Breytist helmingunartími geislavirkra efna eftir hitastigi? Er til dæmis munur á geislun frá 1 g af brennandi úran-salla og 1 g af úrani við staðalaðstæður?Svarið við spurningunni er nei; helmingunartími geislavirkra efna breytist ekki með hitastigi ef það er innan venjulegra marka.
Helmingunartími og geislavirkni atómkjarna Helmingunartími geislavirkra efna er mælikvarði á líftíma orkuríkra, óstöðugra atómkjarna. Þess konar kjarnar (táknað A*) geta tapað umframorku sinni með háorkugeislun af ýmsu tagi (gamma-geislar, beta-geislar, alfa-geislar). Þetta getur til dæmis gerst með aförvun þar sem kjarninn færist úr örvuðu ástandi í grunnástand sem er táknað með A. Einnig getur kjarninn sundrast í orkuminni eindir (t.d. B + C + D). Þetta má tákna með eftirfarandi hætti A* -> A + geislun A* -> B + C + D + geislun Helmingunartími A* er sá tími sem það tekur ákveðið magn af A* að helmingast við slíkar umbreytingar og orkutap. Atómkjarnar samanstanda af kjarnaeindum, það er að segja nifteindum og róteindum. Skipan og afstaða kjarnaeinda í orkuríkum, óstöðugum atómkjörnum er frábrugðin því sem gerist í samsvarandi stöðugum kjörnum. Geislavirkni mótast því af umbreytingum í atómkjörnum úr óstöðugum formum í stöðug form.
Mynd 1
Atóm samanstendur af kjarna (e. nucleus) í miðju og rafeindum (e. electrons) á sveimi umhverfis. Kjarninn er samsettur er úr nifteindum (e. neutrons) og róteindum (e. protons).
Mynd 2
Sameind (e. molecule) er gerð úr atómum (kúlur á mynd) sem tengd eru saman með efnatengjum.
- Hversu lengi er geislavirkni frá kjarnorkuúrgangi að helmingast? eftir Ágúst Valfells
- Hver fann upp geislakolsaðferðina til að aldursgreina til dæmis risaeðlur og hvenær gerðist það? eftir Sigurð Steinþórsson
- Af hverju haldast hlutir eins og atóm og sameindir saman í heilu lagi? eftir Ágúst Valfells
- Eru atóm alls staðar og í öllu? Hver er þá munurinn á uppbyggingu manns og steins? eftir Árdísi Elíasdóttur og Þorstein Vilhjálmsson
- Hiti og kuldi hafa áhrif á frumefnin. En hvað eru hiti og kuldi? eftir Þorstein Vilhjálmsson
- Hvað verður um hreyfingar efniseinda við alkul? eftir Viðar Guðmundsson