Sólin Sólin Rís 09:12 • sest 17:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 09:36 • Sest 16:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:14 • Síðdegis: 18:22 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:03 • Síðdegis: 12:24 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:12 • sest 17:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 09:36 • Sest 16:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:14 • Síðdegis: 18:22 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:03 • Síðdegis: 12:24 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna drepa ljón blettatígra?

Jón Már Halldórsson

Tengsl tegunda í vistkerfi geta verið afar flókin. Það er ekki endilega víst að ljón (Panthera leo) drepi blettatígra (Acinonyx jubatus) sér til matar, heldur kann að vera að þau séu í og með að draga úr samkeppni um fæðu.

Það er vel þekkt að ljón drepi blettatígra, bæði fullorðin dýr og hvolpa. Á svæðum í Afríku þar sem margar rándýrategundir finnast, svo sem í suður- og austurhluta Afríku, er samkeppni milli þessara dýra mikil. Blettatígrar eru þó ekki einu rándýrin sem ljónin drepa heldur einnig blettahýenur (Crocuta crocuta) og hlébarðar (Panthera pardus).

Það er ekki endilega víst að ljón drepi blettatígra sér til matar, heldur kann að vera að þau séu í og með að draga úr samkeppni um fæðu.

Vísindamenn hafa mikið rannsakað tengsl ljóna og blettatígra á verndarsvæðum í austurhluta Afríku (í Keníu og Tansaníu). Telja margir að samkeppni milli blettatígra og ljóna hafi mikil áhrif á hversu illa ýmsum staðbundnum stofnum blettatígra gengur að ná sér á strik og jafnvel að þeim fækki á stórum svæðum. Sérstaklega er hátt hlutfall blettatígrahvolpa sem lenda í ljónskjafti. Dánartíðni hvolpa í Serengeti-þjóðgarðinum í Tansaníu er allt að 95%, þar af eru yfir 70% þeirra drepnir af ljónum og blettahýenum.

Vísindamenn hafa séð samband á milli stofnstærða ljóna og blettatígra á síðastliðnum áratugum. Þegar ljónastofninn var í lægð í Serengeti-þjóðgarðinum á 8. áratug síðustu aldar, stækkaði blettatígrastofninn en minnkaði nokkuð á 9. áratugnum þegar ljónum tók að fjölga. Blettatígrar eru sérstaklega viðkvæmir fyrir samkeppni frá ljónum þar sem báðar þessar tegundir velja opin svæði til að veiða á. Hýenur virðast hins vegar geta haldið sínu í samkeppni við ljónin og hlébarðar finnast í annars konar vist, til dæmis í þéttara skóglendi, og eru því ekki í beinni samkeppni við stóra frændur sína.

Það hefur vakið athygli að þegar ljón hafa drepið ungviði annarra rándýra eru þau sjaldnast étin upp til agna, stundum eru þau aðeins hálfétin og nokkuð oft aðeins drepin. Menn hafa velt því fyrir sér hvers vegna svo sé. Það virðist vera að afræningjar, svo sem umræddar tegundir, líti frekar á hver aðra sem samkeppnisaðila en ekki bráðir. Það er því ekki endilega verið að veiða sér til matar þegar ljón nælir sér í blettatígur, heldur allt eins verið að draga úr samkeppni um fæðu sem gæti skert afkomumöguleika þeirra.

Heimildir:
  • Caro, T.M. (1994). Cheetahs of the Serengeti Plains: Group living in an asocial species. University of Chicago Press.
  • Crooks, K.R., Sanjayan, M.A., Doak, D.F. (1998). New Insights on cheetah conservation through. Conservation Biology, 12:889-895.
  • Laurenson, M.K., Wielebnowski, N., Caro, T.M. (1995). Extrinsic factors and juvenile mortality in. Conservation Biology, 9:1329-1331.

