Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Fámennast sjálfstæðra ríkja er Vatíkanið sem hefur um 921 íbúa. Næst minnst er svo Túvalú með 11.636 íbúa og svo Nárú með um 13.048 þúsund íbúa. Þessar tölur eru áætlaður íbúafjöldi í júlí 2005.
Ísland, með sína 300 þúsund íbúa, er í 18. sæti yfir minnstu þjóðríki heims.
Athugið að hér er í rauninni verið að svara til um fámennustu ríki í heimi. Hugtakið "þjóð" er ekki nógu skýrt afmarkað til þess að hægt sé að taka á spurningunni nákvæmlega eins og hún liggur fyrir. Til dæmis hefur verið altítt að nokkrar þjóðir búi í sama ríki.
Heimild: The World Factbook
Eyja Margrét Brynjarsdóttir. „Hver er fámennasta þjóð í heimi?“ Vísindavefurinn, 19. september 2002, sótt 31. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2726.
Eyja Margrét Brynjarsdóttir. (2002, 19. september). Hver er fámennasta þjóð í heimi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2726
Eyja Margrét Brynjarsdóttir. „Hver er fámennasta þjóð í heimi?“ Vísindavefurinn. 19. sep. 2002. Vefsíða. 31. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2726>.