Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hverjir eru maóríar og hver er uppruni þeirra?

Arna Ýr Karelsdóttir, Áróra Bergsdóttir og Sólborg Birgisdóttir

Maóríar eru frumbyggjar Nýja-Sjálands. Forfeður þeirra sigldu þangað frá Austur-Pólýnesíu, það er Tahítí, Samóaeyjum og Tonga, seint á 13. öld, eða um 1280. Rannsóknir á þróun tungumála og DNA-rannsóknir sýna fram á uppruna þeirra, en núverandi tungumál þeirra svipar mjög til tungumálsins sem er talað á þeim slóðum.

Fáni maóría, Tino Rangatiratanga-fáninn.

Maóríar voru fyrstu mennirnir til þess að setjast að á Nýja-Sjálandi og byggðu upp sinn eigin menningarheim. Meðal annars þróuðu þeir sitt eigið tungumál, goðafræði og sérstaka listahefð. Samfélag þeirra var þó engan veginn friðsamt, en mikið var um samkeppni og jafnvel harðneskjulegan hernað milli ættbálka.

Á tímum landafunda Evrópumanna á 17. og 18. öld breyttist samfélag maóríanna. Evrópubúar báru sjúkdóma með sér sem stráfelldu marga innfædda þar sem ónæmiskerfi maóríanna réðu ekki við þá. Maóríar misstu einnig mikinn hluta lands síns, sem þeir höfðu hingað til haft út af fyrir sig. Samskipti milli frumbyggjanna og aðkomumannanna voru að mestu friðsamleg en árið 1840 var Waitangi-samningurinn undirritaður af mörgum höfðingjum maóría af norðureyju Nýja-Sjálands auk fulltrúa bresku krúnunnar. Hann fjallaði um að maóríar og evrópskir innflytjendur skyldu lifa í friði sem nýlenda undir bresku krúnunni og veitti maóríum réttindi sem breskir þegnar. Þó fækkaði maóríum ört og þjóðfélagi þeirra hnignaði á þessum tíma. Þeim fór þó aftur að fjölga undir lok 19. aldar.

Nýsjálendingar fanga stuðningi lands síns við yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna um réttindi frumbyggja árið 2010.

Á áttunda áratug 20. aldar kom fram öflug hreyfing sem stóð fyrir mörgum fjölmennum mótmælum til að vekja athygli á málefnum maóría. Mótmælin snerust meðal annars um landareignir, tungumál og kynþáttafordóma. Mótmælendur töldu að mikil landsvæði hefðu verið tekin af maóríum á ólögmætan hátt og kröfðust þess að bætt yrði fyrir það. Einnig börðust þeir fyrir endurreisn tungumáls og menningar maóría en börn þeirra höfðu einungis mátt tala ensku í skólum sínum sem leiddi til þess að kynslóðir maóría ólust upp með litla kunnáttu í tungumáli forfeðra sinna. Árið 1987 var tungumál maóría viðurkennt sem opinbert tungumál á Nýja-Sjálandi og nýsjálensk stjórnvöld hafa unnið í að bæta fyrir sögulega glæpi sína gegn maóríum. Í dag eru um 600.000 maóríar á Nýja-Sjálandi en einnig búa einhverjir í Ástralíu, Bandaríkjunum og Kanada.

Heimildir:

Myndir:
  • Fáni: wikipedia. Sótt 13. 6. 2012.
  • Fagnandi fólk: wikipedia. Ljósmyndari er Broddi Sigurðarson. Sótt 14. 6. 2012.

Spurningin hljóðaði upprunalega svona:
Hverjir eru maóríar? Hvaðan koma þeir, það er hver er uppruni þeirra? Eru þeir ekki eins og við nema með þessa sögu á bak við sig?


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2012.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

14.6.2012

Spyrjandi

Tinna Hauks

Tilvísun

Arna Ýr Karelsdóttir, Áróra Bergsdóttir og Sólborg Birgisdóttir. „Hverjir eru maóríar og hver er uppruni þeirra?“ Vísindavefurinn, 14. júní 2012, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=17151.

