Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað getið þið sagt mér um sæhesta?

Jón Már Halldórsson

Sæhestar eru allar tegundir sjávarfiska af sérstæðri ætt sem nefnist á latínu Syngnathidae og undirættinni Hypocampinae eða sæhestaætt. Innan þessarar ættar er einnig hópur fiska sem nefnast á ensku pipefish eða pípufiskar, þeir eru mjóslegnir og langir og minna á sæhesta í útliti en eru flokkaðir í aðra undirætt sem nefnist Syngnathinae. Um 215 tegundir eru innan ættarinnar Syngnathidae.

Sæhestar lifa einungis í hlýjum sjó við miðbaug. Þeir hafa einhvers konar hala sem vindur upp á sig, hringir liggja utan um líkama þeirra endilangan og hausinn á þeim minnir á hrosshöfuð. Sæhestar afla fæðu með því að sjúga upp í sig ýmis smákvikindi. Stærð hestanna er mismunandi eftir tegundum, frá 4 cm og upp í 30 cm.

Ólíkt langflestum öðrum fiskum er sundhæfni sæhesta lítil. Kjörsvæði þeirra er nálægt ströndinni þar sem þeir halda sig innan um þang og þara. Þeir nota sporðinn sem líkist frekar hala til að halda sig við þarann og þegar þeir synda eru þeir uppréttir og nota eyruggana til að koma sér áfram. Sæhestar eru einnig algengir við kóralrif sérstaklega á Indlandshafi. Á þessum hafsvæðum finnast þeir oft í rekþangi.

Margt er sérstakt við sæhestana. Karldýrið eða hængurinn ber til að mynda frjóvguðu eggin en frjóvgunin fer þannig fram að hrygnan verpir eggjum í einhvers konar sekk sem er á kvið hængsins. Hann frjóvgar þau síðan með því að dæla svilum í sekkinn. Karlinn gætir eggjana þangað til þau klekjast og litlar lirfur synda svo úr sekknum og hefja lífsbaráttu sína án verndar foreldranna.

Ein kunn tegund sæhesta er Hippocampus reidi (e. long snout seahorse) sem lifir í Atlantshafi frá Bermúda og suður til Brasilíu. Þessi tegund er einnig algeng í Karíbahafi. Hún getur orðið allt að 15 cm á lengd (sjá mynd).


Önnur tegund sem vert er að minnast er Hippocampus hystrix. Á ensku er hún stundum kölluð ‘common seahorse’ eða ‘thorny seahorse’. Einstaklingar þessarar tegundar, sem eru gulleitir eða bleikir, geta orðið allt að 17 cm langir. Þeir eru ekki algengir en finnast stöku sinnum í þangi, til dæmis úti fyrir ströndum Ástralíu og indónesísku eyjanna og jafnvel allt norður til Japan og Hawaii.

Sæhestar eru vinsælir í fiskabúrum og aðlagast slíku umhverfi mjög vel. Til að þeir dafni vel í búri þurfa mikinn gróður, þörunga og kóralskraut. Þar sem sæhestar synda illa er mikilvægt að hafa ekki aðra fiska með þeim í búri, því þeim farnast illa í samkeppni um fæðu við aðra og hraðsyndari búrfiska, svo sem gullfiska.

Skoðið einnig svar sama höfundar við spurningunni Við hvaða skilyrði lifir sæhestur og er hægt að nýta hann?

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

16.4.2003

Spyrjandi

Sigdís Ágústsdóttir, f. 1987
Ilmur Dögg Níelsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað getið þið sagt mér um sæhesta?“ Vísindavefurinn, 16. apríl 2003, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3346.

Jón Már Halldórsson. (2003, 16. apríl). Hvað getið þið sagt mér um sæhesta? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3346

Jón Már Halldórsson. „Hvað getið þið sagt mér um sæhesta?“ Vísindavefurinn. 16. apr. 2003. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3346>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um sæhesta?
Sæhestar eru allar tegundir sjávarfiska af sérstæðri ætt sem nefnist á latínu Syngnathidae og undirættinni Hypocampinae eða sæhestaætt. Innan þessarar ættar er einnig hópur fiska sem nefnast á ensku pipefish eða pípufiskar, þeir eru mjóslegnir og langir og minna á sæhesta í útliti en eru flokkaðir í aðra undirætt sem nefnist Syngnathinae. Um 215 tegundir eru innan ættarinnar Syngnathidae.

Sæhestar lifa einungis í hlýjum sjó við miðbaug. Þeir hafa einhvers konar hala sem vindur upp á sig, hringir liggja utan um líkama þeirra endilangan og hausinn á þeim minnir á hrosshöfuð. Sæhestar afla fæðu með því að sjúga upp í sig ýmis smákvikindi. Stærð hestanna er mismunandi eftir tegundum, frá 4 cm og upp í 30 cm.

Ólíkt langflestum öðrum fiskum er sundhæfni sæhesta lítil. Kjörsvæði þeirra er nálægt ströndinni þar sem þeir halda sig innan um þang og þara. Þeir nota sporðinn sem líkist frekar hala til að halda sig við þarann og þegar þeir synda eru þeir uppréttir og nota eyruggana til að koma sér áfram. Sæhestar eru einnig algengir við kóralrif sérstaklega á Indlandshafi. Á þessum hafsvæðum finnast þeir oft í rekþangi.

Margt er sérstakt við sæhestana. Karldýrið eða hængurinn ber til að mynda frjóvguðu eggin en frjóvgunin fer þannig fram að hrygnan verpir eggjum í einhvers konar sekk sem er á kvið hængsins. Hann frjóvgar þau síðan með því að dæla svilum í sekkinn. Karlinn gætir eggjana þangað til þau klekjast og litlar lirfur synda svo úr sekknum og hefja lífsbaráttu sína án verndar foreldranna.

Ein kunn tegund sæhesta er Hippocampus reidi (e. long snout seahorse) sem lifir í Atlantshafi frá Bermúda og suður til Brasilíu. Þessi tegund er einnig algeng í Karíbahafi. Hún getur orðið allt að 15 cm á lengd (sjá mynd).


Önnur tegund sem vert er að minnast er Hippocampus hystrix. Á ensku er hún stundum kölluð ‘common seahorse’ eða ‘thorny seahorse’. Einstaklingar þessarar tegundar, sem eru gulleitir eða bleikir, geta orðið allt að 17 cm langir. Þeir eru ekki algengir en finnast stöku sinnum í þangi, til dæmis úti fyrir ströndum Ástralíu og indónesísku eyjanna og jafnvel allt norður til Japan og Hawaii.

Sæhestar eru vinsælir í fiskabúrum og aðlagast slíku umhverfi mjög vel. Til að þeir dafni vel í búri þurfa mikinn gróður, þörunga og kóralskraut. Þar sem sæhestar synda illa er mikilvægt að hafa ekki aðra fiska með þeim í búri, því þeim farnast illa í samkeppni um fæðu við aðra og hraðsyndari búrfiska, svo sem gullfiska.

Skoðið einnig svar sama höfundar við spurningunni Við hvaða skilyrði lifir sæhestur og er hægt að nýta hann?

...