- Hvað er erkiengill? (Guðmunda Dagbjört)
- Hverjir "eru" erkienglarnir (nöfn)? (Jóhanna Kristín)
- Hverjir voru og hvaða hlutverk gegndu englarnir Michael og Gabríel? (Rúnar Sighvatsson)
Á engla er víða minnst í Biblíunni, eða ríflega 300 sinnum, og hafa þeir löngum verið snar þáttur í helgihaldi kirkjunnar, einkum þó meðal rétttrúnaðarmanna og kaþólskra. Gamla testamentið er að mestu ritað á hebresku en þegar menn tóku að snúa því á grísku á 2. öld f. Kr. var orðið malak (sendiboði, boðberi) þýtt sem aggelos. Í latneskri útgáfu varð það svo að angelus og af því er íslenska heitið dregið, engill. Englar eru sagðir ósýnilegar himneskar verur, þjónar Guðs sem vinna í hans nafni. Þeir voru skapaðir af honum í upphafi og eru búnir skynsemi og frelsi. Lífssvið þeirra er eilífðin sjálf, ekki tíminn. Þeir vegsama Guð og vernda menn og dýr. Stéttir engla eða gerðir eru margs konar. Í síðgyðingdóminum var farið að tala um níu flokka engla sem var skipað í virðingarröð sem oftast var þessi: Efstir voru serafar, þá kerúbar, síðan hásæti eða trónar, og eftir það herradómar, dyggðir, tignir, máttarvöld, erkienglar og loks „englar“. Kristnin erfði þessa röðun, en hún var komin í núverandi form á 5. eða 6. öld. Serafar eru næstir hásæti Guðs og lofa hann þar og tigna, syngjandi dýrðaróð kærleikans. Í spádómsbók Jesaja (6: 1-4) er þeim lýst svo:
Árið sem Ússía konungur andaðist sá ég Drottin sitjandi á háum og gnæfandi veldistóli, og slóði skikkju hans fyllti helgidóminn. Umhverfis hann stóðu serafar. Hafði hver þeirra sex vængi. Með tveimur huldu þeir ásjónur sínar, með tveimur huldu þeir fætur sína og með tveimur flugu þeir. Og þeir kölluðu hver til annars og sögðu: „Heilagur, heilagur, heilagur er Drottinn allsherjar, öll jörðin er full af hans dýrð.“ Við raust þeirra, er þeir kölluðu, skulfu undirstöður þröskuldanna og húsið varð fullt af reyk.
Sáttmálsörkin hefur að geyma steintöflurnar með boðorðunum tíu.
Gabríel erkiengill sýndur með vængi og staf, eitt einkennistákna sinna.
Englar sem barnshöfuð með vængi koma fyrst fram á endurreisnartímanum.
- Hverjir eru englar? Af hverju var einn engla guðs óvinur? Verð ég engill? eftir Einar Sigurbjörnsson
- Er Satan til? eftir Hauk Má Helgason og Sigurjón Árna Eyjólfsson
- Hvort er Biblían trúarrit eða siðfræðirit? eftir Hjalta Hugason
- Er biblían „orð Guðs” samkvæmt kenningum hinnar íslensku þjóðkirkju? eftir Einar Sigurbjörnsson
Tenglar og myndir: