Sólin Sólin Rís 10:54 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:02 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:45 • Síðdegis: 14:25 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:54 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:02 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:45 • Síðdegis: 14:25 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er vesturnílarveira?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Vesturnílarveiran (e. West Nile Virus) telst til sama hóps veira og þær sem valda beinbrunasótt og gulusótt. Um er að ræða RNA-veirur sem berast á milli hýsla með skordýrum. Vesturnílarveiran greindist fyrst árið 1937 í Úganda og er í dag nokkuð algeng í mönnum, fuglum og öðrum hryggdýrum í Afríku, Vestur-Asíu og í Miðausturlöndum. Hún er einnig þekkt í suðurhluta Evrópu.

Veiran greindist ekki í Ameríku fyrr en í september árið 1999 þegar hún fannst í New York í Bandaríkjunum. Veiruafbrigðið vestanhafs er nær ógreinanlegt frá afbrigði sem fannst í gæs á ísraelsku býli árið 1998. Mörg þúsund manns ferðast á milli New York og Ísraels á ári hverju. Mögulegt er að veiran hafi verið „laumufarþegi“ til New York. Á síðustu árum hefur veiran einnig greinst í Kanada og Mið-Ameríku.

Vesturnílarveiran berst í fólk ef það er bitið af sýktum moskítóflugum (aðallega af tegundinni Culex pipiens). Moskítóflugurnar sýkjast þegar þær sjúga blóð úr sýktum fuglum. Margar fuglategundir hafa greinst sem millihýslar fyrir veiruna en í New York er talið að gráspör (e. house sparrow), algengur spörfugl í görðum borgarbúa, sé helsti millihýsillinn. Veirunni fjölgar í þessum fuglum í um fimm daga eða lengur þannig að ef þeir eru bitnir af moskítóflugum á þeim tíma sýkjast þær. Ef sýktar flugur bíta síðan og sjúga blóð úr fólki eða dýrum sprautast veiran í blóðrás fórnarlambsins. Meðgöngutími sjúkdóms, það er sá tími líður frá því að maður fær veiruna í sig þar til sjúkdómseinkenni koma fram, eru 2-17 dagar.



Vesturnílarveiran smitast ekki á milli manna. Þegar hún er komin í líkama manns eða dýrs sér ónæmiskerfið um að koma í veg fyrir að hún geti fjölgað sér það mikið að hún gæti komist í moskítóflugu sem kynni að bíta viðkomandi. Ekkert bendir heldur til þess að hægt sé að smitast við snertingu af því að meðhöndla sýkta fugla, hvorki lifandi né dauða.

Ekki er vitað til þess að önnur skordýr en moskítóflugur séu smitberar á Vesturlöndum þótt greinst hafi sýktir blóðmítlar í Afríku og Asíu. Aðrar smitleiðir eru þó þekktar, en mjög sjaldgæft er að fólk smitist eftir þeim. Hér er um að ræða blóðgjafir, líffæraígræðslur, brjóstamjólk og yfir fylgju frá móður til fósturs.

Um 80% þeirra sem smitast af vesturnílarveirunni fá engin einkenni sýkingar. Langflestir þeirra sem veikjast fá svokallaða vesturnílarhitasótt. Einkenni hennar eru hiti, höfuðverkur, slen, beinverkir og í sumum tilfellum húðútbrot á búknum ásamt bólgnum eitlum. Hitasóttin getur varað allt frá fáeinum dögum til nokkurra vikna.

Áætlað er að einn af hverjum 150 einstaklingum sem smitast (eða innan við 1%) fái vesturnílarveiki sem er mun skæðari en hitasóttin. Einkenni vesturnílarveiki koma fram á taugakerfinu sem heilabólga, heilahimnubólga eða mænuveiki. Þessu fylgja höfuðverkur, stífur háls, ógleði og uppköst, hár hiti og lömun.

