Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna ráðast hundar á ketti?

Jón Már Halldórsson

Margir hafa sent inn fyrirspurn um hvers vegna hundum og köttum kemur svona illa saman. Aðrir spyrjendur eru:
Jóhann Helgi Stefánsson (f. 1989), Bjarni Ragnarsson, Olga Helena (f. 1991), Steinunn Ragnarsdóttir (f. 1990), Valdimar Halldórsson (f. 1993), Sigrún Aagot Ottósdóttir (f. 1992), Aþena Björg (f. 1990), Þorbergur Sverrisson (f. 1986) og Davíð Þór Þorsteinsson.

Flestir kannast líklega við orðatiltækið 'að slást eins og hundur og köttur' sem vísar til þess að þegar þessar rándýrategundir rekast hvor á aðra fer allt í bál og brand! Hundurinn rýkur nær undantekningarlaust í köttinn og lætur ekkert stöðva sig, kötturinn þýtur líklega upp í næsta tré eða á einhvern annan háan stað þar sem hundurinn nær ekki til hans.

En hvers vegna er hundurinn svona árásargjarn þegar hann sér köttinn? Sennilegasta skýringin er einfaldlega sú að þetta eru arfgeng viðbrögð hunda þegar þeir rekast á annað rándýr sem gæti veitt þeim samkeppni í lífsbaráttunni. Hundar mundu líkega bregðast eins við ef refur eða minkur yrði á vegi þeirra, en þeir eru sjaldséðir gestir í borgum og bæjum þar sem hundar lifa. Þar eru kettirnir afur á móti algengir. Ef það tíðkaðist að eiga minka fyrir heimilisdýr í stað katta værum við líklega vön að nota orðatiltækið 'að slást eins og hundur og minkur'.

Ekki er öllum hundum illa við ketti og fjölmörg dæmi eru um það að þessi dýr geti lifað saman í sátt og samlyndi, sérstaklega ef þau alast upp saman. Algengt er að tíkur taki nýgotna kettlinga að sér.

Á sléttum Afríku reyna ljón undantekningarlaust að drepa minni rándýr sem veita þeim samkeppni í blóðugri lífsbaráttunni. Þau eru samt sem áður það skynsöm að vega og meta möguleikana á hættunni sem felst í átökunum. Ef þau særast í viðureigninn gæti veiðihæfni þeirra minnkað. Það er vel þekkt að ljón og hýenur í Afríku drepi ungviði hvors annars og annarra rándýra án þess að leggja þau sér til munns.

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

14.1.2005

Síðast uppfært

2.6.2021

Spyrjandi

Lilja Kristjánsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvers vegna ráðast hundar á ketti?“ Vísindavefurinn, 14. janúar 2005, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4714.

Jón Már Halldórsson. (2005, 14. janúar). Hvers vegna ráðast hundar á ketti? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4714

Jón Már Halldórsson. „Hvers vegna ráðast hundar á ketti?“ Vísindavefurinn. 14. jan. 2005. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4714>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna ráðast hundar á ketti?
Margir hafa sent inn fyrirspurn um hvers vegna hundum og köttum kemur svona illa saman. Aðrir spyrjendur eru:

Jóhann Helgi Stefánsson (f. 1989), Bjarni Ragnarsson, Olga Helena (f. 1991), Steinunn Ragnarsdóttir (f. 1990), Valdimar Halldórsson (f. 1993), Sigrún Aagot Ottósdóttir (f. 1992), Aþena Björg (f. 1990), Þorbergur Sverrisson (f. 1986) og Davíð Þór Þorsteinsson.

Flestir kannast líklega við orðatiltækið 'að slást eins og hundur og köttur' sem vísar til þess að þegar þessar rándýrategundir rekast hvor á aðra fer allt í bál og brand! Hundurinn rýkur nær undantekningarlaust í köttinn og lætur ekkert stöðva sig, kötturinn þýtur líklega upp í næsta tré eða á einhvern annan háan stað þar sem hundurinn nær ekki til hans.

En hvers vegna er hundurinn svona árásargjarn þegar hann sér köttinn? Sennilegasta skýringin er einfaldlega sú að þetta eru arfgeng viðbrögð hunda þegar þeir rekast á annað rándýr sem gæti veitt þeim samkeppni í lífsbaráttunni. Hundar mundu líkega bregðast eins við ef refur eða minkur yrði á vegi þeirra, en þeir eru sjaldséðir gestir í borgum og bæjum þar sem hundar lifa. Þar eru kettirnir afur á móti algengir. Ef það tíðkaðist að eiga minka fyrir heimilisdýr í stað katta værum við líklega vön að nota orðatiltækið 'að slást eins og hundur og minkur'.

Ekki er öllum hundum illa við ketti og fjölmörg dæmi eru um það að þessi dýr geti lifað saman í sátt og samlyndi, sérstaklega ef þau alast upp saman. Algengt er að tíkur taki nýgotna kettlinga að sér.

Á sléttum Afríku reyna ljón undantekningarlaust að drepa minni rándýr sem veita þeim samkeppni í blóðugri lífsbaráttunni. Þau eru samt sem áður það skynsöm að vega og meta möguleikana á hættunni sem felst í átökunum. Ef þau særast í viðureigninn gæti veiðihæfni þeirra minnkað. Það er vel þekkt að ljón og hýenur í Afríku drepi ungviði hvors annars og annarra rándýra án þess að leggja þau sér til munns.

Mynd:...