Sólin Sólin Rís 10:44 • sest 16:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 24:49 • Sest 11:28 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:48 • Síðdegis: 22:12 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:37 • Síðdegis: 16:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:44 • sest 16:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 24:49 • Sest 11:28 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:48 • Síðdegis: 22:12 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:37 • Síðdegis: 16:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru hvalir í útrýmingarhættu í dag?

Jón Már Halldórsson

Skilgreining á hugtakinu útrýmingarhætta felst í því hvort líkur séu á því að viðkomandi dýrategund deyi út í nánustu framtíð. Upplýsingar um ástand dýrastofna er að finna í svonefndri Red Data Book en það er gagnagrunnur sem samtökin IUCN standa að. Í þeim starfa hópur sjálfboðaliða, aðallega úr röðum náttúrufræðinga og embættismanna hinna ýmsu þjóða. Þeir gegna því hlutverki að meta ástand viðkomandi tegunda, deilitegunda og stofna og mæla fyrir um verndun þeirra til ríkisstjórna heimsins.

Af 78 tegundum hvala sem þekktar eru í heimshöfunum í dag eru 13 tegundir í einhverri hættu á að deyja út eða 16% tegunda. Að vísu er gögnum yfir meirihluta hvalategunda ábótavant og því hefur hætta á útrýmingu þeirra ekki verið metin.

Skíðishvalir (Mysticeti)

Að mati ofangreindra samtaka eru fimm af þeim sex skíðishvalategundum sem finnast reglulega hér við land í útrýmingarhættu, mismikilli þó. Í bókinni Villt íslensk spendýr eru tegundirnar sex taldar upp: Steypireyður (Balaenoptera musculus), langreyður (B. physalus), sandreyður (B. borealis), hrefna (B. acutorostrata), hnúfubakur (Megaptera novaeangliae) og Íslandssléttbakur (Eubalaena glacialis).



Fjórar þessara tegunda eru taldar vera í útrýmingarhættu (e. endangered) og 20% líkur eru á því þær deyi út á næstu tuttugu árum. Sérfræðingar meta það svo að dýr í þessum flokki séu ekki í bráðri útrýmingarhættu en muni að öllum líkindum hverfa ef ekki er gripið til viðeigandi aðgerða í nánustu framtíð. Þessar tegundir eru steypireyður, sandreyður, langreyður og Íslandssléttbakur. Flokkurinn ‘í útrýmingarhættu’ er næstefstur í áhættumati IUCN, efsta stigið nefnist ‘í alvarlegri útrýmingarhættu’ (e. critically endangered). Engin hvalategund sem lifir við Ísland er í þeim flokki.

Flokkun nokkurra tegunda á lista IUCN hefur sætt gagnrýni. Til að mynda má benda á að heildarstofnstærð langreyðar hefur aukist undanfarin ár samkvæmt rannsóknum Hafrannsóknastofnunar frá árunum 1991, 1995 og 2001. Marktækt fleiri langreyðar reyndust vera á hafsvæðinu milli Austur-Grænlands og Íslands frá fyrstu talningu til þeirrar síðustu og ljóst þykir að stofninn sé að stækka. Þess vegna er óhætt að hefja veiðar á nokkrum stofnum langreyðarinnar, meðal annars þeirri sem heldur sig hér við land. Hvort vísindaleg né pólitísk rök liggja að baki stöðu langreyðar á listanum skal látið ósagt hér.

Hnúfubakur (Megaptera novaeangliae) er talinn vera í hættu (e. vulnerable). Dýr sem falla í þennan flokk eru ekki í bráðri hættu á allra næstu áratugum. Sérfræðingar telja að um 10% líkur séu á því að dýrin deyi út á næstu 100 árum, sé tekið mið af stofnþróun undanfarinna áratuga. Hnúfubakar voru mikið veiddir hér áður fyrr og er talið að meira en eitt hundrað þúsund dýr hafi verið veidd og er heildarstofnstærðin nú aðeins um 12-15 þúsund dýr.