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

19.11.2009

Spyrjandi

Andri Geir Gunnarsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvers vegna drepa ljón blettatígra?“ Vísindavefurinn, 19. nóvember 2009, sótt 1. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=54089.

Jón Már Halldórsson. (2009, 19. nóvember). Hvers vegna drepa ljón blettatígra? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=54089

Jón Már Halldórsson. „Hvers vegna drepa ljón blettatígra?“ Vísindavefurinn. 19. nóv. 2009. Vefsíða. 1. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=54089>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna drepa ljón blettatígra?
Tengsl tegunda í vistkerfi geta verið afar flókin. Það er ekki endilega víst að ljón (Panthera leo) drepi blettatígra (Acinonyx jubatus) sér til matar, heldur kann að vera að þau séu í og með að draga úr samkeppni um fæðu.

Það er vel þekkt að ljón drepi blettatígra, bæði fullorðin dýr og hvolpa. Á svæðum í Afríku þar sem margar rándýrategundir finnast, svo sem í suður- og austurhluta Afríku, er samkeppni milli þessara dýra mikil. Blettatígrar eru þó ekki einu rándýrin sem ljónin drepa heldur einnig blettahýenur (Crocuta crocuta) og hlébarðar (Panthera pardus).

Það er ekki endilega víst að ljón drepi blettatígra sér til matar, heldur kann að vera að þau séu í og með að draga úr samkeppni um fæðu.

Vísindamenn hafa mikið rannsakað tengsl ljóna og blettatígra á verndarsvæðum í austurhluta Afríku (í Keníu og Tansaníu). Telja margir að samkeppni milli blettatígra og ljóna hafi mikil áhrif á hversu illa ýmsum staðbundnum stofnum blettatígra gengur að ná sér á strik og jafnvel að þeim fækki á stórum svæðum. Sérstaklega er hátt hlutfall blettatígrahvolpa sem lenda í ljónskjafti. Dánartíðni hvolpa í Serengeti-þjóðgarðinum í Tansaníu er allt að 95%, þar af eru yfir 70% þeirra drepnir af ljónum og blettahýenum.

Vísindamenn hafa séð samband á milli stofnstærða ljóna og blettatígra á síðastliðnum áratugum. Þegar ljónastofninn var í lægð í Serengeti-þjóðgarðinum á 8. áratug síðustu aldar, stækkaði blettatígrastofninn en minnkaði nokkuð á 9. áratugnum þegar ljónum tók að fjölga. Blettatígrar eru sérstaklega viðkvæmir fyrir samkeppni frá ljónum þar sem báðar þessar tegundir velja opin svæði til að veiða á. Hýenur virðast hins vegar geta haldið sínu í samkeppni við ljónin og hlébarðar finnast í annars konar vist, til dæmis í þéttara skóglendi, og eru því ekki í beinni samkeppni við stóra frændur sína.

Það hefur vakið athygli að þegar ljón hafa drepið ungviði annarra rándýra eru þau sjaldnast étin upp til agna, stundum eru þau aðeins hálfétin og nokkuð oft aðeins drepin. Menn hafa velt því fyrir sér hvers vegna svo sé. Það virðist vera að afræningjar, svo sem umræddar tegundir, líti frekar á hver aðra sem samkeppnisaðila en ekki bráðir. Það er því ekki endilega verið að veiða sér til matar þegar ljón nælir sér í blettatígur, heldur allt eins verið að draga úr samkeppni um fæðu sem gæti skert afkomumöguleika þeirra.

Heimildir:
  • Caro, T.M. (1994). Cheetahs of the Serengeti Plains: Group living in an asocial species. University of Chicago Press.
  • Crooks, K.R., Sanjayan, M.A., Doak, D.F. (1998). New Insights on cheetah conservation through. Conservation Biology, 12:889-895.
  • Laurenson, M.K., Wielebnowski, N., Caro, T.M. (1995). Extrinsic factors and juvenile mortality in. Conservation Biology, 9:1329-1331.

Mynd:...