaran. „Hvað þýðir 'miðvikudagur til moldar'?“ Vísindavefurinn. 3. ágú. 2005. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5173>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað þýðir 'miðvikudagur til moldar'?
Í íslenskri þjóðtrú kemur fram að máli gat skipt á hvaða vikudegi barn fæddist. Í þjóðsögum Jóns Árnasonar (II. bindi, 558) stendur:

Sagt er að sá sem fæddur er á sunnudegi sé fæddur til sigurs, á mánudag til mæðu, á þriðjudag til þrifa (þrautar), á miðvikudag til moldar, á fimmtudag til frama, á föstudag til fjár, á laugardag til lukku. Ekki er trútt um að menn hafi ekki haft hliðsjón af þessari kreddu þegar eitthvert fyrirtæki hefur verið byrjað.
Þessi þula er sú algengasta um dagana en í Skaftfellskum þjóðsögum má lesa (bls. 221) að sumir tali um að þriðjudagur sé til þroska og miðvikudagur til minnis. Miðvikudagur til moldar hefur oftast verið skýrt á þann hátt að fyrir þeim sem fæddist á miðvikudegi hefði verið talið að lægi moldarvinna, það er útivinna við mokstur og aðra grófari sveitavinnu.

Þótt flestir séu hættir að taka mark á þessari þjóðtrú eru þó enn margir sem ekki vilja hefja verk, af hvaða tagi sem, er á mánudegi (mánudagur til mæðu). Það er vel þekkt að konur byrjuðu ekki á nýrri flík, sokkum, vettlingum eða öðru, á mánudegi. Þær fitjuðu frekar upp á sunnudagskvöldi þótt þær legðu síðan prjónana frá sér til næsta dags....