Sólin Sólin Rís 10:35 • sest 15:55 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 05:36 • Sest 14:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:05 • Síðdegis: 16:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:15 • Síðdegis: 22:27 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:35 • sest 15:55 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 05:36 • Sest 14:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:05 • Síðdegis: 16:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:15 • Síðdegis: 22:27 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er Falun Gong?

Helga Sverrisdóttir

Falun Gong er andleg kínversk hreyfing sem var stofnuð af Li Hongzhi árið 1992. Kenningar Falun Gong eiga rætur sínar að rekja til búddisma, taóisma, siðakenningar Konfúsíusar og vesturlensku nýaldarhreyfingarinnar. Fylgjendur Falun Gong gera sérstakar líkamsæfingar og hafa að markmiði trúarlega og/eða andlega endurnýjun. Félagar í Falun Gong segja sjálfir að þeir séu lauslega tengdur hópur sem vilji öðlast bætta heilsu og innri styrk með æfingum. Kínversk stjórnvöld líta hreyfinguna mjög alvarlegum augum, hafa bannað hana og telja hana vera trúarreglu eða sértrúarsöfnuð.

Í Kína er löng hefð fyrir íhugun og líkamsæfinga sem kallast Qi Gong . Markmiðið með því að stunda Qi Gong er að öðlast hugarró og góða heilsu. Á undanförum áratugum eða svo hafa sprottið upp menn sem hafa kynnt ólíkar aðferðir til að stunda Gong, aðferðir sem hafa meiri skírskotun til trúar eða andlegs lífs en áður þekktist. Li Hongzhi stofnandi Falun Gong er á meðal þeirra áhrifamestu. Hann komst í heimspressuna þegar kínversk stjórnvöld fordæmdu og bönnuðu hreyfingu hans og Falun Dafa kerfið sem hann bjó til sem í eru fimm íhugunaræfingar sem kallast Falun Gong. Markmiðið með þessum æfingum er, samkvæmt Li, að ná samvirkni hugar og náttúru (Xinxing). Í bók sinni Zhuan Falun kallar Li eftir því að menn stundi íhugun til að öðlast andlega visku og göfuga lifnaðarhætti. Li kennir einnig að illa innrættar geimverur búi á meðal okkar á jörðinni sem reyni að tortíma mannkyninu með því að hafa ill áhrif á leiðtoga heimsins og vísindamenn. Einnig heldur hann því fram að æfingarnar sínar geti komið í staðinn fyrir hefðbundnar lækningar. Falun Gong varð vinsælt mest vegna þess að margir þeirra sem aðhylltust kenningum Li sögðust hafa haft sjúkdóma sem læknar stóðu ráðþrota frammi fyrir en þeir hafi fengið bót meina sinna með Falun Gong æfingum.

Gagnrýnendur hreyfingarinnar blása á þennan málflutning og hafna því að æfingar geti komið í stað hefðbundna lækninga og lyfja eins og meðlimir virðast sumir telja. Kínversk stjórnvöld hafa einmitt gagnrýnt þessa trú Falun Gong liða, segja hana hættulega heilsu fólks og að fylgjendur hreyfingarinnar hafi látið lífið vegna þessa.

Tölur um fjölda iðkenda Falun Gong er á reiki. Falun Gong segja að 100 milljón Falun Gong meðlima séu í heiminum en kínversk stjórnvöld segja að sú tala sé gróflega ýkt og nær sé lagi að áhangendur séu á bilinu 2 til 3 milljónir.

