Hversu ertu hröpuð af himni, þú árborna morgunstjarna! Hversu ert þú að velli lagður, undirokari þjóðanna!Lúsífer var æðsti erkiengill himnaríkis og nánastur Guði. Lúsífer þyrsti aftur á móti í meiri völd, og ásamt öðrum englum gerði hann uppreisn gegn Guði. Fylgismenn Lúsífers og Guðs háðu himneskt stríð, og að lokum tókst hinum síðarnefndu að hrekja Lúsífer, og alla þá engla sem fylgdu honum, burt úr himnaríki. Sá sem kallaður var Lúsífer á himnum varð nú Satan, eða kölski og ríkti yfir helvíti, og englarnir sem með honum fóru urðu djöflar. Satan á sér reyndar fleiri nöfn, og er hægt að lesa um þau í svari Guðrúnar Kvaran við spurningunni Hvað eru til mörg nöfn yfir djöfulinn á íslensku og hver eru þau? Einnig er hægt að lesa meira um engla í svari Einars Sigurbjörnssonar við spurningunni Hverjir eru englar? Af hverju var einn engla guðs óvinur? Verð ég engill? Heimildir og mynd
- First War in Heaven. Wikipedia, frjálsa alfræðiorðabókin.
- Jesaja. Biblían.
- Lucifer. Encyclopedia Mythica.
- Lucifer. Encyclopædia Britannica Online.
- Lucifer. Occultopedia.
- Lucifer. Wikipedia, frjálsa alfræðiorðabókin.
- Myndin er af Witch hunt and sect behaviour.
Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2005.