Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvað búa margir í Sahara, hvað eru mörg lönd þar og hversu mörg þjóðarbrot?

Ulrika Andersson

Sahara er stærsta eyðimörk heims, rúmlega níu milljónir ferkílómetrar að flatarmáli, eða um 87 sinnum stærri en Ísland. Eyðimörkin nær yfir mestalla Norður-Afríku.

Í Sahara rignir afar sjaldan, oftast ekki nema um 130 mm á ári og sumstaðar aldrei. Eyðimörkin er þess vegna að mestu leyti ógróin sandauðn. Hitasveiflur í Sahara eru miklar. Hitinn getur farið niður fyrir frostmark á nóttunni en á daginn hefur mælst tæplega 60°C hiti. Vindar sem geisa í Sahara eru þurrir og heitir og afar lítill loftraki mælist þar. Þess vegna á allur gróður þar erfitt uppdráttar. Sumstaðar eru þó náttúrulegar eyðimerkurvinjar þar sem pálmatré og annar gróður vex. Fyrir um 8000 árum var Sahara gróið land og þar ræktuðu bændur hirsi.



Í dag búa um 2,5 milljón manns í Sahara. Flestir þeirra búa í námunda við eyðimerkurvinjar og rækta þar ávaxti, grænmeti og korn. Um 30% íbúanna eru hirðingjar sem ferðast á úlföldum milli eyðimerkurvinja, þar sem þeir stunda viðskipti og taka vistir. Þar sem beitarlönd finnast halda hirðingjarnir oft kýr, kindur og geitur.

Mörg lönd í Afríku liggja um eyðimörkina, meðal annars Marokkó, Alsír, Túnis, Líbía, Egyptaland, Máritanía, Malí, Níger, Tsjad, Súdan, Vestur-Sahara og Senegal. Í þessum löndum lifa mörg þjóðarbrot en íbúarnir í Sahara eru yfirleitt af Túareg- eða Tíbúættinni, Arabar eða Berbar.

Arabar réðust inn í Sahara eftir að þeir höfðu lagt Egyptaland undir sig árið 642 eftir Krist. Þeir höfðu með sér nýja menningu og trúarbrögð og á sjöundu og elleftu öld breiddist íslamstrú út í Norður-Afríku. Í dag eru flestir íbúar Sahara múslímar. Þjóðarbrot í Sahara eru flest af hamítískum uppruna og eru því skyld Egyptum og Eþíópíumönnum. Talið er að Hamítarnir hafi verið upprunalegir landnámsmenn í Norður-Afríku. Sennilegt þykir að þeir hafi komið frá Arabíuskaganum.

Berbar, sem eru hópar af ættflokkum í Norður-Afríku, eru fjölmargir í vesturhluta Sahara þar sem þeir búa í þorpum. Í miðri Sahara eyðimörkinni eru flestir íbúar af Túaregættinni, en hún er komin af Berbaættinni. Túaregar lifa í ættflokkum og búa við eins konar lénsskipulag, þar sem nokkrar fjölskyldur ríkja yfir öðrum. Túaregar eru múslímstrúar en halda í ýmsar fornar hefðir, til dæmis bera karlar þar blæju en ekki konur líkt og tíðkast í mörgum öðrum íslömskum löndum. Konur njóta auk þess mikils frelsis og nafn og eignir ganga að erfðum til dætra. Túaregar voru áður þekktir fyrir að ræna ættflokka í nágrenninu og heimta skatt af fólki sem ferðaðist um eyðimörkina. Á seinni tíð hefur þurrkur og hungursneyð hrakið fólk frá eyðimörkinni og inn í borgir. Úlfaldarækt var áður mikilvæg en nú er hægt að aka á bílum um eyðimörkina og mikilvægi úlfaldalesta fer minnkandi.

Tíbú-fólkið er yfirleitt bændur eða úlfaldahirðar og er það þekkt fyrir hreysti og þolgæði í eyðimörkinni. Hjá þeim ríkir feðraveldi. Viðskiptaferðir með úlfaldalestum er enn mikilvæg tekjulind meðal Tíbúmanna. Að auki halda þeir búfé eins og kýr, geitur, asna og kindur. Þeir dveljast yfirleitt á fjallasvæði í norður Tsjad, sem nefnist Tíbesti.

Lesið einnig svar Unu Pétursdóttur við spurningunni Hvernig er dýralífið í Sahara?



Heimildir og myndir

Höfundur

Ulrika Andersson

vísindablaðamaður

Útgáfudagur

6.8.2002

Spyrjandi

Finnur Stefánsson

Tilvísun

Ulrika Andersson. „Hvað búa margir í Sahara, hvað eru mörg lönd þar og hversu mörg þjóðarbrot?“ Vísindavefurinn, 6. ágúst 2002. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2630.

