Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er sólarljósið lengi á leið til jarðar?

Ívar Daði Þorvaldsson

Hér er svarað eftirtöldum spurningum:
  • Hvað er sólarljósið lengi á leið til jarðar? Hversu hratt fer ljósið í tómarúmi? (Magnús Björgvinsson)
  • Hvað eru mörg ljósár til sólarinnar? (Ólafur Þorgeirsson)
  • Hversu langan tíma tekur það ljósið að ná jörðu frá sólinni? (Óskar Pálsson)
  • Hvað er ljósið lengi frá sólu til jarðar? (Gunnhildur Wessman)
  • Hvað er ljósið lengi frá sólu til jarðar í meðalfjarðlægð? (Garðar Benediktsson)

Í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Er hraði ljóssins breytilegur? segir meðal annars:
Þó að ljóshraðinn í efni sé breytilegur getur hann samt aldrei orðið meiri en hraði ljóss í tómarúmi. Sá hraði er fasti (constant) sem er táknaður með bókstafnum c og er einn af allra mikilvægustu föstum náttúrunnar. Gildi hans í tölum er nálægt 300.000 km/s (kílómetrar á sekúndu) sem er afar stór tala miðað við flestar aðrar hraðatölur sem við þekkjum.

Fjarlægð jarðar frá sólu er að meðaltali 149.500.000 kílómetrar (ein stjarnfræðieining, AU). Það tekur sólarljósið því að meðaltali 498,33 sekúndur að ferðast til jarðar, eða rétt rúmar 8 mínútur. Sólarljósið er því um það bil 8 ljósmínútur á leiðinni til jarðar.




Til samanburðar má nefna að ljósið getur farið sjö hringi í kringum jörðina á einni sekúndu, sólarljósið er um það bil 3 mínútur og 12 sekúndur á leiðinni til Merkúrs, en hinsvegar 5 klukkutíma og 3 mínútur að fara til Plútó.

Heimildir og myndir:


Þetta svar var á sínum tíma eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið var í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.

Höfundur

Ívar Daði Þorvaldsson

M.Sc. í hugbúnaðarverkfræði og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

13.3.2003

Spyrjandi

Magnús Björgvinsson
Ólafur Þorgeirsson
Óskar Pálsson
Gunnhildur Wessman
Garðar Benediktsson

Tilvísun

Ívar Daði Þorvaldsson. „Hvað er sólarljósið lengi á leið til jarðar?“ Vísindavefurinn, 13. mars 2003, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3236.

Ívar Daði Þorvaldsson. (2003, 13. mars). Hvað er sólarljósið lengi á leið til jarðar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3236

Ívar Daði Þorvaldsson. „Hvað er sólarljósið lengi á leið til jarðar?“ Vísindavefurinn. 13. mar. 2003. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3236>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er sólarljósið lengi á leið til jarðar?
Hér er svarað eftirtöldum spurningum:

  • Hvað er sólarljósið lengi á leið til jarðar? Hversu hratt fer ljósið í tómarúmi? (Magnús Björgvinsson)
  • Hvað eru mörg ljósár til sólarinnar? (Ólafur Þorgeirsson)
  • Hversu langan tíma tekur það ljósið að ná jörðu frá sólinni? (Óskar Pálsson)
  • Hvað er ljósið lengi frá sólu til jarðar? (Gunnhildur Wessman)
  • Hvað er ljósið lengi frá sólu til jarðar í meðalfjarðlægð? (Garðar Benediktsson)

Í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Er hraði ljóssins breytilegur? segir meðal annars:
Þó að ljóshraðinn í efni sé breytilegur getur hann samt aldrei orðið meiri en hraði ljóss í tómarúmi. Sá hraði er fasti (constant) sem er táknaður með bókstafnum c og er einn af allra mikilvægustu föstum náttúrunnar. Gildi hans í tölum er nálægt 300.000 km/s (kílómetrar á sekúndu) sem er afar stór tala miðað við flestar aðrar hraðatölur sem við þekkjum.

Fjarlægð jarðar frá sólu er að meðaltali 149.500.000 kílómetrar (ein stjarnfræðieining, AU). Það tekur sólarljósið því að meðaltali 498,33 sekúndur að ferðast til jarðar, eða rétt rúmar 8 mínútur. Sólarljósið er því um það bil 8 ljósmínútur á leiðinni til jarðar.




Til samanburðar má nefna að ljósið getur farið sjö hringi í kringum jörðina á einni sekúndu, sólarljósið er um það bil 3 mínútur og 12 sekúndur á leiðinni til Merkúrs, en hinsvegar 5 klukkutíma og 3 mínútur að fara til Plútó.

Heimildir og myndir:


Þetta svar var á sínum tíma eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið var í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna....