Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Af hverju fremja Íslendingar afbrot?

Helgi Gunnlaugsson

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Hver er munurinn á fráviki og afbroti? Hverjar eru helstu ástæður þess að fólk á Íslandi leiðist út í afbrot?
Frávik er athæfi sem brýtur í bága við viðmið og gildi sem ríkjandi eru í samfélaginu. Afbrot er refisverð háttsemi sem varðar við hegningarlög og teljast þau því vera ein tegund frávika. Frávik geta verið léttvæg, eins og það að fá sér ís með súkkulaðisósu í morgunmat, yfir í að vera alvarleg afbrot eins og manndráp sem er refsiverð háttsemi. Hvað telst frávik í samfélaginu er sögulegum breytingum undirorpið og er einnig breytilegt milli samfélaga. Sama gildir um afbrot en breytileiki þeirra er þó ekki eins mikill og frávika.



Rannsóknir á orsökum glæpa eru fyrirferðamiklar innan afbrotafræðinnar enda um mikilvægt efni að ræða. Niðurstöður sýna að skýringar á afbrotum eru ekki einhlítar heldur margslungnar og taka verður fjölmargt með í reikninginn sem hefur áhrif á eðli og umfang afbrota. Ef við lítum á opinberar skýrslur lögreglu og dómsyfirvalda á Íslandi, sem og annars staðar, eru auðgunarbrot og ofbeldisverk iðulega hlutfallslega tíðari meðal hópa sem standa höllum fæti í félags- og efnahagslegu tilliti en annarra. Þó að þessi mynd sé alls ekki einhlít er þetta áberandi meðal síbrotamanna. Félagsleg einkenni þeirra felast í ríkum mæli í rofnum fjölskyldutengslum, skólagöngu í molum eða bágum efnahagslegum kjörum. Ofan á þessar bágbornu aðstæður bætist svo iðulega óregla og vímuefnavandi sem gerir vandamálið erfiðara en ella.

Á síðustu árum hefur undirritaður gert mælingar á viðhorfum Íslendinga til afbrota í samvinnu við Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Ein spurning hefur einmitt snúið að því hver sé helsta ástæða þess að sumir Íslendingar leiðist út í afbrot. Meirihluti Íslendinga álítur að vímuefnaneysla sé meginskýringin eða um 60 prósent, og um fjórðungur telur erfiðar heimilisaðstæður mikilvægustu ástæðuna. Fáir nefna efnahagslega erfiðleika eða vægar refsingar og hefur afstaða Íslendinga ekki breyst að ráði síðan 1989 þegar fyrsta mælingin fór fram.

Mynd: Sveitarfélagið Árborg

Höfundur

Helgi Gunnlaugsson

prófessor í félagsfræði við HÍ

Útgáfudagur

17.3.2003

Spyrjandi

Sirrý Ólafsdóttir
Fríða Stefánsdóttir, f. 1984

Efnisorð

Tilvísun

Helgi Gunnlaugsson. „Af hverju fremja Íslendingar afbrot?“ Vísindavefurinn, 17. mars 2003. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3246.

Helgi Gunnlaugsson. (2003, 17. mars). Af hverju fremja Íslendingar afbrot? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3246

Helgi Gunnlaugsson. „Af hverju fremja Íslendingar afbrot?“ Vísindavefurinn. 17. mar. 2003. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3246>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju fremja Íslendingar afbrot?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:

Hver er munurinn á fráviki og afbroti? Hverjar eru helstu ástæður þess að fólk á Íslandi leiðist út í afbrot?
Frávik er athæfi sem brýtur í bága við viðmið og gildi sem ríkjandi eru í samfélaginu. Afbrot er refisverð háttsemi sem varðar við hegningarlög og teljast þau því vera ein tegund frávika. Frávik geta verið léttvæg, eins og það að fá sér ís með súkkulaðisósu í morgunmat, yfir í að vera alvarleg afbrot eins og manndráp sem er refsiverð háttsemi. Hvað telst frávik í samfélaginu er sögulegum breytingum undirorpið og er einnig breytilegt milli samfélaga. Sama gildir um afbrot en breytileiki þeirra er þó ekki eins mikill og frávika.



Rannsóknir á orsökum glæpa eru fyrirferðamiklar innan afbrotafræðinnar enda um mikilvægt efni að ræða. Niðurstöður sýna að skýringar á afbrotum eru ekki einhlítar heldur margslungnar og taka verður fjölmargt með í reikninginn sem hefur áhrif á eðli og umfang afbrota. Ef við lítum á opinberar skýrslur lögreglu og dómsyfirvalda á Íslandi, sem og annars staðar, eru auðgunarbrot og ofbeldisverk iðulega hlutfallslega tíðari meðal hópa sem standa höllum fæti í félags- og efnahagslegu tilliti en annarra. Þó að þessi mynd sé alls ekki einhlít er þetta áberandi meðal síbrotamanna. Félagsleg einkenni þeirra felast í ríkum mæli í rofnum fjölskyldutengslum, skólagöngu í molum eða bágum efnahagslegum kjörum. Ofan á þessar bágbornu aðstæður bætist svo iðulega óregla og vímuefnavandi sem gerir vandamálið erfiðara en ella.

Á síðustu árum hefur undirritaður gert mælingar á viðhorfum Íslendinga til afbrota í samvinnu við Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Ein spurning hefur einmitt snúið að því hver sé helsta ástæða þess að sumir Íslendingar leiðist út í afbrot. Meirihluti Íslendinga álítur að vímuefnaneysla sé meginskýringin eða um 60 prósent, og um fjórðungur telur erfiðar heimilisaðstæður mikilvægustu ástæðuna. Fáir nefna efnahagslega erfiðleika eða vægar refsingar og hefur afstaða Íslendinga ekki breyst að ráði síðan 1989 þegar fyrsta mælingin fór fram.

Mynd: Sveitarfélagið Árborg...