Hrefnan (B. Acutorostrata) er sett í flokkinn ‘í lítilli hættu’ (e. low risk) og undirflokkurinn er skilgreindur sem nærri því ógnað (e. near threatened). Dýr í þessum flokki uppfylla ekki þau skilyrði að vera háð einhverri verndun en eru nálægt því. Eins og flestir vita hafa íslensk stjórnvöld heimilað veiðar á 38 hrefnum í ár. Tegundin þolir vel slíkar veiðar og jafnvel meiri. Málflutningur margra útlendinga um að ekki eigi að veiða hrefnur vegna þess að stofninn sé í útrýmingarhættu á því ekki við rök að styðjast.

Tannhvalir (odontoceti)

Í bókinni Villt íslensk spendýr eru taldar upp að minnsta kosti 12 tegundir tannhvala sem sjást hér við land. Þrjár þeirra flokkast í útrýmingarhættu (e. endangered), en það eru búrhvalur (Physeter catadon), mjaldur (Delphinapterus leucas) og hnísa (Phocoena pocoena).

Samkvæmt áðurnefndum lista eru átta af 18 tegundum sem taldar eru upp í bókinni Villt íslensk spendýr á Rauða listanum. Heildarstofnstærð margra af smærri tannhvalategundunum er ekki kunn en þó hafa verið unnið svæðisbundið stofnmat fyrir tegundir eins og hnýðing og leiftra sem eru nokkuð algengir hér við land.

Rannsókn bandarískra vísindamanna á leiftri sýndi að stofnstærð hans á grunnsævinu frá Maineflóa norðaustur til Cabotsunds var um 27 þúsund dýr að sumarlagi 1995. Vísindamenn telja heildarfjölda leiftra í Atlantshafinu vera um nokkur hundruð þúsund dýr.

Eflaust lifa fleiri tegundir tannhvala hér við land, svo sem fáeinar tegundir svínhvela (Ziphiidae) en stofnstærð þeirra er með öllu óþekkt.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

27.8.2003

Spyrjandi

Helga Björk Arnardóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Eru hvalir í útrýmingarhættu í dag?“ Vísindavefurinn, 27. ágúst 2003, sótt 19. janúar 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=3685.

Jón Már Halldórsson. (2003, 27. ágúst). Eru hvalir í útrýmingarhættu í dag? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3685

Jón Már Halldórsson. „Eru hvalir í útrýmingarhættu í dag?“ Vísindavefurinn. 27. ágú. 2003. Vefsíða. 19. jan. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3685>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eru hvalir í útrýmingarhættu í dag?
Skilgreining á hugtakinu útrýmingarhætta felst í því hvort líkur séu á því að viðkomandi dýrategund deyi út í nánustu framtíð. Upplýsingar um ástand dýrastofna er að finna í svonefndri Red Data Book en það er gagnagrunnur sem samtökin IUCN standa að. Í þeim starfa hópur sjálfboðaliða, aðallega úr röðum náttúrufræðinga og embættismanna hinna ýmsu þjóða. Þeir gegna því hlutverki að meta ástand viðkomandi tegunda, deilitegunda og stofna og mæla fyrir um verndun þeirra til ríkisstjórna heimsins.

Af 78 tegundum hvala sem þekktar eru í heimshöfunum í dag eru 13 tegundir í einhverri hættu á að deyja út eða 16% tegunda. Að vísu er gögnum yfir meirihluta hvalategunda ábótavant og því hefur hætta á útrýmingu þeirra ekki verið metin.

Skíðishvalir (Mysticeti)

Að mati ofangreindra samtaka eru fimm af þeim sex skíðishvalategundum sem finnast reglulega hér við land í útrýmingarhættu, mismikilli þó. Í bókinni Villt íslensk spendýr eru tegundirnar sex taldar upp: Steypireyður (Balaenoptera musculus), langreyður (B. physalus), sandreyður (B. borealis), hrefna (B. acutorostrata), hnúfubakur (Megaptera novaeangliae) og Íslandssléttbakur (Eubalaena glacialis).