Rétt er að geta þess að vesturnílarhitasótt þróast ekki yfir í skæðu veikina heldur veikjast einstaklingar annað hvort af hitasóttinni eða skæðara afbrigðinu, vesturnílarveikinni.



Fólk á öllum aldri getur orðið alvarlega veikt af vesturnílarveirunni. Einstaklingar sem komnir eru yfir fimmtugt og í sumum tilfellum einstaklingar með ónæmisbælingu (til dæmis þeir sem hafa farið í líffæraígræðslu) eru þó í mestri hættu á að veikjast alvarlega af völdum vesturnílarveirunnar.

Eins og áður sagði er það aðeins lítill hluti smitaðra sem fær einhver einkenni. Ekki er þó hægt að vita fyrirfram hvort viðkomandi er í þeim hópi eða ekki. Fái sýktur einstaklingur einkenni vara þau oftast í nokkra daga, þótt í sumum tilfellum, jafnvel hjá hraustu fólki, geti þau varað í nokkrar vikur. Einkenni skæðrar sýkingar geta varað í nokkrar vikur og áhrif á taugakerfið geta verið varanleg.

Líkt og með aðrar veirusýkingar er lítið hægt að gera við smiti af vesturnílarveirunni annað en að bíða eftir að ónæmiskerfið vinni bug á sýkingunni. Að sjálfsögðu má lina ýmis einkenni, eins og höfuðverk og beinverki, með verkjalyfjum en engin lyf eru til sem lækna sjúkdóminn sjálfan.

Besta vörnin gegn sýkingunni er að gera ráðstafanir til að draga úr hættu á moskítóflugubiti. Gæta þess að vera ekki úti með bera útlimi, nota flugnafæluefni, hafa flugnanet í gluggum og þurrka upp vatn þar sem moskítóflugur tímgast.

Ekki er vitað til þess að vesturnílarveiran hafi borist til Íslands.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Útgáfudagur

14.10.2004

Síðast uppfært

25.3.2020

Spyrjandi

Guðmundur Óli Scheving

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað er vesturnílarveira?“ Vísindavefurinn, 14. október 2004, sótt 4. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4557.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2004, 14. október). Hvað er vesturnílarveira? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4557

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað er vesturnílarveira?“ Vísindavefurinn. 14. okt. 2004. Vefsíða. 4. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4557>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er vesturnílarveira?
Vesturnílarveiran (e. West Nile Virus) telst til sama hóps veira og þær sem valda beinbrunasótt og gulusótt. Um er að ræða RNA-veirur sem berast á milli hýsla með skordýrum. Vesturnílarveiran greindist fyrst árið 1937 í Úganda og er í dag nokkuð algeng í mönnum, fuglum og öðrum hryggdýrum í Afríku, Vestur-Asíu og í Miðausturlöndum. Hún er einnig þekkt í suðurhluta Evrópu.

Veiran greindist ekki í Ameríku fyrr en í september árið 1999 þegar hún fannst í New York í Bandaríkjunum. Veiruafbrigðið vestanhafs er nær ógreinanlegt frá afbrigði sem fannst í gæs á ísraelsku býli árið 1998. Mörg þúsund manns ferðast á milli New York og Ísraels á ári hverju. Mögulegt er að veiran hafi verið „laumufarþegi“ til New York. Á síðustu árum hefur veiran einnig greinst í Kanada og Mið-Ameríku.

Vesturnílarveiran berst í fólk ef það er bitið af sýktum moskítóflugum (aðallega af tegundinni Culex pipiens). Moskítóflugurnar sýkjast þegar þær sjúga blóð úr sýktum fuglum. Margar fuglategundir hafa greinst sem millihýslar fyrir veiruna en í New York er talið að gráspör (e. house sparrow), algengur spörfugl í görðum borgarbúa, sé helsti millihýsillinn. Veirunni fjölgar í þessum fuglum í um fimm daga eða lengur þannig að ef þeir eru bitnir af moskítóflugum á þeim tíma sýkjast þær. Ef sýktar flugur bíta síðan og sjúga blóð úr fólki eða dýrum sprautast veiran í blóðrás fórnarlambsins. Meðgöngutími sjúkdóms, það er sá tími líður frá því að maður fær veiruna í sig þar til sjúkdómseinkenni koma fram, eru 2-17 dagar.



