Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hafa evrópskir eldmaurar fundist á Íslandi?

Marco Mancini og Arnar Pálsson

Úti í heimi finnast nokkrar tegundir svokallaðra eldmaura. Í Evrópu finnst tegundin Myrmica rubra og er hún stundum nefnd evrópskir eldmaurar (e. European fireants eða Common red ants). Útbreiðsla tegundarinnar er aðallega á norðlægum svæðum í Evrópu og austur eftir Asíu[1] en hún hefur dreifst víðar um jörðina með mönnum. Fyrir rúmri öld barst hún til austurstrandar Norður-Ameríku og dreifðist þaðan um meginlandið.[2] Myrmica rubra er ágeng tegund og vegna árásargirni og hversu fjölbreytta fæðu einstaklingar hennar geta nýtt er hún talin ógnun við líffræðilegan breytileika þar sem hún hefur numið land.[3][4] Evrópskir eldmaurar hafa leitt til fækkunar annarra skordýra í Bandaríkjunum[5], og vitað er að þeir hafa aukið dánartíðni mávaunga í hreiðrum.[6] Maurar af tegundinni Myrmica rubra eru með brodd sem gerir þeim kleift að særa dýr, þar á meðal menn.

Mynd 1: Þerna evrópsks eldmaurs (Myrmica rubra) bítur og stingur hönd rannsakanda, sumarið 2021. Myndina tók Marco Mancini og hún birtist fyrst í grein í Náttúrufræðingnum.

Maurar af ættinni Myrmica hafa fundist hérlendis og eru í gögnum Náttúrufræðistofnunar Íslands en þau sýni hafa ekki verið greind til tegunda. Síðla í apríl 2021 var tilkynnt um stórt bú maura á svæði 105 í Reykjavík. Eins og lýst er í grein í Náttúrufræðingnum kom í ljós að um evrópska eldmaura væri að ræða.[7] Á vettvangi voru um það bil 1.000 maurar á vafri í garði við hús. Við gröft fundust tvö bú, hvort með lifandi og líklega verpandi drottningu. Búin voru tekin og jarðvegurinn sigtaður og maurum safnað. Metið var að í heild hefðu verið um 5.000 maurar í garðinum. Eftir á var mauraeitur notað á garðinn og vöktun benti til að búin hafi verið upprætt.

Maurnarnir voru greindir út frá svipfari, byggingu útlima og líkama, en einnig með samanburði á erfðaefni (hluta af CO1-geni hvatberans). Erfðagreining benti til að eldmaurarnir hefðu borist frá miðhluta Evrópu, þar sem fullkomin samsvörun var í röðinni og sýni frá þorpinu Rimpar í nágrenni Würzburg í Bæjaralandi.[8]

Mynd 2: Þernur Myrmica rubra nærast á mjölormi í garði í Reykjavík sumarið 2021. Myndina tók Marco Mancini.

Ekki er loku fyrir það skotið að önnur bú evrópskra eldmaura finnist hérlendis. Mælt er með útrýmingu þeirra búa sem finnast því evrópskir eldmaurar eru fjarska hvimleiðir, þeir stinga fólk og tekur það húðina viku eða lengur að jafna sig.

Líklegast þykir að eldmaurarnir hafi borist hingað til lands með pottaplöntum eða öðru tengdu garðrækt.[9] Á Íslandi eru ekki strangar kröfur um einangrun innfluttra plantna og margt bendir til að nokkrar tegundir maura hafi borist hingað með þeim hætti.

Drottning evrópskra eldmaura (fyrir miðju á myndinni, með stærsta afturbúkinn) umlukin þernum. Myndina tók Marco Mancini, á rannsóknarstofu Líffræðistofnunar Háskóla Íslands árið 2022.

Tilvísanir:
  1. ^ Seifert, B. (2018). The Ants of Central and North Europe. Lutra.
  2. ^ Wetterer, J. K. & Radchenko, A. G. (2011). Worldwide spread of the ruby ant, Myrmica rubra (Hymenoptera: Formicidae). Myrmecological News, 14, 87–96.
  3. ^ Groden, E., Drummond, F. A., Garnas, J. & Franceour, A. (2005). Distribution of an Invasive Ant, Myrmica rubra (Hymenoptera: Formicidae), in Maine. Journal of Economic Entomology, 98(6), 1774–1784.
  4. ^ Global Invasive Species Group. (2023) Species profile: Myrmica rubra. (Sótt 17.1.2023)
  5. ^ Groden, E. o.fl. (2005).
  6. ^ DeFisher, L. E. & Bonter, D. N. (2013). Effects of Invasive European Fire Ants (Myrmica rubra) on Herring Gull (Larus argentatus) Reproduction. PLoS ONE, 8(5): e64185.
  7. ^ Marco Mancini, Andreas Guðmundsson Gähwiller og Arnar Pálsson. (2022). Evrópskir eldmaurar (Myrmica rubra) á Íslandi. Náttúrufræðingurinn 92 (1–2) bls. 32–39.
  8. ^ Marco Mancini, Andreas Guðmundsson Gähwiller og Arnar Pálsson. (2022).
  9. ^ Klotz, J., Hansen, L., Pospischil, R. & Rust, M. (2008). Urban Ants of North America and Europe. Identification, Biology and Management. Cornell University Press.


Spurningu Högna er svarað hér að hluta, en hún var: Hvað getið þið sagt mér um eldmaura (e. red fire ants)?

Höfundar

Marco Mancini

meistaranemi í líffræði við HÍ

Arnar Pálsson

erfðafræðingur og prófessor í lífupplýsingafræði við HÍ

Útgáfudagur

15.3.2023

Spyrjandi

Högni Þorsteinsson

Tilvísun

Marco Mancini og Arnar Pálsson. „Hafa evrópskir eldmaurar fundist á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 15. mars 2023, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=12687.

