Sólin Sólin Rís 10:54 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:02 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:45 • Síðdegis: 14:25 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:54 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:02 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:45 • Síðdegis: 14:25 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er stærsta bygging í heimi stór?

EDS

Gert er ráð fyrir því að spyrjendur vilji vita um hæstu byggingu í heimi en það er mismunandi hvað lagt er til grundvallar þegar ákvarða á hæð bygginga, og þar með að úrskurða hver sé hæsta bygging í heimi. Alþjóðleg samtök um háar byggingar (Council on Tall Buildings and Urban Habitat - CTBUH) benda á þrjár leiðir til að skilgreina hæðina:
  1. Hæð byggingarvirkisins (e. height to architectural top). Þar með taldar eru spírur sem eru hluti byggingarinnar en ekki loftnet eða annar búnaður sem hægt er að fjarlægja án þess að það hafi áhrif á útlit mannvirkisins. Þetta er algengasta viðmiðið.
  2. Hæsta mannaða hæð (e. height to highest occupied floor)
  3. Hæsti punktur byggingarinnar (e. height to tip). Þá teljast með loftnet, stangir eða aðrir aukahlutir sem ekki eru óaðskiljanlegir hluti af byggingunni sjálfri.

Algengast er að nota fyrsta viðmiðið og er stuðst við það í þessu svari.

Þegar þessari spurningu var svarað á Vísindavefnum árið 2008 var Taipei 101 í Taívan almennt talin vera hæsta bygging heims enda var hún hæst miðað við fyrstu tvö viðmiðin hér að ofan, alls 508 metra há. Þegar þetta er skrifað í október 2019 er listinn yfir hæstu byggingar heims hins vegar töluvert breyttur og Taipei 101 er komin í 10. sæti samkvæmt lista Skyscraper Center sem er gagnabanki CTBUH.

Fimm hæstu byggingar í heimi.

Frá árinu 2010 hefur Burj Khalifa-turninn í Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum verið hæsta bygging heims en turninn er alls 828 metra hár. Önnur hæsta bygging heims er Sjanghaí-turninn í Kína en hann skagar 632 metra upp í loftið. Byggingu hans lauk árið 2015. Í þriðja sæti er svo Makkah Royal-klukkuturninn í Mekka í Sádi-Arabíu sem er 601 metri á hæð. Turninn er hluti af byggingu sem gengur undir heitinu Abraj Al Bait og lauk byggingu hans árið 2012.

Þetta eru einu þrjár byggingar í heimi sem ná yfir 600 m hæð árið 2019. Hins vegar eru að minnsta kosti þrír turnar í byggingu eða á teikniborðinu sem munu ná þessu 600 metra marki þegar þeir verða tilbúnir. Í fyrsta lagi er það Merdeka-turninn í Kuala Lumpur í Malasíu sem verður 644 m en byggingu hans á að vera lokið 2021. Í öðru lagi Tower M sem fyrirhugaður er í Kuala Lumpur og á að verða 700 m. Síðast en ekki síst er það svo Jeddah-turninn í borginni Jeddah í Sádi-Arabíu sem gert er ráð fyrir að verði alla vega 1000 m hár. Bygging hans hófst árið 2013 en ekki er ljóst hvenær henni verður lokið.

Burj Khalifa í Dúbaí er hæsta bygging í heimi, 828 m.

Eins og fall Taipei 101 úr fyrsta sæti í það 10. á rétt um áratug gefur til kynna hafa margar stórar byggingar risið síðustu ár. Af 50 hæstu byggingum heims eru einungis níu frá síðustu öld, sjö sem lokið var við á fyrsta áratug 21. aldar og 34 sem voru fullkláraðar á tímabilinu 2010-2019. Það er líka athyglisvert að skoða landfræðilega dreifingu þessara háhýsa. Öldum saman voru hæstu byggingar heims kirkjur í Evrópu. Fyrsti eiginlegi skýjakljúfurinn var byggður í Chicago á árunum 1884-1885 og markaði það upphaf forystu Bandaríkjanna í byggingu hárra húsa. Nánast alla 20. öldina voru hæstu byggingar heims í Bandaríkjunum eða allt þar til byggingu Petronas-turnanna í Malasíu lauk árið 1998. Síðan þá hafa Kína, Mið-Austurlönd og ríki í Suðaustur-Asíu tekið forystuna. Nú eru 18 af 50 hæstu byggingum heims í Kína og 13 í Sameinuðu arabísku furstadæmunum en aðeins sjö í Bandaríkjunum.

Þeir sem vilja fræðast meira um hæstu hús heims ættu að skoða síðuna Skyscraper Center þar sem bæði er hægt að kalla fram ýmiskonar lista og skoða tölulegar upplýsingar um byggingarnar.

Heimild:

Höfundur

Útgáfudagur

17.10.2019

Síðast uppfært

21.10.2019

Spyrjandi

Jón Frímann Jónsson, Skúli Vignisson, Hjörtur Páll Elísson, Tryggvi Már Elísson

Tilvísun

EDS. „Hvað er stærsta bygging í heimi stór?“ Vísindavefurinn, 17. október 2019, sótt 4. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7316.

