Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Var „íslenska byltingin“ að öllu leyti markleysa?

Anna Agnarsdóttir

Spyrjandi á greinilega við „byltinguna“ 1809 þegar breskur sápukaupmaður, Samuel Phelps að nafni, rændi hér völdum meðan Napóleonsstyrjaldirnar geisuðu um Evrópu. Vissulega átti þessi atburður margt sameiginlegt með lýðræðisbyltingum 18. og 19. aldar. Á spyrjandi við hvort hún hafi verið fáránleg uppákoma og ekki haft nein áhrif hér á landi? Áður en spurningunni er svarað er rétt að lýsa „byltingunni“ í stuttu máli.

Orsök byltingarinnar var einfaldlega sú að hinn samviskusami stiftamtmaður Íslands, Trampe greifi, bannaði Íslendingum að versla við breska kaupmanninn að viðlagðri dauðarefsingu enda var öll verslun við útlendinga bönnuð samkvæmt lögum sem þá giltu á Íslandi. Phelps, sem sendi þrjú skip til landsins árið 1809, sá ekki annan kost í stöðunni en að grípa til þess neyðarúrræðis að handtaka hinn ósamvinnuþýða stiftamtmann.

Erfitt er að versla í stjórnlausu landi og fól því Phelps túlki sínum, Jörgen Jörgensen að nafni, að stjórna landinu meðan hann sjálfur stundaði viðskipti sín. Túlkurinn gat í það minnsta gert sig skiljanlegan við landsmenn. Jörgensen, eða Jörundur hundadagakonungur eins og hann er kallaður hér á landi, tók starfið fúslega að sér og lagði sig fram við að stjórna landinu í anda þeirra hugmynda sem ríktu í Evrópu í kjölfar amerísku og frönsku byltinganna.

Eitt fyrsta verk hans, þann 26. júní 1809, var að lýsa því yfir að Ísland væri „laust og liðugt frá Danmerkur Ríkisráðum“, það er að segja, Ísland varð sjálfstætt ríki, eins og hin nýstofnuðu Bandaríki, sem „hefur frið um alla Veröld“. Jörgensen var mikill hugsjónamaður. Fyrst og fremst virðist hafa vakað fyrir honum að létta af Íslendingum oki danska einveldisins. Hann vildi veita Íslendingum „frið og fullsælu“ enda höfðu upplýsingarmenn úrskurðað að menn mættu njóta hamingju á jörðu jafnt sem á himni. Hið nýstofnaða ríki fékk að sjálfsögðu eigin fána (bláan með þremur hvítum þorskum), verslunarfrelsi, 50% skattalækkun, allar skuldir við Danakonung og danska kaupmenn voru þurrkaðar út og kornverð var lækkað, svo að dæmi séu nefnd.

Jörgensen kallaði sig aldrei „konung“ Íslands þó að því sé oft haldið fram. Hann lagði ríka áherslu á að það væru Íslendingar sem ættu sjálfir að taka völdin í sínar hendur. Hann skipaði svo fyrir að velja skyldi átta „dugandi og skynsama“ menn sem bæru skynbragð á ásigkomulag landsins. „Byggðarlagaformennirnir“ eins og þeir voru nefndir skyldu síðan koma saman á samkundu þar sem ákvörðun yrði tekin um landstjórnina, lög sett og sennilega stjórnarskrá samin eins og þá tíðkaðist mjög.

Merkileg er 12. greinin í auglýsingu Jörgensens frá 11. júlí 1809, þar sem stendur „og einn og sérhvörr, svo vel fátækur, tekur jafnvæga hlutdeild í þeirra stjórnun, sem hinn meiriháttar“. Hér gekk hann lengra en hinir byltingarsinnuðu Frakkar sem kröfðust að menn þurftu að eiga eitthvert veraldlegt góss til að öðlast kosningarétt og kjörgengi. Jörgensen treysti greinilega ekki valdastéttinni og vildi veita hinum almenna Íslendingi þátttöku í stjórn landsins.