Li fór frá Kína og settist að í New York í Bandaríkjunum árið 1998. Árið eftir stóðu kínversk stjórnvöld í samvinnu við heilbrigðisstéttir fyrir miklu átaki þar sem hreyfingin Falun Gong var fordæmd og kölluð xiejiao sem mætti þýða á íslensku sem flutningsmenn ósanninda. Falun Gong brást ókvæða við og fleiri þúsund fylgjendur hreyfingarinnar mótmæltu í Beijing 25. apríl 1999 þrátt fyrir að kínversk stjórnvöld höfðu bannað mótmælin. Ef eitthvað var gerðust kínversk stjórnvöld enn harðari í afstöðu sinni gegn Falun Gong eftir þessi mótmæli og fjöldi Falun Gong meðlima voru handtekin og færðir fyrir dómstóla. Margir fengu 12 ára fangelsisdóma. Kínversk stjórnvöld gáfu út handtökuskipun á hendur Li og milljónir bóka og segulbandsspóla eftir hann voru eyðilögð. Kínversk stjórnvöld hafa verið gagnrýnd af mannréttindasamtökum víða um heim vegna þessa og þeirrar hörku sem samtökin telja að yfirvöld sýni hreyfingunni. Einnig hafa mannréttindasamtök átalið kínversk stjórnvöld vegna dauðsfalla Falun Gong meðlima í kínverskum fangelsum sem kínversk stjórnvöld segja að hafa látið lífið af slysni.

Þegar kommúnistar tóku völdin í Kína 1949 voru skiplögð trúarbrögð bönnuð. Flest musteri og kirkjur voru tekin til veraldlegra nota. Í stjórnarskránni frá 1982 var kínverskum ríkisborgurum þó aftur leyft að iðka trúarbrögð sem stjórnvöld samþykkja. Margar kirkjur, moskur og musteri hafa verið opnuð að nýju í kjölfarið. Nokkrir kristnir hópar starfa þó enn neðanjarðar og líta stjórnvöld svo á að hóparnir séu ólöglegir og hafa meðlimir þeirra verið sóttir til saka. Kínverskir múslimar eru einnig litnir hornauga þó að þeir geti iðkað trú sína nokkurn veginn opinberlega. Ástæðan fyrir þessari tortryggni kínverska stjórnvalda er sú að innan raða múslimana eru þjóðernishópar sem ekki vilja lúta yfirráðum stjórnvalda. Í Tíbet hafa kínversk stjórnvöld gengið hart fram gegn iðkendum búddisma sem kenndur er við landið með því meðal annars að eyðileggja musteri og takmarka fjölda munka.

Heimildir og mynd

Britannica

Encarta

Höfundur

stjórnmálafræðingur, um tíma starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

14.6.2002

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Helga Sverrisdóttir. „Hvað er Falun Gong?“ Vísindavefurinn, 14. júní 2002, sótt 27. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2495.

Helga Sverrisdóttir. (2002, 14. júní). Hvað er Falun Gong? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2495

Helga Sverrisdóttir. „Hvað er Falun Gong?“ Vísindavefurinn. 14. jún. 2002. Vefsíða. 27. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2495>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er Falun Gong?
Falun Gong er andleg kínversk hreyfing sem var stofnuð af Li Hongzhi árið 1992. Kenningar Falun Gong eiga rætur sínar að rekja til búddisma, taóisma, siðakenningar Konfúsíusar og vesturlensku nýaldarhreyfingarinnar. Fylgjendur Falun Gong gera sérstakar líkamsæfingar og hafa að markmiði trúarlega og/eða andlega endurnýjun. Félagar í Falun Gong segja sjálfir að þeir séu lauslega tengdur hópur sem vilji öðlast bætta heilsu og innri styrk með æfingum. Kínversk stjórnvöld líta hreyfinguna mjög alvarlegum augum, hafa bannað hana og telja hana vera trúarreglu eða sértrúarsöfnuð.

Í Kína er löng hefð fyrir íhugun og líkamsæfinga sem kallast Qi Gong . Markmiðið með því að stunda Qi Gong er að öðlast hugarró og góða heilsu. Á undanförum áratugum eða svo hafa sprottið upp menn sem hafa kynnt ólíkar aðferðir til að stunda Gong, aðferðir sem hafa meiri skírskotun til trúar eða andlegs lífs en áður þekktist. Li Hongzhi stofnandi Falun Gong er á meðal þeirra áhrifamestu. Hann komst í heimspressuna þegar kínversk stjórnvöld fordæmdu og bönnuðu hreyfingu hans og Falun Dafa kerfið sem hann bjó til sem í eru fimm íhugunaræfingar sem kallast Falun Gong. Markmiðið með þessum æfingum er, samkvæmt Li, að ná samvirkni hugar og náttúru (Xinxing). Í bók sinni Zhuan Falun kallar Li eftir því að menn stundi íhugun til að öðlast andlega visku og göfuga lifnaðarhætti. Li kennir einnig að illa innrættar geimverur búi á meðal okkar á jörðinni sem reyni að tortíma mannkyninu með því að hafa ill áhrif á leiðtoga heimsins og vísindamenn. Einnig heldur hann því fram að æfingarnar sínar geti komið í staðinn fyrir hefðbundnar lækningar. Falun Gong varð vinsælt mest vegna þess að margir þeirra sem aðhylltust kenningum Li sögðust hafa haft sjúkdóma sem læknar stóðu ráðþrota frammi fyrir en þeir hafi fengið bót meina sinna með Falun Gong æfingum.