EDS. (2019, 17. október). Hvað er stærsta bygging í heimi stór? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7316

EDS. „Hvað er stærsta bygging í heimi stór?“ Vísindavefurinn. 17. okt. 2019. Vefsíða. 4. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7316>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er stærsta bygging í heimi stór?
Gert er ráð fyrir því að spyrjendur vilji vita um hæstu byggingu í heimi en það er mismunandi hvað lagt er til grundvallar þegar ákvarða á hæð bygginga, og þar með að úrskurða hver sé hæsta bygging í heimi. Alþjóðleg samtök um háar byggingar (Council on Tall Buildings and Urban Habitat - CTBUH) benda á þrjár leiðir til að skilgreina hæðina:

  1. Hæð byggingarvirkisins (e. height to architectural top). Þar með taldar eru spírur sem eru hluti byggingarinnar en ekki loftnet eða annar búnaður sem hægt er að fjarlægja án þess að það hafi áhrif á útlit mannvirkisins. Þetta er algengasta viðmiðið.
  2. Hæsta mannaða hæð (e. height to highest occupied floor)
  3. Hæsti punktur byggingarinnar (e. height to tip). Þá teljast með loftnet, stangir eða aðrir aukahlutir sem ekki eru óaðskiljanlegir hluti af byggingunni sjálfri.

Algengast er að nota fyrsta viðmiðið og er stuðst við það í þessu svari.

Þegar þessari spurningu var svarað á Vísindavefnum árið 2008 var Taipei 101 í Taívan almennt talin vera hæsta bygging heims enda var hún hæst miðað við fyrstu tvö viðmiðin hér að ofan, alls 508 metra há. Þegar þetta er skrifað í október 2019 er listinn yfir hæstu byggingar heims hins vegar töluvert breyttur og Taipei 101 er komin í 10. sæti samkvæmt lista Skyscraper Center sem er gagnabanki CTBUH.

Fimm hæstu byggingar í heimi.

Frá árinu 2010 hefur Burj Khalifa-turninn í Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum verið hæsta bygging heims en turninn er alls 828 metra hár. Önnur hæsta bygging heims er Sjanghaí-turninn í Kína en hann skagar 632 metra upp í loftið. Byggingu hans lauk árið 2015. Í þriðja sæti er svo Makkah Royal-klukkuturninn í Mekka í Sádi-Arabíu sem er 601 metri á hæð. Turninn er hluti af byggingu sem gengur undir heitinu Abraj Al Bait og lauk byggingu hans árið 2012.

Þetta eru einu þrjár byggingar í heimi sem ná yfir 600 m hæð árið 2019. Hins vegar eru að minnsta kosti þrír turnar í byggingu eða á teikniborðinu sem munu ná þessu 600 metra marki þegar þeir verða tilbúnir. Í fyrsta lagi er það Merdeka-turninn í Kuala Lumpur í Malasíu sem verður 644 m en byggingu hans á að vera lokið 2021. Í öðru lagi Tower M sem fyrirhugaður er í Kuala Lumpur og á að verða 700 m. Síðast en ekki síst er það svo Jeddah-turninn í borginni Jeddah í Sádi-Arabíu sem gert er ráð fyrir að verði alla vega 1000 m hár. Bygging hans hófst árið 2013 en ekki er ljóst hvenær henni verður lokið.

Burj Khalifa í Dúbaí er hæsta bygging í heimi, 828 m.

Eins og fall Taipei 101 úr fyrsta sæti í það 10. á rétt um áratug gefur til kynna hafa margar stórar byggingar risið síðustu ár. Af 50 hæstu byggingum heims eru einungis níu frá síðustu öld, sjö sem lokið var við á fyrsta áratug 21. aldar og 34 sem voru fullkláraðar á tímabilinu 2010-2019. Það er líka athyglisvert að skoða landfræðilega dreifingu þessara háhýsa. Öldum saman voru hæstu byggingar heims kirkjur í Evrópu. Fyrsti eiginlegi skýjakljúfurinn var byggður í Chicago á árunum 1884-1885 og markaði það upphaf forystu Bandaríkjanna í byggingu hárra húsa. Nánast alla 20. öldina voru hæstu byggingar heims í Bandaríkjunum eða allt þar til byggingu Petronas-turnanna í Malasíu lauk árið 1998. Síðan þá hafa Kína, Mið-Austurlönd og ríki í Suðaustur-Asíu tekið forystuna. Nú eru 18 af 50 hæstu byggingum heims í Kína og 13 í Sameinuðu arabísku furstadæmunum en aðeins sjö í Bandaríkjunum.

Þeir sem vilja fræðast meira um hæstu hús heims ættu að skoða síðuna Skyscraper Center þar sem bæði er hægt að kalla fram ýmiskonar lista og skoða tölulegar upplýsingar um byggingarnar.

Heimild:

...