Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru Íslendingar einir um að kenna sig við feður sína í stað þess að nota ættarnöfn?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Sá siður að kenna karla og konur við feður sína, og í sumum tilvikum við mæður ef feður voru látnir, var ríkjandi á öllum Norðurlöndum á landnámsöld. Íslendingar einir hafa haldið þessum sið, þótt einstaka fjölskylda tæki upp ættarnöfn einkum á 19. öld. Ný ættarnöfn voru síðan bönnuð með lögum frá 1925 þar sem ráðamenn vildu að gamli siðurinn héldist.

Í Færeyjum er mun almennara en hér að menn beri ættarnöfn. Þó hafa margir notað þar föðurnöfn eins og Íslendingar og fer þeim fjölgandi sem kjósa að að nota -son eða -dóttir.

Í gömlu Sovétríkjunum var það þannig að ef faðirinn hét til dæmis Jakúb fékk dóttirin kenninafnið Jakúbovna en sonurinn Jakúbovitsj. Á myndinni má sjá pólsk-sovéska lífefnafræðinginn Jakúb Karol Parnas (1884-1949).

Í Sovétríkjunum gömlu var öllum gert að hafa bæði föðurnafn og ættarnafn að rússneskum sið hverrar þjóðar sem þeir voru. Siðurinn er upprunalega austur-slavneskur en tíðkaðist ekki hjá öðrum slavneskum þjóðum. Ef faðirinn hét til dæmis Jakúb fékk dóttirin kenninafnið Jakúbovna en sonurinn Jakúbovitsj en bæði fengu þau síðan ættarnafn fjölskyldunnar sem beygðist einnig eftir kynjum. Þessir siður er enn ríkjandi í Rússslandi, Úkraínu og Hvíta-Rússlandi en mér er ekki kunnugt um hvernig notkunin er í öðrum ríkjum fyrrverandi Sovétríkanna.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

29.10.2004

Síðast uppfært

11.7.2018

Spyrjandi

Guðjón Guðjónsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Eru Íslendingar einir um að kenna sig við feður sína í stað þess að nota ættarnöfn?“ Vísindavefurinn, 29. október 2004, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4585.

Guðrún Kvaran. (2004, 29. október). Eru Íslendingar einir um að kenna sig við feður sína í stað þess að nota ættarnöfn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4585

Guðrún Kvaran. „Eru Íslendingar einir um að kenna sig við feður sína í stað þess að nota ættarnöfn?“ Vísindavefurinn. 29. okt. 2004. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4585>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eru Íslendingar einir um að kenna sig við feður sína í stað þess að nota ættarnöfn?
Sá siður að kenna karla og konur við feður sína, og í sumum tilvikum við mæður ef feður voru látnir, var ríkjandi á öllum Norðurlöndum á landnámsöld. Íslendingar einir hafa haldið þessum sið, þótt einstaka fjölskylda tæki upp ættarnöfn einkum á 19. öld. Ný ættarnöfn voru síðan bönnuð með lögum frá 1925 þar sem ráðamenn vildu að gamli siðurinn héldist.

Í Færeyjum er mun almennara en hér að menn beri ættarnöfn. Þó hafa margir notað þar föðurnöfn eins og Íslendingar og fer þeim fjölgandi sem kjósa að að nota -son eða -dóttir.

Í gömlu Sovétríkjunum var það þannig að ef faðirinn hét til dæmis Jakúb fékk dóttirin kenninafnið Jakúbovna en sonurinn Jakúbovitsj. Á myndinni má sjá pólsk-sovéska lífefnafræðinginn Jakúb Karol Parnas (1884-1949).

Í Sovétríkjunum gömlu var öllum gert að hafa bæði föðurnafn og ættarnafn að rússneskum sið hverrar þjóðar sem þeir voru. Siðurinn er upprunalega austur-slavneskur en tíðkaðist ekki hjá öðrum slavneskum þjóðum. Ef faðirinn hét til dæmis Jakúb fékk dóttirin kenninafnið Jakúbovna en sonurinn Jakúbovitsj en bæði fengu þau síðan ættarnafn fjölskyldunnar sem beygðist einnig eftir kynjum. Þessir siður er enn ríkjandi í Rússslandi, Úkraínu og Hvíta-Rússlandi en mér er ekki kunnugt um hvernig notkunin er í öðrum ríkjum fyrrverandi Sovétríkanna.

Mynd:...