Af þessum nöfnum eru tvö auðskýranleg: Í kennslubók sem er notuð í Menntaskólanum í Reykjavík er formúlan okkar númer 13 og hálft, og d-reglan vísar til að stærðin b2 - 4ac sem fer undir rótina er oft táknuð með bókstafnum d, sennilega af því að þessi stærð er svonefndur aðgreinir jöfnunnar og enska orðið fyrir aðgreini er discriminant. Sennilega er til lítils að kafa of djúpt í ástæðurnar á bakvið flest hinna nafnanna, þar sem þau koma vafalítið úr löngu gleymdum einkabröndurum nemenda og kennara. Hugsanlegt er að einhver þeirra nafna sem koma frá þungavinnuvélum og ofurhetjum séu skírskotanir til hversu öflug og auðveld í notkun reglan er, en það eru þó bara getgátur. Tengt efni á Vísindavefnum:
- Hvernig er þriðja stigs jafna leyst án þess að nota tölvu? eftir Gunnar Þór Magnússon.
- Spurning Er hægt að útskýra andhverfu og hlutleysu í stærðfræði einfaldlega eða á mannamáli? eftir Kristínu Bjarnadóttur.
- Hvernig gátu stærðfræðingar fornaldar eins og Pýþagóras og fleiri reiknað og fundið allar formúlurnar sínar? eftir Kristínu Bjarnadóttur.