En Jörundur varð fyrir vonbrigðum. Íslendingar virtust ekki kunna að meta hið nýja stjórnarfar. Þeir komu því ekki í verk að velja fulltrúana og neyddist Jörgensen þá til að taka stjórn landsins í sínar hendur sem „Alls Íslands Verndari og Hæstráðandi til Sjós og Lands“ enda var það „Almennings ósk“. Þetta skyldi þó aðeins vera bráðabirgðastjórn. Jörgensen ætlaði einungis að vera við völd til 1. júlí 1810 þegar hin kjörna samkunda kæmi saman og tæki ákvörðun um „reglulega Landstjórn“ Íslands.

„Ég hafði lítið fyrir því að stjórna allri eyjunni“ skrifaði Jörgensen. Talsvert er til í því. Litlar sögur fara af mótþróa Íslendinga enda hafði þeim Phelps og Jörgensen tekist að telja Íslendingum trú um að þeir nytu stuðnings breskra yfirvalda. Flestir embættismenn kusu að sitja áfram í embættum. Þeirra á meðal voru valdamestu Íslendingarnir, bræðurnir Magnús Stephensen dómstjóri og Stefán Stephensen amtmaður í Vesturamtinu. Geir biskup góði hvatti landsmenn til að halda ró sinni og hegða sér sem kristnir menn.

Sennilega hafa Íslendingar ekki vitað hvaðan á þá stóð veðrið. Þeir fylltust „stórkostlegri undran, er dró allan þrótt úr flestum“, skrifaði Finnur Magnússon, síðar prófessor og leyndarskjalavörður Danakonungs. Og hvað áttu varnarlausir Íslendingar svo sem að gera? Hið vopnaða kaupskip Phelps lá í höfninni reiðubúið að skjóta úr fallbyssum sínum á bæinn. Dönsk herskip höfðu verið hertekin af Bretum haustið 1807 en hins vegar var fjöldinn allur af breskum herskipum á miðunum. Finnur Magnússon, skrifaði að Íslendingar hefðu óttast veldi Englendinga enda „hlyti [Jörgensen] að hafa [haft] umboð Englendinga til aðgerða sinna eða væri að öðrum kosti geðveikur.“ Og ekki bar hann það með sér.

Létu Íslendingar því þetta ástand viðgangast þar til Alexander Jones skipherra kom aðvífandi á bresku herskipi og varð furðu lostinn er hann frétti af uppátæki landa síns, sápukaupmannsins. Hann batt snarlega enda á valdaránið og skipaði Phelps og Jörgensen að hypja sig og endurreisti stjórn Danakonungs. Þar sem Trampe greifi var staðráðinn í því að fá far til Englands og kæra atburðinn, varð Magnús Stephensen tímabundið settur stiftamtmaður Íslands.

Óhætt er að segja að haustið 1809 hafi margir Íslendingar verið á þeirri skoðun að byltingin hafi verið kjánaleg uppákoma, einkum eftir að komið var í ljós að breska stjórnin átti engan þátt í henni. Jón Espólín skrifaði í Árbækur sínar að „sáu allir hinir vitrari menn, ad í þessu var meira gabb en alvara eda skynsemd...“. Sir Joseph Banks, sem hafði komið til Íslands 1772 og var nú forseti breska vísindafélagsins, kallaði þetta „a silly business“ og Björn Bjarnason á Brandsstöðum „kátlega stjórnarbyltingu“. Danir gerðu ekki lítið grín að Íslendingum fyrir að láta þessi „barnabrek Jörundar“ yfir sig ganga. Trampe lýsti atburðnum sem blöndu af bjánaskap og vitleysu, vitfirringu og grimmd („a mixture of folly and nonsense, of madness and cruelty“).

Frá sjónarmiði breska sápukaupmannsins bar „byltingin“ tilætlaðan árangur. Eftir handtöku Trampes gekk verslunin alveg ljómandi vel og héldu drekkhlaðin skip til Englands um haustið. Phelps átti eftir að halda áfram verslun sinni við Ísland næstu árin.

