Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvað eru til mörg nöfn á Íslandi?

Guðrún Kvaran

Spurningunni er ekki auðvelt að svara. Svarið fer eftir því við hvað er miðað. Ef átt er við þann fjölda nafna sem Íslendingar hafa borið svo vitað sé eru nöfnin rúmlega 6000. Ef aðeins er átt við þau nöfn sem nú eru í notkun eru þau heldur færri. Árið 1983, þegar ég lét athuga fyrir mig fjölda nafna á þjóðskrá, voru kvenmannsnöfn 2538 en karlmannsnöfn 1994. Frá þeim tíma hafa einstaklingar fallið frá sem voru einir um nafn en aðrir bæst við með nýjum nöfnum. Mannanafnanefnd samþykkir á mánuði hverjum 5-10 ný nöfn.

Til fróðleiks má geta þess að nafnaforðinn hefur verið að aukast jafnt og þétt á síðustu öldum. Árið 1703, þegar fyrsta manntalið var tekið, voru á skrá 387 karlmannsnöfn og 338 kvenmannsnöfn. Í manntalinu 1910 voru karlmannsnöfn 1071 en kvenmannsnöfn 1279.

Sjá einnig:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

4.7.2001

Spyrjandi

Kolbrún Þóra Eiríksdóttir, f. 1988, Rakel Rún

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað eru til mörg nöfn á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 4. júlí 2001. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1765.

Guðrún Kvaran. (2001, 4. júlí). Hvað eru til mörg nöfn á Íslandi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1765

Guðrún Kvaran. „Hvað eru til mörg nöfn á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 4. júl. 2001. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1765>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað eru til mörg nöfn á Íslandi?
Spurningunni er ekki auðvelt að svara. Svarið fer eftir því við hvað er miðað. Ef átt er við þann fjölda nafna sem Íslendingar hafa borið svo vitað sé eru nöfnin rúmlega 6000. Ef aðeins er átt við þau nöfn sem nú eru í notkun eru þau heldur færri. Árið 1983, þegar ég lét athuga fyrir mig fjölda nafna á þjóðskrá, voru kvenmannsnöfn 2538 en karlmannsnöfn 1994. Frá þeim tíma hafa einstaklingar fallið frá sem voru einir um nafn en aðrir bæst við með nýjum nöfnum. Mannanafnanefnd samþykkir á mánuði hverjum 5-10 ný nöfn.

Til fróðleiks má geta þess að nafnaforðinn hefur verið að aukast jafnt og þétt á síðustu öldum. Árið 1703, þegar fyrsta manntalið var tekið, voru á skrá 387 karlmannsnöfn og 338 kvenmannsnöfn. Í manntalinu 1910 voru karlmannsnöfn 1071 en kvenmannsnöfn 1279.

Sjá einnig:...