Ulrika Andersson. (2002, 6. ágúst). Hvað búa margir í Sahara, hvað eru mörg lönd þar og hversu mörg þjóðarbrot? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2630

Ulrika Andersson. „Hvað búa margir í Sahara, hvað eru mörg lönd þar og hversu mörg þjóðarbrot?“ Vísindavefurinn. 6. ágú. 2002. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2630>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað búa margir í Sahara, hvað eru mörg lönd þar og hversu mörg þjóðarbrot?
Sahara er stærsta eyðimörk heims, rúmlega níu milljónir ferkílómetrar að flatarmáli, eða um 87 sinnum stærri en Ísland. Eyðimörkin nær yfir mestalla Norður-Afríku.

Í Sahara rignir afar sjaldan, oftast ekki nema um 130 mm á ári og sumstaðar aldrei. Eyðimörkin er þess vegna að mestu leyti ógróin sandauðn. Hitasveiflur í Sahara eru miklar. Hitinn getur farið niður fyrir frostmark á nóttunni en á daginn hefur mælst tæplega 60°C hiti. Vindar sem geisa í Sahara eru þurrir og heitir og afar lítill loftraki mælist þar. Þess vegna á allur gróður þar erfitt uppdráttar. Sumstaðar eru þó náttúrulegar eyðimerkurvinjar þar sem pálmatré og annar gróður vex. Fyrir um 8000 árum var Sahara gróið land og þar ræktuðu bændur hirsi.



Í dag búa um 2,5 milljón manns í Sahara. Flestir þeirra búa í námunda við eyðimerkurvinjar og rækta þar ávaxti, grænmeti og korn. Um 30% íbúanna eru hirðingjar sem ferðast á úlföldum milli eyðimerkurvinja, þar sem þeir stunda viðskipti og taka vistir. Þar sem beitarlönd finnast halda hirðingjarnir oft kýr, kindur og geitur.

Mörg lönd í Afríku liggja um eyðimörkina, meðal annars Marokkó, Alsír, Túnis, Líbía, Egyptaland, Máritanía, Malí, Níger, Tsjad, Súdan, Vestur-Sahara og Senegal. Í þessum löndum lifa mörg þjóðarbrot en íbúarnir í Sahara eru yfirleitt af Túareg- eða Tíbúættinni, Arabar eða Berbar.

Arabar réðust inn í Sahara eftir að þeir höfðu lagt Egyptaland undir sig árið 642 eftir Krist. Þeir höfðu með sér nýja menningu og trúarbrögð og á sjöundu og elleftu öld breiddist íslamstrú út í Norður-Afríku. Í dag eru flestir íbúar Sahara múslímar. Þjóðarbrot í Sahara eru flest af hamítískum uppruna og eru því skyld Egyptum og Eþíópíumönnum. Talið er að Hamítarnir hafi verið upprunalegir landnámsmenn í Norður-Afríku. Sennilegt þykir að þeir hafi komið frá Arabíuskaganum.

Berbar, sem eru hópar af ættflokkum í Norður-Afríku, eru fjölmargir í vesturhluta Sahara þar sem þeir búa í þorpum. Í miðri Sahara eyðimörkinni eru flestir íbúar af Túaregættinni, en hún er komin af Berbaættinni. Túaregar lifa í ættflokkum og búa við eins konar lénsskipulag, þar sem nokkrar fjölskyldur ríkja yfir öðrum. Túaregar eru múslímstrúar en halda í ýmsar fornar hefðir, til dæmis bera karlar þar blæju en ekki konur líkt og tíðkast í mörgum öðrum íslömskum löndum. Konur njóta auk þess mikils frelsis og nafn og eignir ganga að erfðum til dætra. Túaregar voru áður þekktir fyrir að ræna ættflokka í nágrenninu og heimta skatt af fólki sem ferðaðist um eyðimörkina. Á seinni tíð hefur þurrkur og hungursneyð hrakið fólk frá eyðimörkinni og inn í borgir. Úlfaldarækt var áður mikilvæg en nú er hægt að aka á bílum um eyðimörkina og mikilvægi úlfaldalesta fer minnkandi.

Tíbú-fólkið er yfirleitt bændur eða úlfaldahirðar og er það þekkt fyrir hreysti og þolgæði í eyðimörkinni. Hjá þeim ríkir feðraveldi. Viðskiptaferðir með úlfaldalestum er enn mikilvæg tekjulind meðal Tíbúmanna. Að auki halda þeir búfé eins og kýr, geitur, asna og kindur. Þeir dveljast yfirleitt á fjallasvæði í norður Tsjad, sem nefnist Tíbesti.

Lesið einnig svar Unu Pétursdóttur við spurningunni Hvernig er dýralífið í Sahara?



Heimildir og myndir ...