Arna Ýr Karelsdóttir, Áróra Bergsdóttir og Sólborg Birgisdóttir. (2012, 14. júní). Hverjir eru maóríar og hver er uppruni þeirra? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=17151

Arna Ýr Karelsdóttir, Áróra Bergsdóttir og Sólborg Birgisdóttir. „Hverjir eru maóríar og hver er uppruni þeirra?“ Vísindavefurinn. 14. jún. 2012. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=17151>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hverjir eru maóríar og hver er uppruni þeirra?
Maóríar eru frumbyggjar Nýja-Sjálands. Forfeður þeirra sigldu þangað frá Austur-Pólýnesíu, það er Tahítí, Samóaeyjum og Tonga, seint á 13. öld, eða um 1280. Rannsóknir á þróun tungumála og DNA-rannsóknir sýna fram á uppruna þeirra, en núverandi tungumál þeirra svipar mjög til tungumálsins sem er talað á þeim slóðum.

Fáni maóría, Tino Rangatiratanga-fáninn.

Maóríar voru fyrstu mennirnir til þess að setjast að á Nýja-Sjálandi og byggðu upp sinn eigin menningarheim. Meðal annars þróuðu þeir sitt eigið tungumál, goðafræði og sérstaka listahefð. Samfélag þeirra var þó engan veginn friðsamt, en mikið var um samkeppni og jafnvel harðneskjulegan hernað milli ættbálka.

Á tímum landafunda Evrópumanna á 17. og 18. öld breyttist samfélag maóríanna. Evrópubúar báru sjúkdóma með sér sem stráfelldu marga innfædda þar sem ónæmiskerfi maóríanna réðu ekki við þá. Maóríar misstu einnig mikinn hluta lands síns, sem þeir höfðu hingað til haft út af fyrir sig. Samskipti milli frumbyggjanna og aðkomumannanna voru að mestu friðsamleg en árið 1840 var Waitangi-samningurinn undirritaður af mörgum höfðingjum maóría af norðureyju Nýja-Sjálands auk fulltrúa bresku krúnunnar. Hann fjallaði um að maóríar og evrópskir innflytjendur skyldu lifa í friði sem nýlenda undir bresku krúnunni og veitti maóríum réttindi sem breskir þegnar. Þó fækkaði maóríum ört og þjóðfélagi þeirra hnignaði á þessum tíma. Þeim fór þó aftur að fjölga undir lok 19. aldar.

Nýsjálendingar fanga stuðningi lands síns við yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna um réttindi frumbyggja árið 2010.

Á áttunda áratug 20. aldar kom fram öflug hreyfing sem stóð fyrir mörgum fjölmennum mótmælum til að vekja athygli á málefnum maóría. Mótmælin snerust meðal annars um landareignir, tungumál og kynþáttafordóma. Mótmælendur töldu að mikil landsvæði hefðu verið tekin af maóríum á ólögmætan hátt og kröfðust þess að bætt yrði fyrir það. Einnig börðust þeir fyrir endurreisn tungumáls og menningar maóría en börn þeirra höfðu einungis mátt tala ensku í skólum sínum sem leiddi til þess að kynslóðir maóría ólust upp með litla kunnáttu í tungumáli forfeðra sinna. Árið 1987 var tungumál maóría viðurkennt sem opinbert tungumál á Nýja-Sjálandi og nýsjálensk stjórnvöld hafa unnið í að bæta fyrir sögulega glæpi sína gegn maóríum. Í dag eru um 600.000 maóríar á Nýja-Sjálandi en einnig búa einhverjir í Ástralíu, Bandaríkjunum og Kanada.

Heimildir:

Myndir:
  • Fáni: wikipedia. Sótt 13. 6. 2012.
  • Fagnandi fólk: wikipedia. Ljósmyndari er Broddi Sigurðarson. Sótt 14. 6. 2012.

Spurningin hljóðaði upprunalega svona:
Hverjir eru maóríar? Hvaðan koma þeir, það er hver er uppruni þeirra? Eru þeir ekki eins og við nema með þessa sögu á bak við sig?


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2012....