Sólin Sólin Rís 05:51 • sest 21:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 09:47 • Sest 06:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:02 • Síðdegis: 12:48 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:36 • Síðdegis: 18:53 í Reykjavík

Hvað er skollakoppur?

Jón Már Halldórsson

Skollakoppur (Strongylocentrotus droebachiensis, e. green sea urchin) er annað af tveimur algengustu ígulkerjunum á íslensku grunnsævi. Hin tegundin er marígull (Echinus esculentus, e. common sea urchin). Ígulker eru af fylkingu skrápdýra (Echinodermata) eins og sæbjúgu (Holothuroidea), krossfiskar (Asteroidea) og slöngustjörnur (Ophiuroidea).



Skollakoppur (Strongylocentrotus droebachiensis).

Skollakoppur lifir aðallega á grunnsævi en teygir sig þó stundum allt niður á 1.000 metra dýpi. Líkt og flest önnur ígulker étur hann allt sem að kjafti kemur en oftast nær er fæða skollakoppsins þörungar. Hann getur til dæmis verið á beit í þörungaskógum en um leið lagt sér hrúðurkarla til munns ef því er að skipta. Einnig er hann stundum skæður skemmdarvargur í ýmsum krabba- og humargildrum þar sem beitan laðar dýrin að.

Marígull

Marígull
(Echinus esculentus).

Skollakoppar finnast helst á svæðum þar sem brúnþörungar af ættkvíslinni Laminaria eru ríkjandi. Einnig sækja þeir í rauðþörunga af ættkvíslunum Chondrus og Corallina sem og brúnþörunga af ættkvíslinni Ascophyllum. Þeir geta einnig lifað á þanglitlum svæðum og nærast þá á ýmsum botnlægum sjávarhryggleysingjum eins og burstaormum, askormum og ungum samlokum.

Kyn skollakoppa eru aðskilin eins og hjá langflestum skrápdýrum. Við æxlun dæla karlarnir út kynfrumum og frjóvgun á sér stað utan líkama kvendýrsins. Í líffræði nefnist þessi æxlunarleið ytri frjóvgun, andstæð innri frjóvgun sem verður innan líkama kvendýrsins. Nokkur skrápdýr fjölga sér raunar án æxlunar, þau skipta einfaldlega líkamanum.



Lirfustig skollakopps.

Losun kynfrumna eins skollakopps örvar losun nágrannanna, þannig að heilt skollakoppasamfélag hefur yfirleitt losun kynfrumna út í sjóinn á sama tíma. Slík samhæfing eykur mjög líkurnar á því að frjóvgun heppnist.

Eftir að eggin klekjast út í sjónum hefst svokallað sviflægt lirfustig og varir það í fáein ár. Lirfurnar lifa á ýmsum örverum og dreifast um hafið, en það dregur úr líkum á skyldleikaæxlun. Við lok þessa stigs setjast lirfurnar á sjávarbotninn og myndbreytast í fullorðin ígulker. Tímabilið stuttu eftir að lirfurnar setjast á botninn og hefja myndbreytingu er afar viðkvæmt. Ýmsir botnfiskar, humrar og stórkrabbar (Malacostraca) sækja mjög í ung ígulker.

Breskar rannsóknir hafa sýnt að skollakoppur getur orðið allt að 8 cm í þvermál. Hann er græn- eða brúnleitur og áberandi flatvaxnari í laginu en marígull sem er rauðleitur á litinn og hnattlagaðri.



Í svarinu er að finna vísanir á tengd svör af Vísindavefnum. Auk þeirra skal áhugasömum bent á svar Jörundar Svavarssonar við spurningunni Er líf á hafsbotni? Einnig er hægt að smella á efnisorðin neðan við svarið.



Heimildir og myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

16.9.2003

Spyrjandi

Gunnlaugur Arnar Elíasson, f. 1985

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað er skollakoppur?“ Vísindavefurinn, 16. september 2003. Sótt 16. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3734..

Jón Már Halldórsson. (2003, 16. september). Hvað er skollakoppur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3734.

Jón Már Halldórsson. „Hvað er skollakoppur?“ Vísindavefurinn. 16. sep. 2003. Vefsíða. 16. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3734.>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er skollakoppur?
Skollakoppur (Strongylocentrotus droebachiensis, e. green sea urchin) er annað af tveimur algengustu ígulkerjunum á íslensku grunnsævi. Hin tegundin er marígull (Echinus esculentus, e. common sea urchin). Ígulker eru af fylkingu skrápdýra (Echinodermata) eins og sæbjúgu (Holothuroidea), krossfiskar (Asteroidea) og slöngustjörnur (Ophiuroidea).



Skollakoppur (Strongylocentrotus droebachiensis).

Skollakoppur lifir aðallega á grunnsævi en teygir sig þó stundum allt niður á 1.000 metra dýpi. Líkt og flest önnur ígulker étur hann allt sem að kjafti kemur en oftast nær er fæða skollakoppsins þörungar. Hann getur til dæmis verið á beit í þörungaskógum en um leið lagt sér hrúðurkarla til munns ef því er að skipta. Einnig er hann stundum skæður skemmdarvargur í ýmsum krabba- og humargildrum þar sem beitan laðar dýrin að.

Marígull

Marígull
(Echinus esculentus).

Skollakoppar finnast helst á svæðum þar sem brúnþörungar af ættkvíslinni Laminaria eru ríkjandi. Einnig sækja þeir í rauðþörunga af ættkvíslunum Chondrus og Corallina sem og brúnþörunga af ættkvíslinni Ascophyllum. Þeir geta einnig lifað á þanglitlum svæðum og nærast þá á ýmsum botnlægum sjávarhryggleysingjum eins og burstaormum, askormum og ungum samlokum.

Kyn skollakoppa eru aðskilin eins og hjá langflestum skrápdýrum. Við æxlun dæla karlarnir út kynfrumum og frjóvgun á sér stað utan líkama kvendýrsins. Í líffræði nefnist þessi æxlunarleið ytri frjóvgun, andstæð innri frjóvgun sem verður innan líkama kvendýrsins. Nokkur skrápdýr fjölga sér raunar án æxlunar, þau skipta einfaldlega líkamanum.



Lirfustig skollakopps.

Losun kynfrumna eins skollakopps örvar losun nágrannanna, þannig að heilt skollakoppasamfélag hefur yfirleitt losun kynfrumna út í sjóinn á sama tíma. Slík samhæfing eykur mjög líkurnar á því að frjóvgun heppnist.

Eftir að eggin klekjast út í sjónum hefst svokallað sviflægt lirfustig og varir það í fáein ár. Lirfurnar lifa á ýmsum örverum og dreifast um hafið, en það dregur úr líkum á skyldleikaæxlun. Við lok þessa stigs setjast lirfurnar á sjávarbotninn og myndbreytast í fullorðin ígulker. Tímabilið stuttu eftir að lirfurnar setjast á botninn og hefja myndbreytingu er afar viðkvæmt. Ýmsir botnfiskar, humrar og stórkrabbar (Malacostraca) sækja mjög í ung ígulker.

Breskar rannsóknir hafa sýnt að skollakoppur getur orðið allt að 8 cm í þvermál. Hann er græn- eða brúnleitur og áberandi flatvaxnari í laginu en marígull sem er rauðleitur á litinn og hnattlagaðri.



Í svarinu er að finna vísanir á tengd svör af Vísindavefnum. Auk þeirra skal áhugasömum bent á svar Jörundar Svavarssonar við spurningunni Er líf á hafsbotni? Einnig er hægt að smella á efnisorðin neðan við svarið.



Heimildir og myndir:...