Frá sjónarmiði Íslendinga var árangurinn hins vegar næstum enginn. Jörgensen ætlaði að koma miklu í verk en tíminn var of naumur. Hann var of snemma á ferðinni á Íslandi. Ólíkt Napóleon var hann ekki réttur maður, á réttum tíma, á réttum stað. Leiðtogi Íslendinga, Magnús Stephensen, hafði enga trú á að Íslendingar væru undir það búnir að verða sjálfstæð þjóð. „Enginn góður Íslendingar óskar sér sjálfstæðis“ („Independency [svo] cannot be the wish of any good Icelander“), skrifaði hann til Alexander Jones. Jörgensen tókst ekki að vekja nokkra frelsisþrá í hjörtum Íslendinga. Baldvin Einarsson fékk það hlutverk. Jörgensen ætlaðist til að Íslendingar tækju virkan þátt í stofnun íslenska lýðveldisins en þegar til kom neyddist hann til að taka stjórn landsins í eigin hendur. Íslendingar voru aldeilis áhugalausir að stíga fyrstu sporin í átt til sjálfstæðis. Allt fór í nákvæmlega sama horf og fyrir 26. júní. Því er tæplega hægt að kalla þennan atburð byltingu. Árangurslaus bylting er ekkert annað en misheppnað valdarán.

Þó áttu þessir atburðir á Íslandi sumarið 1809 eftir að draga dilk á eftir sér. Trampe greifi fékk far með Alexander Jones til Englands um haustið og afhenti utanríkisráðherra Breta kæruskjal. Það varð meðal annars til þess að bresk stjórnvöld ákváðu stefnu sína gagnvart Íslandi á meðan að Danir, bandamenn Frakka, áttu í ófriði við Breta. Í febrúar 1810 gaf konungurinn Georg III, sem sagðist vera fullur meðaumkunar gagnvart þjáningum þessarar varnarlausu þjóðar („being moved by Compassion for the Sufferings of these defenceless People“), formlega út tilskipun þess efnis að Ísland (Færeyjar og Grænland) skyldu teljast hlutlaus í ófriðnum. Og voru hjálendur danska óvinarins þar með teknar undir vernd Breta. Breskum þegnum var stranglega bannað að fara með ófrið á þessum eyjum. Enn fremur var Bretum leyfð frjáls verslun á Íslandi. Verslunarbann Danakonungs var þar með virt að vettugi. Ekki fór á milli mála að það var Georg III en ekki Friðrik VI sem réð verslunarháttum á Íslandi. Tóku nú fleiri breskir kaupmenn að sigla til Íslands og voru landsmenn almennt ánægðir með ensku verslunina. Bretar buðu nauðsynjar til kaups á lægra verði en samkeppnisaðilar þeirra. Þetta má túlka svo að tilskipun þessi tryggði aðflutning til Íslands á styrjaldartímum og bjargaði sennilega mörgum Íslendingum frá hungurdauða.

Þótt lítið hafi breyst á Íslandi eftir sumarið 1809, fellur nafn Jörundar ekki í gleymsku og hin dramatíska bylting 1809 hressir ekki lítið upp á fremur viðburðasnauða Íslandssögu. Jörgensen reit sjálfsævisögu sína og um hann hafa verið ritaðar margar ævisögur og skáldsögur. Þess má geta að á næstunni kemur út í Englandi enn ein ævisaga hans. Hér heima hefur Jörundur birst okkur í ljóðum, leikriti og söngleik og oftar en einu sinni hefur verið rætt um að gera um hann kvikmynd. Það muna allir hann Jörund.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Helstu heimildir:
  • Anna Agnarsdóttir, „Var gerð bylting á Íslandi sumarið 1809?“, Saga XXXVII, 1999.
  • Jón Þorkelsson, Saga Jörundar hundadagakonungs (Kaupmannahöfn, 1892). Þaðan eru allar beinar tilvitnanir í auglýsingar Jörgensens teknar.
  • Pétur Sigurðsson, „Tvær greinar um byltingu Jörgensens árið 1809“, Saga II, 2, 1955.

Myndir:

Höfundur

prófessor í sagnfræði við HÍ

Útgáfudagur

29.10.2003

Spyrjandi

Rut Rúnarsdóttir

Tilvísun

Anna Agnarsdóttir. „Var „íslenska byltingin“ að öllu leyti markleysa?“ Vísindavefurinn, 29. október 2003. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3822.

