Normalbrauð, ósýrt, rúgbrauð, ljósleitt, mjög ljúffengt og hollt. (Ísafold 1905, 96) Ceres Normalbrauð ósýrt, tilbúið úr nýmöluðu mjöli úr bezta rúg, sem er þveginn áður og vandlega náð af hýðinu. (Ísafold 1905, 248).Um sama leyti má sjá í auglýsingum dæmi um orðin normalkaffi, normalljós, normallampi, normalnærfatnaður, normalmjólk og ýmis fleiri. Sennilega eru flest þessara orða komin til okkar úr dönsku þótt stóra sögulega orðabókin Ordbog over det danske sprog sé ekki með dæmi um þessar samsetningar. Normal er þarna líklegast í merkingunni 'það sem að stærð, lögun, gerð er eftir ákveðnu normi eða ákveðinni reglu' og hefur þá vinnsla brauðsins eða sigtimjölsins, sem í það fer, ráðið heitinu.
- Facebook - Eyjabakarí. (Sótt 27.10.2023).