Eru til stofnanir sem klóna látin heimilisdýr?Svarið við þessari spurningu fer dálítið eftir því hverrar tegundar gæludýrið er. Í raun er afar einfalt að klóna klófroska og kindur, hundar og kettir eru viðráðanlegir en ómögulegt er að klóna skjaldbökur og ranabjöllur. Þeir sem eiga kött eða hund sem þjáist af alvarlegum sjúkdómi geta leitað til fyrirtækja sem sinna klónunarþjónustu en árangurinn er ekki tryggur. Rétt er að taka fram að þessi þjónusta er mjög dýr! Klónun, eða einræktun, felur í sér að búa til nýjan einstakling með sömu erfðasamsetningu og annar einstaklingur (frumgerðin). Nýi einstaklingurinn verður með sama erfðaefni og frumgerðin, rétt eins og eineggja tvíburar. Eineggja tvíburar eru með sama erfðaefni og eru því líkari en venjuleg systkini. En eineggja tvíburar og klónar eru ALDREI nákvæmlega eins, hvorki erfðafræðilega né í svipfari.[1] Klónun er framkvæmd á tilraunastofu með því að fjarlægja kjarna úr eggfrumu og láta líkamsfrumu renna saman við kjarnalausa eggið. Ef eggið virkjast og þroskun hefst getur ný lífvera vaxið. Í tilfelli spendýra þarf að flytja fósturvísinn í staðgöngumóður og bíða meðgönguna eftir fæðingu klónsins. Fyrstu dýrin sem klónuð voru með þessari aðferð voru ígulker, froskar og kindin Dollý. Hestar, hundar og kettir fylgdu fljótt í kjölfarið. Nú bjóða fyrirtæki í Suður-Kóreu og Bandaríkjunum upp á klónun hunda og katta. Fyrir nokkrar milljónir króna taka þeir frumur úr (stundum dauðvona) hundi eða ketti og gera tilraun til að klóna viðkomandi með samskonar aðferð og beitt var þegar Dollý var klónuð.

Gæludýr eru klónuð sem samskonar aðferð og beitt var þegar kindin Dollý varð til. Aðferðin byggir á því að fjarlægja kjarna úr eggi og hvata samruna líkamsfrumu við eggið.
- Hægt er að láta klóna viss gæludýr, til dæmis hunda og ketti.
- Klónar líta ekki eins út og frumgerðin.
- Klónar verða ekki saman persónan og frumgerðin.
- Ástæðurnar eru breytileiki í genum líkamsfruma, umhverfisþáttum og tilviljunin sjálf.
- ^ Sama hversu oft bent er á þetta eina par tvíeggja tvíbura sem dó úr sama sjúkdómi sama daginn. Nær allir hinir eineggja tvíburarnir deyja á mismunandi dögum úr ólíkum sjúkdómum.
- ^ Með suði er átt við að ekki er jafnmikið myndað af öllum prótínum í öllum frumum af sömu gerð sem getur leitt til þess að líffæri virka mismunandi eða vefir þroskast ólíkt.
- Free stock photos - PxHere. (Sótt 4. 9. 2018).
- Dolly clone.svg - Wikimedia Commons. (Sótt 4. 9. 2018).
- Here's how you can clone your pets like Barbra Streisand did | WRAL TechWire. (Sótt 4. 9. 2018).