Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaðan kemur orðatiltækið "sorrý Stína"?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Óvíst er um uppruna orðasambandsins "sorrý Stína". Flestir, sem undirrituð hefur talað við, segjast ekki hafa heyrt það lengi þótt þeir kannist vel við það og hafi þekkt það í allnokkra áratugi.

Sumir geta sér þess til að rekja megi orðasambandið aftur til stríðsáranna. Sú saga virðist vel þekkt að hermaður hafi á 6. áratugnum boðið stúlku upp í dans á balli. Hann steig óvart á tærnar á henni og sagði: "Sorrý". Hún hélt að hann væri að spyrja hana að heiti og svaraði: "Stína". Öðrum þótti þetta fyndið og orðatiltækið var tekið upp í almennri notkun. Sagan er góð og sannleikskorn er sjálfsagt í henni.


Sumir telja að hermaður hafi beðið stúlkuna Stínu afsökunar og að þaðan sé orðasambandið "sorrý Stína" upprunnið.

Orðasambandið virðist helst notað þegar verið er að biðjast afsökunar á einhverju í fremur kæruleysislegum tón. Þetta er gert burtséð frá því hvort nokkur Stína sé viðstödd og án þess að mikil alvara búi að baki afsökunarbeiðninni. Jafnt er hægt að segja "sorrý Stína" við karl og konu.

Frekara lesefni á Vísindavefnum: Er afsökun möguleg? eftir Eyju Margréti Brynjarsdóttur.

Mynd: Jerry Pierce. Flickr.com. Myndin er birt undir Creative Commons leyfi.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

17.1.2007

Spyrjandi

Bergný Baldursdóttir, Ingvar Alfreðsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur orðatiltækið "sorrý Stína"?“ Vísindavefurinn, 17. janúar 2007, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6470.

Guðrún Kvaran. (2007, 17. janúar). Hvaðan kemur orðatiltækið "sorrý Stína"? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6470

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur orðatiltækið "sorrý Stína"?“ Vísindavefurinn. 17. jan. 2007. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6470>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaðan kemur orðatiltækið "sorrý Stína"?
Óvíst er um uppruna orðasambandsins "sorrý Stína". Flestir, sem undirrituð hefur talað við, segjast ekki hafa heyrt það lengi þótt þeir kannist vel við það og hafi þekkt það í allnokkra áratugi.

Sumir geta sér þess til að rekja megi orðasambandið aftur til stríðsáranna. Sú saga virðist vel þekkt að hermaður hafi á 6. áratugnum boðið stúlku upp í dans á balli. Hann steig óvart á tærnar á henni og sagði: "Sorrý". Hún hélt að hann væri að spyrja hana að heiti og svaraði: "Stína". Öðrum þótti þetta fyndið og orðatiltækið var tekið upp í almennri notkun. Sagan er góð og sannleikskorn er sjálfsagt í henni.


Sumir telja að hermaður hafi beðið stúlkuna Stínu afsökunar og að þaðan sé orðasambandið "sorrý Stína" upprunnið.

Orðasambandið virðist helst notað þegar verið er að biðjast afsökunar á einhverju í fremur kæruleysislegum tón. Þetta er gert burtséð frá því hvort nokkur Stína sé viðstödd og án þess að mikil alvara búi að baki afsökunarbeiðninni. Jafnt er hægt að segja "sorrý Stína" við karl og konu.

Frekara lesefni á Vísindavefnum: Er afsökun möguleg? eftir Eyju Margréti Brynjarsdóttur.

Mynd: Jerry Pierce. Flickr.com. Myndin er birt undir Creative Commons leyfi....