Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvort skal segja hamborgarhryggur eða hamborgarahryggur?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Orðið hamborgarhryggur sem notað er um reykt svínakjöt barst að öllum líkindum í íslensku úr dönsku. Danir kalla slíkt kjöt hamburgerryg eða hamborgerryg.

Fyrri hluti danska orðsins, 'hamburger-', er í rauninni tvíræður og gæti frá sjónarmiði málfræðinnar þýtt hvort sem er 'hamborgar-' eða 'hamborgara-'. Lítill vafi er þó á því að átt er við fyrri merkinguna og að réttara eða eðlilegra er að tala um 'hamborgarhrygg' á íslensku. Fyrri liðurinn er sóttur til borgarheitisins Hamborgar í Norður-Þýskalandi og merkir því orðið bókstaflega 'hryggur frá Hamborg'. Þjóðverjar borða gjarnan slíkt kjöt og Danir hafa hugsanlega tekið vinnsluaðferðina upp eftir þeim. Í Þýskalandi er kjötið þó ekki kennt við Hamborg heldur borgina Kassel í sambandsríkinu Hessen og kallað Kasseler, það er 'frá Kassel'.

Sjá einnig:

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

12.1.2007

Spyrjandi

Guðlaug Birna Björnsdóttir
Björn Sighvatsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvort skal segja hamborgarhryggur eða hamborgarahryggur?“ Vísindavefurinn, 12. janúar 2007, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6463.

Guðrún Kvaran. (2007, 12. janúar). Hvort skal segja hamborgarhryggur eða hamborgarahryggur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6463

Guðrún Kvaran. „Hvort skal segja hamborgarhryggur eða hamborgarahryggur?“ Vísindavefurinn. 12. jan. 2007. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6463>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvort skal segja hamborgarhryggur eða hamborgarahryggur?
Orðið hamborgarhryggur sem notað er um reykt svínakjöt barst að öllum líkindum í íslensku úr dönsku. Danir kalla slíkt kjöt hamburgerryg eða hamborgerryg.

Fyrri hluti danska orðsins, 'hamburger-', er í rauninni tvíræður og gæti frá sjónarmiði málfræðinnar þýtt hvort sem er 'hamborgar-' eða 'hamborgara-'. Lítill vafi er þó á því að átt er við fyrri merkinguna og að réttara eða eðlilegra er að tala um 'hamborgarhrygg' á íslensku. Fyrri liðurinn er sóttur til borgarheitisins Hamborgar í Norður-Þýskalandi og merkir því orðið bókstaflega 'hryggur frá Hamborg'. Þjóðverjar borða gjarnan slíkt kjöt og Danir hafa hugsanlega tekið vinnsluaðferðina upp eftir þeim. Í Þýskalandi er kjötið þó ekki kennt við Hamborg heldur borgina Kassel í sambandsríkinu Hessen og kallað Kasseler, það er 'frá Kassel'.

Sjá einnig:

Mynd:

...