Anna Agnarsdóttir. (2003, 29. október). Var „íslenska byltingin“ að öllu leyti markleysa? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3822

Anna Agnarsdóttir. „Var „íslenska byltingin“ að öllu leyti markleysa?“ Vísindavefurinn. 29. okt. 2003. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3822>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Var „íslenska byltingin“ að öllu leyti markleysa?
Spyrjandi á greinilega við „byltinguna“ 1809 þegar breskur sápukaupmaður, Samuel Phelps að nafni, rændi hér völdum meðan Napóleonsstyrjaldirnar geisuðu um Evrópu. Vissulega átti þessi atburður margt sameiginlegt með lýðræðisbyltingum 18. og 19. aldar. Á spyrjandi við hvort hún hafi verið fáránleg uppákoma og ekki haft nein áhrif hér á landi? Áður en spurningunni er svarað er rétt að lýsa „byltingunni“ í stuttu máli.

Orsök byltingarinnar var einfaldlega sú að hinn samviskusami stiftamtmaður Íslands, Trampe greifi, bannaði Íslendingum að versla við breska kaupmanninn að viðlagðri dauðarefsingu enda var öll verslun við útlendinga bönnuð samkvæmt lögum sem þá giltu á Íslandi. Phelps, sem sendi þrjú skip til landsins árið 1809, sá ekki annan kost í stöðunni en að grípa til þess neyðarúrræðis að handtaka hinn ósamvinnuþýða stiftamtmann.

Erfitt er að versla í stjórnlausu landi og fól því Phelps túlki sínum, Jörgen Jörgensen að nafni, að stjórna landinu meðan hann sjálfur stundaði viðskipti sín. Túlkurinn gat í það minnsta gert sig skiljanlegan við landsmenn. Jörgensen, eða Jörundur hundadagakonungur eins og hann er kallaður hér á landi, tók starfið fúslega að sér og lagði sig fram við að stjórna landinu í anda þeirra hugmynda sem ríktu í Evrópu í kjölfar amerísku og frönsku byltinganna.

Eitt fyrsta verk hans, þann 26. júní 1809, var að lýsa því yfir að Ísland væri „laust og liðugt frá Danmerkur Ríkisráðum“, það er að segja, Ísland varð sjálfstætt ríki, eins og hin nýstofnuðu Bandaríki, sem „hefur frið um alla Veröld“. Jörgensen var mikill hugsjónamaður. Fyrst og fremst virðist hafa vakað fyrir honum að létta af Íslendingum oki danska einveldisins. Hann vildi veita Íslendingum „frið og fullsælu“ enda höfðu upplýsingarmenn úrskurðað að menn mættu njóta hamingju á jörðu jafnt sem á himni. Hið nýstofnaða ríki fékk að sjálfsögðu eigin fána (bláan með þremur hvítum þorskum), verslunarfrelsi, 50% skattalækkun, allar skuldir við Danakonung og danska kaupmenn voru þurrkaðar út og kornverð var lækkað, svo að dæmi séu nefnd.

Jörgensen kallaði sig aldrei „konung“ Íslands þó að því sé oft haldið fram. Hann lagði ríka áherslu á að það væru Íslendingar sem ættu sjálfir að taka völdin í sínar hendur. Hann skipaði svo fyrir að velja skyldi átta „dugandi og skynsama“ menn sem bæru skynbragð á ásigkomulag landsins. „Byggðarlagaformennirnir“ eins og þeir voru nefndir skyldu síðan koma saman á samkundu þar sem ákvörðun yrði tekin um landstjórnina, lög sett og sennilega stjórnarskrá samin eins og þá tíðkaðist mjög.

Merkileg er 12. greinin í auglýsingu Jörgensens frá 11. júlí 1809, þar sem stendur „og einn og sérhvörr, svo vel fátækur, tekur jafnvæga hlutdeild í þeirra stjórnun, sem hinn meiriháttar“. Hér gekk hann lengra en hinir byltingarsinnuðu Frakkar sem kröfðust að menn þurftu að eiga eitthvert veraldlegt góss til að öðlast kosningarétt og kjörgengi. Jörgensen treysti greinilega ekki valdastéttinni og vildi veita hinum almenna Íslendingi þátttöku í stjórn landsins.

