Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er hríðarbylur?

Trausti Jónsson

Mikil áraskipti eru í tíðni hríðarveðra á landinu og mikill breytileiki er eftir landshlutum, eins og þeir sem ferðast á vegum landsins að vetrarlagi vita. Miklu meira er um slík veður á Kjalarnesi eða í Svínahrauni heldur en í Reykjavík. Og í flestum landshlutum má finna fáeina staði á þjóðvegum sem eru miklu verri hvað hríðarveður varðar en annars gerist í nágrenninu.

Veðurstofan hefur aldrei tekið upp ákveðna skilgreiningu á hríðarveðri, ólíkt því sem gert hefur verið víða annars staðar, til dæmis í Norður-Ameríku og á Bretlandseyjum. Skilgreiningar af þessu tagi geta verið mjög gagnlegar, bæði vegna aðvarana og tryggingaskilmála, auk almenns eftirlits með veðurfari og veðurfarsbreytingum.

Í Kanada skilgreina menn hríðarbyl (e. blizzard) þannig að vindhraði sé meiri en 40 km/klst (11 m/s), skyggni innan við 1 km og vindkælihiti undir -25°C. Af lágmarksvindhraðanum má ráða að hitaviðmið á mæli sé um -12°C. Þetta ástand verður að standa í að minnsta kosti 4 klukkustundir. Veður af þessu tagi eru mjög sjaldgæf í byggð hér á landi.



Þetta er ekki óalgeng sjón eftir hríðarbyl.

Bandaríska skilgreiningin er sú að í hríðarveðri sé vindhraði meiri en 15,5 m/s, skyggni sé fjórðungur úr mílu eða minna (400 m) og að það sé skafrenningur eða mikil snjókoma sem takmarkar skyggnið. Í eldri skilgreiningu er að auki miðað við að hiti sé lægri en -7°C. Bandarískir hríðarbyljir eru því algengari hér á landi heldur en kanadískir.

Í Bretlandi er miðað við 13,3 m/s, að skyggni sé innan við 200 m og að það sé meðalmikil eða mikil snjókoma sem takmarki skyggnið. Hita er ekki getið.

Hér á landi hafa veðurathuganir verið gerðar eftir nánast sama vindhraða-, skyggnis- og veðurflokkunarlykli frá og með 1949, eða í nærri 60 ár. Athuganir frá Reykjavík, Akureyri og fáeinum öðrum stöðum eru til á 3 klukkustunda fresti allt þetta tímabil. Þó ekki sé til formleg skilgreining á hríðarbyljum hefur það venjulega verið talið sem bylur ef skyggni er minna en 800 metrar í veðurathugun, vindhraði meiri en 5 m/s og hiti lægri en 1,5 stig.

Snjókoma og hríð valda vandræðum í miklu fleiri tilvikum en þeim sem falla innan skilgreininganna hér að ofan, bæði hér á landi og annars staðar. Þar sem umferð er þétt þarf tiltölulega litla snjókomu eða skafrenning til að erfiðleikar láti á sér kræla.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Mynd: University of Colorado

Þetta svar er unnið upp úr grein af vef Veðurstofu Íslands og birtist hér með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

Trausti Jónsson

veðurfræðingur

Útgáfudagur

8.2.2008

Spyrjandi

N.N.

Tilvísun

Trausti Jónsson. „Hvað er hríðarbylur?“ Vísindavefurinn, 8. febrúar 2008, sótt 22. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7058.

Trausti Jónsson. (2008, 8. febrúar). Hvað er hríðarbylur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7058

Trausti Jónsson. „Hvað er hríðarbylur?“ Vísindavefurinn. 8. feb. 2008. Vefsíða. 22. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7058>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er hríðarbylur?
Mikil áraskipti eru í tíðni hríðarveðra á landinu og mikill breytileiki er eftir landshlutum, eins og þeir sem ferðast á vegum landsins að vetrarlagi vita. Miklu meira er um slík veður á Kjalarnesi eða í Svínahrauni heldur en í Reykjavík. Og í flestum landshlutum má finna fáeina staði á þjóðvegum sem eru miklu verri hvað hríðarveður varðar en annars gerist í nágrenninu.

Veðurstofan hefur aldrei tekið upp ákveðna skilgreiningu á hríðarveðri, ólíkt því sem gert hefur verið víða annars staðar, til dæmis í Norður-Ameríku og á Bretlandseyjum. Skilgreiningar af þessu tagi geta verið mjög gagnlegar, bæði vegna aðvarana og tryggingaskilmála, auk almenns eftirlits með veðurfari og veðurfarsbreytingum.

Í Kanada skilgreina menn hríðarbyl (e. blizzard) þannig að vindhraði sé meiri en 40 km/klst (11 m/s), skyggni innan við 1 km og vindkælihiti undir -25°C. Af lágmarksvindhraðanum má ráða að hitaviðmið á mæli sé um -12°C. Þetta ástand verður að standa í að minnsta kosti 4 klukkustundir. Veður af þessu tagi eru mjög sjaldgæf í byggð hér á landi.



Þetta er ekki óalgeng sjón eftir hríðarbyl.

Bandaríska skilgreiningin er sú að í hríðarveðri sé vindhraði meiri en 15,5 m/s, skyggni sé fjórðungur úr mílu eða minna (400 m) og að það sé skafrenningur eða mikil snjókoma sem takmarkar skyggnið. Í eldri skilgreiningu er að auki miðað við að hiti sé lægri en -7°C. Bandarískir hríðarbyljir eru því algengari hér á landi heldur en kanadískir.

Í Bretlandi er miðað við 13,3 m/s, að skyggni sé innan við 200 m og að það sé meðalmikil eða mikil snjókoma sem takmarki skyggnið. Hita er ekki getið.

Hér á landi hafa veðurathuganir verið gerðar eftir nánast sama vindhraða-, skyggnis- og veðurflokkunarlykli frá og með 1949, eða í nærri 60 ár. Athuganir frá Reykjavík, Akureyri og fáeinum öðrum stöðum eru til á 3 klukkustunda fresti allt þetta tímabil. Þó ekki sé til formleg skilgreining á hríðarbyljum hefur það venjulega verið talið sem bylur ef skyggni er minna en 800 metrar í veðurathugun, vindhraði meiri en 5 m/s og hiti lægri en 1,5 stig.

Snjókoma og hríð valda vandræðum í miklu fleiri tilvikum en þeim sem falla innan skilgreininganna hér að ofan, bæði hér á landi og annars staðar. Þar sem umferð er þétt þarf tiltölulega litla snjókomu eða skafrenning til að erfiðleikar láti á sér kræla.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Mynd: University of Colorado

Þetta svar er unnið upp úr grein af vef Veðurstofu Íslands og birtist hér með góðfúslegu leyfi....