Gagnrýnendur hreyfingarinnar blása á þennan málflutning og hafna því að æfingar geti komið í stað hefðbundna lækninga og lyfja eins og meðlimir virðast sumir telja. Kínversk stjórnvöld hafa einmitt gagnrýnt þessa trú Falun Gong liða, segja hana hættulega heilsu fólks og að fylgjendur hreyfingarinnar hafi látið lífið vegna þessa.

Tölur um fjölda iðkenda Falun Gong er á reiki. Falun Gong segja að 100 milljón Falun Gong meðlima séu í heiminum en kínversk stjórnvöld segja að sú tala sé gróflega ýkt og nær sé lagi að áhangendur séu á bilinu 2 til 3 milljónir.

Li fór frá Kína og settist að í New York í Bandaríkjunum árið 1998. Árið eftir stóðu kínversk stjórnvöld í samvinnu við heilbrigðisstéttir fyrir miklu átaki þar sem hreyfingin Falun Gong var fordæmd og kölluð xiejiao sem mætti þýða á íslensku sem flutningsmenn ósanninda. Falun Gong brást ókvæða við og fleiri þúsund fylgjendur hreyfingarinnar mótmæltu í Beijing 25. apríl 1999 þrátt fyrir að kínversk stjórnvöld höfðu bannað mótmælin. Ef eitthvað var gerðust kínversk stjórnvöld enn harðari í afstöðu sinni gegn Falun Gong eftir þessi mótmæli og fjöldi Falun Gong meðlima voru handtekin og færðir fyrir dómstóla. Margir fengu 12 ára fangelsisdóma. Kínversk stjórnvöld gáfu út handtökuskipun á hendur Li og milljónir bóka og segulbandsspóla eftir hann voru eyðilögð. Kínversk stjórnvöld hafa verið gagnrýnd af mannréttindasamtökum víða um heim vegna þessa og þeirrar hörku sem samtökin telja að yfirvöld sýni hreyfingunni. Einnig hafa mannréttindasamtök átalið kínversk stjórnvöld vegna dauðsfalla Falun Gong meðlima í kínverskum fangelsum sem kínversk stjórnvöld segja að hafa látið lífið af slysni.

Þegar kommúnistar tóku völdin í Kína 1949 voru skiplögð trúarbrögð bönnuð. Flest musteri og kirkjur voru tekin til veraldlegra nota. Í stjórnarskránni frá 1982 var kínverskum ríkisborgurum þó aftur leyft að iðka trúarbrögð sem stjórnvöld samþykkja. Margar kirkjur, moskur og musteri hafa verið opnuð að nýju í kjölfarið. Nokkrir kristnir hópar starfa þó enn neðanjarðar og líta stjórnvöld svo á að hóparnir séu ólöglegir og hafa meðlimir þeirra verið sóttir til saka. Kínverskir múslimar eru einnig litnir hornauga þó að þeir geti iðkað trú sína nokkurn veginn opinberlega. Ástæðan fyrir þessari tortryggni kínverska stjórnvalda er sú að innan raða múslimana eru þjóðernishópar sem ekki vilja lúta yfirráðum stjórnvalda. Í Tíbet hafa kínversk stjórnvöld gengið hart fram gegn iðkendum búddisma sem kenndur er við landið með því meðal annars að eyðileggja musteri og takmarka fjölda munka.

Heimildir og mynd

Britannica

Encarta...