En Jörundur varð fyrir vonbrigðum. Íslendingar virtust ekki kunna að meta hið nýja stjórnarfar. Þeir komu því ekki í verk að velja fulltrúana og neyddist Jörgensen þá til að taka stjórn landsins í sínar hendur sem „Alls Íslands Verndari og Hæstráðandi til Sjós og Lands“ enda var það „Almennings ósk“. Þetta skyldi þó aðeins vera bráðabirgðastjórn. Jörgensen ætlaði einungis að vera við völd til 1. júlí 1810 þegar hin kjörna samkunda kæmi saman og tæki ákvörðun um „reglulega Landstjórn“ Íslands.

„Ég hafði lítið fyrir því að stjórna allri eyjunni“ skrifaði Jörgensen. Talsvert er til í því. Litlar sögur fara af mótþróa Íslendinga enda hafði þeim Phelps og Jörgensen tekist að telja Íslendingum trú um að þeir nytu stuðnings breskra yfirvalda. Flestir embættismenn kusu að sitja áfram í embættum. Þeirra á meðal voru valdamestu Íslendingarnir, bræðurnir Magnús Stephensen dómstjóri og Stefán Stephensen amtmaður í Vesturamtinu. Geir biskup góði hvatti landsmenn til að halda ró sinni og hegða sér sem kristnir menn.

Sennilega hafa Íslendingar ekki vitað hvaðan á þá stóð veðrið. Þeir fylltust „stórkostlegri undran, er dró allan þrótt úr flestum“, skrifaði Finnur Magnússon, síðar prófessor og leyndarskjalavörður Danakonungs. Og hvað áttu varnarlausir Íslendingar svo sem að gera? Hið vopnaða kaupskip Phelps lá í höfninni reiðubúið að skjóta úr fallbyssum sínum á bæinn. Dönsk herskip höfðu verið hertekin af Bretum haustið 1807 en hins vegar var fjöldinn allur af breskum herskipum á miðunum. Finnur Magnússon, skrifaði að Íslendingar hefðu óttast veldi Englendinga enda „hlyti [Jörgensen] að hafa [haft] umboð Englendinga til aðgerða sinna eða væri að öðrum kosti geðveikur.“ Og ekki bar hann það með sér.

Létu Íslendingar því þetta ástand viðgangast þar til Alexander Jones skipherra kom aðvífandi á bresku herskipi og varð furðu lostinn er hann frétti af uppátæki landa síns, sápukaupmannsins. Hann batt snarlega enda á valdaránið og skipaði Phelps og Jörgensen að hypja sig og endurreisti stjórn Danakonungs. Þar sem Trampe greifi var staðráðinn í því að fá far til Englands og kæra atburðinn, varð Magnús Stephensen tímabundið settur stiftamtmaður Íslands.

Óhætt er að segja að haustið 1809 hafi margir Íslendingar verið á þeirri skoðun að byltingin hafi verið kjánaleg uppákoma, einkum eftir að komið var í ljós að breska stjórnin átti engan þátt í henni. Jón Espólín skrifaði í Árbækur sínar að „sáu allir hinir vitrari menn, ad í þessu var meira gabb en alvara eda skynsemd...“. Sir Joseph Banks, sem hafði komið til Íslands 1772 og var nú forseti breska vísindafélagsins, kallaði þetta „a silly business“ og Björn Bjarnason á Brandsstöðum „kátlega stjórnarbyltingu“. Danir gerðu ekki lítið grín að Íslendingum fyrir að láta þessi „barnabrek Jörundar“ yfir sig ganga. Trampe lýsti atburðnum sem blöndu af bjánaskap og vitleysu, vitfirringu og grimmd („a mixture of folly and nonsense, of madness and cruelty“).

Frá sjónarmiði breska sápukaupmannsins bar „byltingin“ tilætlaðan árangur. Eftir handtöku Trampes gekk verslunin alveg ljómandi vel og héldu drekkhlaðin skip til Englands um haustið. Phelps átti eftir að halda áfram verslun sinni við Ísland næstu árin.

