Jóhann Helgi Stefánsson (f. 1989), Bjarni Ragnarsson, Olga Helena (f. 1991), Steinunn Ragnarsdóttir (f. 1990), Valdimar Halldórsson (f. 1993), Sigrún Aagot Ottósdóttir (f. 1992), Aþena Björg (f. 1990), Þorbergur Sverrisson (f. 1986) og Davíð Þór Þorsteinsson.Flestir kannast líklega við orðatiltækið 'að slást eins og hundur og köttur' sem vísar til þess að þegar þessar rándýrategundir rekast hvor á aðra fer allt í bál og brand! Hundurinn rýkur nær undantekningarlaust í köttinn og lætur ekkert stöðva sig, kötturinn þýtur líklega upp í næsta tré eða á einhvern annan háan stað þar sem hundurinn nær ekki til hans. En hvers vegna er hundurinn svona árásargjarn þegar hann sér köttinn? Sennilegasta skýringin er einfaldlega sú að þetta eru arfgeng viðbrögð hunda þegar þeir rekast á annað rándýr sem gæti veitt þeim samkeppni í lífsbaráttunni. Hundar mundu líkega bregðast eins við ef refur eða minkur yrði á vegi þeirra, en þeir eru sjaldséðir gestir í borgum og bæjum þar sem hundar lifa. Þar eru kettirnir afur á móti algengir. Ef það tíðkaðist að eiga minka fyrir heimilisdýr í stað katta værum við líklega vön að nota orðatiltækið 'að slást eins og hundur og minkur'.
- Flickr.com. Birt undir Creative Commons Attribution-ShareAlike 2.0 Generic leyfi. (Sótt 2.6.2021).