Fjórar þessara tegunda eru taldar vera í útrýmingarhættu (e. endangered) og 20% líkur eru á því þær deyi út á næstu tuttugu árum. Sérfræðingar meta það svo að dýr í þessum flokki séu ekki í bráðri útrýmingarhættu en muni að öllum líkindum hverfa ef ekki er gripið til viðeigandi aðgerða í nánustu framtíð. Þessar tegundir eru steypireyður, sandreyður, langreyður og Íslandssléttbakur. Flokkurinn ‘í útrýmingarhættu’ er næstefstur í áhættumati IUCN, efsta stigið nefnist ‘í alvarlegri útrýmingarhættu’ (e. critically endangered). Engin hvalategund sem lifir við Ísland er í þeim flokki.

Flokkun nokkurra tegunda á lista IUCN hefur sætt gagnrýni. Til að mynda má benda á að heildarstofnstærð langreyðar hefur aukist undanfarin ár samkvæmt rannsóknum Hafrannsóknastofnunar frá árunum 1991, 1995 og 2001. Marktækt fleiri langreyðar reyndust vera á hafsvæðinu milli Austur-Grænlands og Íslands frá fyrstu talningu til þeirrar síðustu og ljóst þykir að stofninn sé að stækka. Þess vegna er óhætt að hefja veiðar á nokkrum stofnum langreyðarinnar, meðal annars þeirri sem heldur sig hér við land. Hvort vísindaleg né pólitísk rök liggja að baki stöðu langreyðar á listanum skal látið ósagt hér.

Hnúfubakur (Megaptera novaeangliae) er talinn vera í hættu (e. vulnerable). Dýr sem falla í þennan flokk eru ekki í bráðri hættu á allra næstu áratugum. Sérfræðingar telja að um 10% líkur séu á því að dýrin deyi út á næstu 100 árum, sé tekið mið af stofnþróun undanfarinna áratuga. Hnúfubakar voru mikið veiddir hér áður fyrr og er talið að meira en eitt hundrað þúsund dýr hafi verið veidd og er heildarstofnstærðin nú aðeins um 12-15 þúsund dýr.



Hrefnan (B. Acutorostrata) er sett í flokkinn ‘í lítilli hættu’ (e. low risk) og undirflokkurinn er skilgreindur sem nærri því ógnað (e. near threatened). Dýr í þessum flokki uppfylla ekki þau skilyrði að vera háð einhverri verndun en eru nálægt því. Eins og flestir vita hafa íslensk stjórnvöld heimilað veiðar á 38 hrefnum í ár. Tegundin þolir vel slíkar veiðar og jafnvel meiri. Málflutningur margra útlendinga um að ekki eigi að veiða hrefnur vegna þess að stofninn sé í útrýmingarhættu á því ekki við rök að styðjast.

Tannhvalir (odontoceti)

Í bókinni Villt íslensk spendýr eru taldar upp að minnsta kosti 12 tegundir tannhvala sem sjást hér við land. Þrjár þeirra flokkast í útrýmingarhættu (e. endangered), en það eru búrhvalur (Physeter catadon), mjaldur (Delphinapterus leucas) og hnísa (Phocoena pocoena).

Samkvæmt áðurnefndum lista eru átta af 18 tegundum sem taldar eru upp í bókinni Villt íslensk spendýr á Rauða listanum. Heildarstofnstærð margra af smærri tannhvalategundunum er ekki kunn en þó hafa verið unnið svæðisbundið stofnmat fyrir tegundir eins og hnýðing og leiftra sem eru nokkuð algengir hér við land.

Rannsókn bandarískra vísindamanna á leiftri sýndi að stofnstærð hans á grunnsævinu frá Maineflóa norðaustur til Cabotsunds var um 27 þúsund dýr að sumarlagi 1995. Vísindamenn telja heildarfjölda leiftra í Atlantshafinu vera um nokkur hundruð þúsund dýr.

Eflaust lifa fleiri tegundir tannhvala hér við land, svo sem fáeinar tegundir svínhvela (Ziphiidae) en stofnstærð þeirra er með öllu óþekkt.

Heimildir og myndir:...