Frá sjónarmiði Íslendinga var árangurinn hins vegar næstum enginn. Jörgensen ætlaði að koma miklu í verk en tíminn var of naumur. Hann var of snemma á ferðinni á Íslandi. Ólíkt Napóleon var hann ekki réttur maður, á réttum tíma, á réttum stað. Leiðtogi Íslendinga, Magnús Stephensen, hafði enga trú á að Íslendingar væru undir það búnir að verða sjálfstæð þjóð. „Enginn góður Íslendingar óskar sér sjálfstæðis“ („Independency [svo] cannot be the wish of any good Icelander“), skrifaði hann til Alexander Jones. Jörgensen tókst ekki að vekja nokkra frelsisþrá í hjörtum Íslendinga. Baldvin Einarsson fékk það hlutverk. Jörgensen ætlaðist til að Íslendingar tækju virkan þátt í stofnun íslenska lýðveldisins en þegar til kom neyddist hann til að taka stjórn landsins í eigin hendur. Íslendingar voru aldeilis áhugalausir að stíga fyrstu sporin í átt til sjálfstæðis. Allt fór í nákvæmlega sama horf og fyrir 26. júní. Því er tæplega hægt að kalla þennan atburð byltingu. Árangurslaus bylting er ekkert annað en misheppnað valdarán.

Þó áttu þessir atburðir á Íslandi sumarið 1809 eftir að draga dilk á eftir sér. Trampe greifi fékk far með Alexander Jones til Englands um haustið og afhenti utanríkisráðherra Breta kæruskjal. Það varð meðal annars til þess að bresk stjórnvöld ákváðu stefnu sína gagnvart Íslandi á meðan að Danir, bandamenn Frakka, áttu í ófriði við Breta. Í febrúar 1810 gaf konungurinn Georg III, sem sagðist vera fullur meðaumkunar gagnvart þjáningum þessarar varnarlausu þjóðar („being moved by Compassion for the Sufferings of these defenceless People“), formlega út tilskipun þess efnis að Ísland (Færeyjar og Grænland) skyldu teljast hlutlaus í ófriðnum. Og voru hjálendur danska óvinarins þar með teknar undir vernd Breta. Breskum þegnum var stranglega bannað að fara með ófrið á þessum eyjum. Enn fremur var Bretum leyfð frjáls verslun á Íslandi. Verslunarbann Danakonungs var þar með virt að vettugi. Ekki fór á milli mála að það var Georg III en ekki Friðrik VI sem réð verslunarháttum á Íslandi. Tóku nú fleiri breskir kaupmenn að sigla til Íslands og voru landsmenn almennt ánægðir með ensku verslunina. Bretar buðu nauðsynjar til kaups á lægra verði en samkeppnisaðilar þeirra. Þetta má túlka svo að tilskipun þessi tryggði aðflutning til Íslands á styrjaldartímum og bjargaði sennilega mörgum Íslendingum frá hungurdauða.

Þótt lítið hafi breyst á Íslandi eftir sumarið 1809, fellur nafn Jörundar ekki í gleymsku og hin dramatíska bylting 1809 hressir ekki lítið upp á fremur viðburðasnauða Íslandssögu. Jörgensen reit sjálfsævisögu sína og um hann hafa verið ritaðar margar ævisögur og skáldsögur. Þess má geta að á næstunni kemur út í Englandi enn ein ævisaga hans. Hér heima hefur Jörundur birst okkur í ljóðum, leikriti og söngleik og oftar en einu sinni hefur verið rætt um að gera um hann kvikmynd. Það muna allir hann Jörund.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Helstu heimildir:
  • Anna Agnarsdóttir, „Var gerð bylting á Íslandi sumarið 1809?“, Saga XXXVII, 1999.
  • Jón Þorkelsson, Saga Jörundar hundadagakonungs (Kaupmannahöfn, 1892). Þaðan eru allar beinar tilvitnanir í auglýsingar Jörgensens teknar.
  • Pétur Sigurðsson, „Tvær greinar um byltingu Jörgensens árið 1809“, Saga II, 2, 1955.

Myndir:...