Vesturnílarveiran smitast ekki á milli manna. Þegar hún er komin í líkama manns eða dýrs sér ónæmiskerfið um að koma í veg fyrir að hún geti fjölgað sér það mikið að hún gæti komist í moskítóflugu sem kynni að bíta viðkomandi. Ekkert bendir heldur til þess að hægt sé að smitast við snertingu af því að meðhöndla sýkta fugla, hvorki lifandi né dauða.

Ekki er vitað til þess að önnur skordýr en moskítóflugur séu smitberar á Vesturlöndum þótt greinst hafi sýktir blóðmítlar í Afríku og Asíu. Aðrar smitleiðir eru þó þekktar, en mjög sjaldgæft er að fólk smitist eftir þeim. Hér er um að ræða blóðgjafir, líffæraígræðslur, brjóstamjólk og yfir fylgju frá móður til fósturs.

Um 80% þeirra sem smitast af vesturnílarveirunni fá engin einkenni sýkingar. Langflestir þeirra sem veikjast fá svokallaða vesturnílarhitasótt. Einkenni hennar eru hiti, höfuðverkur, slen, beinverkir og í sumum tilfellum húðútbrot á búknum ásamt bólgnum eitlum. Hitasóttin getur varað allt frá fáeinum dögum til nokkurra vikna.

Áætlað er að einn af hverjum 150 einstaklingum sem smitast (eða innan við 1%) fái vesturnílarveiki sem er mun skæðari en hitasóttin. Einkenni vesturnílarveiki koma fram á taugakerfinu sem heilabólga, heilahimnubólga eða mænuveiki. Þessu fylgja höfuðverkur, stífur háls, ógleði og uppköst, hár hiti og lömun.

Rétt er að geta þess að vesturnílarhitasótt þróast ekki yfir í skæðu veikina heldur veikjast einstaklingar annað hvort af hitasóttinni eða skæðara afbrigðinu, vesturnílarveikinni.



Fólk á öllum aldri getur orðið alvarlega veikt af vesturnílarveirunni. Einstaklingar sem komnir eru yfir fimmtugt og í sumum tilfellum einstaklingar með ónæmisbælingu (til dæmis þeir sem hafa farið í líffæraígræðslu) eru þó í mestri hættu á að veikjast alvarlega af völdum vesturnílarveirunnar.

Eins og áður sagði er það aðeins lítill hluti smitaðra sem fær einhver einkenni. Ekki er þó hægt að vita fyrirfram hvort viðkomandi er í þeim hópi eða ekki. Fái sýktur einstaklingur einkenni vara þau oftast í nokkra daga, þótt í sumum tilfellum, jafnvel hjá hraustu fólki, geti þau varað í nokkrar vikur. Einkenni skæðrar sýkingar geta varað í nokkrar vikur og áhrif á taugakerfið geta verið varanleg.

Líkt og með aðrar veirusýkingar er lítið hægt að gera við smiti af vesturnílarveirunni annað en að bíða eftir að ónæmiskerfið vinni bug á sýkingunni. Að sjálfsögðu má lina ýmis einkenni, eins og höfuðverk og beinverki, með verkjalyfjum en engin lyf eru til sem lækna sjúkdóminn sjálfan.

Besta vörnin gegn sýkingunni er að gera ráðstafanir til að draga úr hættu á moskítóflugubiti. Gæta þess að vera ekki úti með bera útlimi, nota flugnafæluefni, hafa flugnanet í gluggum og þurrka upp vatn þar sem moskítóflugur tímgast.

Ekki er vitað til þess að vesturnílarveiran hafi borist til Íslands.

Heimildir og myndir:...