Marco Mancini og Arnar Pálsson. (2023, 15. mars). Hafa evrópskir eldmaurar fundist á Íslandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=12687

Marco Mancini og Arnar Pálsson. „Hafa evrópskir eldmaurar fundist á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 15. mar. 2023. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=12687>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hafa evrópskir eldmaurar fundist á Íslandi?
Úti í heimi finnast nokkrar tegundir svokallaðra eldmaura. Í Evrópu finnst tegundin Myrmica rubra og er hún stundum nefnd evrópskir eldmaurar (e. European fireants eða Common red ants). Útbreiðsla tegundarinnar er aðallega á norðlægum svæðum í Evrópu og austur eftir Asíu[1] en hún hefur dreifst víðar um jörðina með mönnum. Fyrir rúmri öld barst hún til austurstrandar Norður-Ameríku og dreifðist þaðan um meginlandið.[2] Myrmica rubra er ágeng tegund og vegna árásargirni og hversu fjölbreytta fæðu einstaklingar hennar geta nýtt er hún talin ógnun við líffræðilegan breytileika þar sem hún hefur numið land.[3][4] Evrópskir eldmaurar hafa leitt til fækkunar annarra skordýra í Bandaríkjunum[5], og vitað er að þeir hafa aukið dánartíðni mávaunga í hreiðrum.[6] Maurar af tegundinni Myrmica rubra eru með brodd sem gerir þeim kleift að særa dýr, þar á meðal menn.

Mynd 1: Þerna evrópsks eldmaurs (Myrmica rubra) bítur og stingur hönd rannsakanda, sumarið 2021. Myndina tók Marco Mancini og hún birtist fyrst í grein í Náttúrufræðingnum.

Maurar af ættinni Myrmica hafa fundist hérlendis og eru í gögnum Náttúrufræðistofnunar Íslands en þau sýni hafa ekki verið greind til tegunda. Síðla í apríl 2021 var tilkynnt um stórt bú maura á svæði 105 í Reykjavík. Eins og lýst er í grein í Náttúrufræðingnum kom í ljós að um evrópska eldmaura væri að ræða.[7] Á vettvangi voru um það bil 1.000 maurar á vafri í garði við hús. Við gröft fundust tvö bú, hvort með lifandi og líklega verpandi drottningu. Búin voru tekin og jarðvegurinn sigtaður og maurum safnað. Metið var að í heild hefðu verið um 5.000 maurar í garðinum. Eftir á var mauraeitur notað á garðinn og vöktun benti til að búin hafi verið upprætt.

Maurnarnir voru greindir út frá svipfari, byggingu útlima og líkama, en einnig með samanburði á erfðaefni (hluta af CO1-geni hvatberans). Erfðagreining benti til að eldmaurarnir hefðu borist frá miðhluta Evrópu, þar sem fullkomin samsvörun var í röðinni og sýni frá þorpinu Rimpar í nágrenni Würzburg í Bæjaralandi.[8]

Mynd 2: Þernur Myrmica rubra nærast á mjölormi í garði í Reykjavík sumarið 2021. Myndina tók Marco Mancini.

Ekki er loku fyrir það skotið að önnur bú evrópskra eldmaura finnist hérlendis. Mælt er með útrýmingu þeirra búa sem finnast því evrópskir eldmaurar eru fjarska hvimleiðir, þeir stinga fólk og tekur það húðina viku eða lengur að jafna sig.

Líklegast þykir að eldmaurarnir hafi borist hingað til lands með pottaplöntum eða öðru tengdu garðrækt.[9] Á Íslandi eru ekki strangar kröfur um einangrun innfluttra plantna og margt bendir til að nokkrar tegundir maura hafi borist hingað með þeim hætti.

Drottning evrópskra eldmaura (fyrir miðju á myndinni, með stærsta afturbúkinn) umlukin þernum. Myndina tók Marco Mancini, á rannsóknarstofu Líffræðistofnunar Háskóla Íslands árið 2022.

Tilvísanir:
  1. ^ Seifert, B. (2018). The Ants of Central and North Europe. Lutra.
  2. ^ Wetterer, J. K. & Radchenko, A. G. (2011). Worldwide spread of the ruby ant, Myrmica rubra (Hymenoptera: Formicidae). Myrmecological News, 14, 87–96.
  3. ^ Groden, E., Drummond, F. A., Garnas, J. & Franceour, A. (2005). Distribution of an Invasive Ant, Myrmica rubra (Hymenoptera: Formicidae), in Maine. Journal of Economic Entomology, 98(6), 1774–1784.
  4. ^ Global Invasive Species Group. (2023) Species profile: Myrmica rubra. (Sótt 17.1.2023)
  5. ^ Groden, E. o.fl. (2005).
  6. ^ DeFisher, L. E. & Bonter, D. N. (2013). Effects of Invasive European Fire Ants (Myrmica rubra) on Herring Gull (Larus argentatus) Reproduction. PLoS ONE, 8(5): e64185.
  7. ^ Marco Mancini, Andreas Guðmundsson Gähwiller og Arnar Pálsson. (2022). Evrópskir eldmaurar (Myrmica rubra) á Íslandi. Náttúrufræðingurinn 92 (1–2) bls. 32–39.
  8. ^ Marco Mancini, Andreas Guðmundsson Gähwiller og Arnar Pálsson. (2022).
  9. ^ Klotz, J., Hansen, L., Pospischil, R. & Rust, M. (2008). Urban Ants of North America and Europe. Identification, Biology and Management. Cornell University Press.


Spurningu Högna er svarað hér að hluta, en hún var: Hvað getið þið sagt mér um eldmaura (e. red fire ants)?...