Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Svarið við þessari spurningu er að öllum líkindum nei. Engu að síður eru dæmi um það að ljón hafi verið alin á grænmetisfæði. Snemma á seinustu öld var ljónshvolpinum Tyke bjargað úr kjafti móður sinnar sem hafði sært hann illa og drepið systkini hans. Hugrakkur dýragarðsstarfsmaður bjargaði Tyke og gaf hann hjónunum Margaret og George Westbeau, sem áttu búgarð í Hidden Valley í Kaliforníu.
Það merkilega við þennan unga hvolp var að hann leit ekki við kjöti. Meira að segja þegar blóðdropum var bætt í mjólkina neitaði hann að lepja hana. Þá voru góð ráð dýr. Margaret og George gerðu ýmsar tilraunir með fæðu handa ungu ljónynjunni og reyndist best að gefa henni kornfæði soðið í mjólk með viðbættum eggjum. Tyke eyddi einnig talsverðum tíma í að bíta gras með sauðfé sem hjónin héldu á búgarðinum. Tyke var alla tíð heilsuhraust og leit ekki út fyrir að vera vannærð enda fékk hún þau prótín sem hún þurfti úr eggjum. Fjögurra ára gömul vó hún 160 kg sem er vel yfir meðallagi afrískra ljónynja á þessum aldri.
Það er þekkt að fólk sem aðhyllist grænmetisát bæti eggjum (ófrjóvguðum fyrir þá sem ekki vilja drepa dýr) í fæðuna til þess að fá nauðsynleg prótín og vítamín líkt og ljónynjan Tyke fékk í sitt fæði. Þó afsönnuðu hjónin þá almennu trú manna að ljón þurfi á kjöti að halda til að komast af. Það er þó rétt að hafa í huga að meltingavegur katta og annarra sérhæfðra kjötæta er styttri en hjá grasbítum. Jurtir eru mun tormeltari fæða en kjöt og því hefur óvenju langur meltingarvegur auk annarra aðlagana, þróast meðal jurtaæta. Því er óhugsandi undir venjulegum kringumstæðum að kattardýr geti farið út á tún að bíta gras og þrifist á slíku. Hafa ber í huga að í dæminu hér að ofan buðu George og Margaret, Tyke upp á fæðu sem vafalítið er ekki í boði út í villtri náttúru fyrir ljón.
Frekara lesefni á Vísindavefnum eftir sama höfund:
Jón Már Halldórsson. „Gætu ljón lifað á grænmetisfæði?“ Vísindavefurinn, 14. mars 2005, sótt 1. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4833.
Jón Már Halldórsson. (2005, 14. mars). Gætu ljón lifað á grænmetisfæði? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4833
Jón Már Halldórsson. „Gætu ljón lifað á grænmetisfæði?“ Vísindavefurinn. 14. mar. 2005. Vefsíða. 1. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4833>.