Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvers vegna er munur á þykkt hægri og vinstri hjartaveggjar?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Veggir hjartans eru gerðir úr þremur meginlögum. Mest fer fyrir miðlaginu sem er hjartavöðvinn (e. myocardium). Hann er gerður úr sérstökum hjartavöðvavef. Utan um hjartavöðvann er þunn hjartahimna (e. epicardium) gerð úr bandvef og fituvef. Fyrir innan hjartavöðvann er örþunnt og slétt hjartaþelið (e. endocardium) sem er gert úr innþekjufrumum. Þessar frumur þekja ekki aðeins hjartahólfin að innan heldur einnig hjarta- og æðalokur og allar æðar blóðrásarkerfisins.

Hjartað er svo umlukið poka sem kallast gollurshús (e. pericardium) og er mjög sterk en sveigjanleg himna sem ver hjartað, en er ekki beint tengd við hjartavegginn. Gollurshúsið er gert úr tveimur himnulögum og í bilinu á milli þeirra er vökvi sem virkar sem smurning við samdrátt hjartans. Gollurshúsbólga (e. pericarditis) er sjúkdómur sem stafar af sýkingu í þessum trefjakennda poka.



Munur á þykkt hjartaveggjar í mismunandi hólfum hjartans stafar af mismunandi þykkt hjartavöðva, sem rekja má til ólíkra hlutverka hólfanna. Efri hjartahólfin tvö heita gáttir og veggir þeirra eru svipaðir að þykkt enda er hlutverk þeirra hið sama; að koma blóðinu í neðri hjartahólfin. Það er aftur á móti þó nokkur munur á þykkt veggja neðri hólfanna, sem kallast hvolf eða sleglar, enda munur á því hvert blóðinu er dælt úr hægra hvolfi annars vegar og því vinstra hins vegar.

Úr hægra hvolfi fer blóðið út í lungnaslagæðar sem flytja það í lungun þar sem loftskipti fara fram. Frá vinstra hvolfi berst blóðið hins vegar mun lengri leið, en þaðan fer það í ósæðina sem kvíslast í minni og minni slagæðar sem flytja blóðið til allra hluta líkamans. Það er því eðlilegt að veggur vinstra hvolfsins sé þykkari en veggur þess hægra, þar sem það þarf meiri vöðvamassa til að koma blóðinu lengri leið.

Nánar er fjallað um hjartað og blóðrásina í öðrum svörum á Vísindavefnum, til dæmis:

Heimild og mynd:

Frekari upplýsingar má finna með því að nota leitarvél Vísindavefsins eða með því að smella á efnisorðin hér fyrir neðan.

Höfundur

Útgáfudagur

13.6.2006

Spyrjandi

Edda Hall

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvers vegna er munur á þykkt hægri og vinstri hjartaveggjar?“ Vísindavefurinn, 13. júní 2006. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6011.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2006, 13. júní). Hvers vegna er munur á þykkt hægri og vinstri hjartaveggjar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6011

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvers vegna er munur á þykkt hægri og vinstri hjartaveggjar?“ Vísindavefurinn. 13. jún. 2006. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6011>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna er munur á þykkt hægri og vinstri hjartaveggjar?
Veggir hjartans eru gerðir úr þremur meginlögum. Mest fer fyrir miðlaginu sem er hjartavöðvinn (e. myocardium). Hann er gerður úr sérstökum hjartavöðvavef. Utan um hjartavöðvann er þunn hjartahimna (e. epicardium) gerð úr bandvef og fituvef. Fyrir innan hjartavöðvann er örþunnt og slétt hjartaþelið (e. endocardium) sem er gert úr innþekjufrumum. Þessar frumur þekja ekki aðeins hjartahólfin að innan heldur einnig hjarta- og æðalokur og allar æðar blóðrásarkerfisins.

Hjartað er svo umlukið poka sem kallast gollurshús (e. pericardium) og er mjög sterk en sveigjanleg himna sem ver hjartað, en er ekki beint tengd við hjartavegginn. Gollurshúsið er gert úr tveimur himnulögum og í bilinu á milli þeirra er vökvi sem virkar sem smurning við samdrátt hjartans. Gollurshúsbólga (e. pericarditis) er sjúkdómur sem stafar af sýkingu í þessum trefjakennda poka.



Munur á þykkt hjartaveggjar í mismunandi hólfum hjartans stafar af mismunandi þykkt hjartavöðva, sem rekja má til ólíkra hlutverka hólfanna. Efri hjartahólfin tvö heita gáttir og veggir þeirra eru svipaðir að þykkt enda er hlutverk þeirra hið sama; að koma blóðinu í neðri hjartahólfin. Það er aftur á móti þó nokkur munur á þykkt veggja neðri hólfanna, sem kallast hvolf eða sleglar, enda munur á því hvert blóðinu er dælt úr hægra hvolfi annars vegar og því vinstra hins vegar.

Úr hægra hvolfi fer blóðið út í lungnaslagæðar sem flytja það í lungun þar sem loftskipti fara fram. Frá vinstra hvolfi berst blóðið hins vegar mun lengri leið, en þaðan fer það í ósæðina sem kvíslast í minni og minni slagæðar sem flytja blóðið til allra hluta líkamans. Það er því eðlilegt að veggur vinstra hvolfsins sé þykkari en veggur þess hægra, þar sem það þarf meiri vöðvamassa til að koma blóðinu lengri leið.

Nánar er fjallað um hjartað og blóðrásina í öðrum svörum á Vísindavefnum, til dæmis:

Heimild og mynd:

Frekari upplýsingar má finna með því að nota leitarvél Vísindavefsins eða með því að smella á efnisorðin hér fyrir neðan....