Sólin Sólin Rís 09:09 • sest 17:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 07:57 • Sest 16:36 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:46 • Síðdegis: 17:54 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:54 • Síðdegis: 24:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:09 • sest 17:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 07:57 • Sest 16:36 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:46 • Síðdegis: 17:54 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:54 • Síðdegis: 24:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig stendur á því að við segjum Sigurðardóttir en Sigurðsson, þ.e. höfum tvær mismunandi eignarfallsendingar?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Eignarfall nafnsins Sigurður var í elsta máli nær alltaf Sigurðar. Sama gilti um nafnið Guðmundur, í eignarfalli Guðmundar. Nafnið Magnús var einnig í eignarfalli Magnúsar en sem föðurnafn Magnússon, Magnúsdóttir, þ.e. -son/dóttir er skeytt aftan við stofn nafnsins og virðist það hafa verið ríkjandi venja fram til dagsins í dag.

Hvenær sú þróun verður að Guðmundardóttir og Guðmundarson verður Guðmundsson og Guðmundsdóttir hefur ekki verið kannað mér vitanlega né heldur hvenær Sigurðsson varð algengasta kenninafn karla sem áttu Sigurð að föður.

Í íslenskum frumbréfum fram til 1450 má sjá að á reiki er hvort karlar eru skráðir Sigurðsson eða Sigurðarson og eru nálægt því jafn mörg dæmi um bæði kenninöfnin. Mun færri konur eru nefndar í slíkum bréfum en þar má finna dæmi bæði um Sigurðsdóttir og Sigurðardóttir. Fjórar konur eru skráðar Guðmundardóttir í frumbréfunum en engin Guðmundsdóttir, en nokkuð fleiri karlar voru skráðir Guðmundsson en Guðmundarson.

Hugsanlegt er að danskur og norskur ritháttur hafi haft áhrif í þá átt að -s eignarfallið sótti á þegar fram liðu stundir eins og sjá má í yngri fornbréfum og annálum. Eins og áður kom fram eru konur mun sjaldnar nefndar og því ekki gott að segja til um hvort breytingarnar hafi gerst samtímis eða í karlanöfnum fyrst. Guðmundarson og Guðmundardóttir lutu í lægra haldi fyrir Guðmundsson og Guðmundsdóttir og sama gilti um kenninafnið Sigurðsson. Sigurðardóttir hefur eins og kunnugt er haldið velli.

Breytingar í hina áttina má sjá í nöfnum eins og Haraldur, Höskuldur, Þorvaldur. Þar sækir eignarfallið Haraldar, Höskuldar og Þorvaldar á eiginnafnið, en hefur ekki haft veruleg áhrif á kenninafnið enn sem komið er. Í eldra máli var eignarfallið Haralds, Höskulds og Þorvalds og nær allir nota þær orðmyndir ennþá í föðurnöfnunum Haraldsson/dóttir, Höskuldsson/dóttir og Þorvaldsson/dóttir.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

24.6.2002

Spyrjandi

Sigríður Kristjánsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvernig stendur á því að við segjum Sigurðardóttir en Sigurðsson, þ.e. höfum tvær mismunandi eignarfallsendingar?“ Vísindavefurinn, 24. júní 2002, sótt 31. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2521.

Guðrún Kvaran. (2002, 24. júní). Hvernig stendur á því að við segjum Sigurðardóttir en Sigurðsson, þ.e. höfum tvær mismunandi eignarfallsendingar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2521

Guðrún Kvaran. „Hvernig stendur á því að við segjum Sigurðardóttir en Sigurðsson, þ.e. höfum tvær mismunandi eignarfallsendingar?“ Vísindavefurinn. 24. jún. 2002. Vefsíða. 31. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2521>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig stendur á því að við segjum Sigurðardóttir en Sigurðsson, þ.e. höfum tvær mismunandi eignarfallsendingar?
Eignarfall nafnsins Sigurður var í elsta máli nær alltaf Sigurðar. Sama gilti um nafnið Guðmundur, í eignarfalli Guðmundar. Nafnið Magnús var einnig í eignarfalli Magnúsar en sem föðurnafn Magnússon, Magnúsdóttir, þ.e. -son/dóttir er skeytt aftan við stofn nafnsins og virðist það hafa verið ríkjandi venja fram til dagsins í dag.

Hvenær sú þróun verður að Guðmundardóttir og Guðmundarson verður Guðmundsson og Guðmundsdóttir hefur ekki verið kannað mér vitanlega né heldur hvenær Sigurðsson varð algengasta kenninafn karla sem áttu Sigurð að föður.

Í íslenskum frumbréfum fram til 1450 má sjá að á reiki er hvort karlar eru skráðir Sigurðsson eða Sigurðarson og eru nálægt því jafn mörg dæmi um bæði kenninöfnin. Mun færri konur eru nefndar í slíkum bréfum en þar má finna dæmi bæði um Sigurðsdóttir og Sigurðardóttir. Fjórar konur eru skráðar Guðmundardóttir í frumbréfunum en engin Guðmundsdóttir, en nokkuð fleiri karlar voru skráðir Guðmundsson en Guðmundarson.

Hugsanlegt er að danskur og norskur ritháttur hafi haft áhrif í þá átt að -s eignarfallið sótti á þegar fram liðu stundir eins og sjá má í yngri fornbréfum og annálum. Eins og áður kom fram eru konur mun sjaldnar nefndar og því ekki gott að segja til um hvort breytingarnar hafi gerst samtímis eða í karlanöfnum fyrst. Guðmundarson og Guðmundardóttir lutu í lægra haldi fyrir Guðmundsson og Guðmundsdóttir og sama gilti um kenninafnið Sigurðsson. Sigurðardóttir hefur eins og kunnugt er haldið velli.

Breytingar í hina áttina má sjá í nöfnum eins og Haraldur, Höskuldur, Þorvaldur. Þar sækir eignarfallið Haraldar, Höskuldar og Þorvaldar á eiginnafnið, en hefur ekki haft veruleg áhrif á kenninafnið enn sem komið er. Í eldra máli var eignarfallið Haralds, Höskulds og Þorvalds og nær allir nota þær orðmyndir ennþá í föðurnöfnunum Haraldsson/dóttir, Höskuldsson/dóttir og Þorvaldsson/dóttir.

...