a2 + b2 = c2Þetta þýðir að við getum tekið lengd skammhliðarinnar a, margfaldað hana með sjálfri sér, lagt við lengd skammhliðarinnar b margfaldaða með sjálfri sér og þá fáum við út lengd langhliðarinnar c margfaldaða með sjálfri sér. Við vonum að lesandinn sé sammála okkur og öðrum um að þetta er engan veginn augljóst. Þess vegna er það auðvitað umtalsvert afrek grískra rúmfræðinga í fornöld að gera sér grein fyrir þessari almennu reglu og sanna hana.
Einu tengslin milli Pýþagóringa og reglunnar í heimildum eru í atvikasögum (anecdotes) sem skráðar eru miklu síðar, svo sem um það að Pýþagóras hafi
fórnað 100 uxum þegar hann uppgötvaði að ferningur á langhlið í rétthyrndum þríhyrningi er jafnstór ferningunum á hliðunum sem liggja að rétta horninu.Fóturinn fyrir þessu þarf ekki að hafa verið annar en sá að Pýþagóringar hafi þekkt einstök dæmi um réttmæti setningarinnar, svo sem þegar hægt er að tákna lengd hliðanna með heilum tölum, eins og til að mynda 3, 4 og 5 (3·3 + 4·4 = 5·5; sjá myndir). Vitað er nú að Babýloníumenn og jafnvel Fornegyptar þekktu slík dæmi. Telja sumir fræðimenn meira að segja að Babýloníumenn hafi þekkt sjálfa setningu Pýþagórasar meira en þúsund árum fyrir hans dag, og komi það fram í notkun hennar í dæmatextum. Myndin hér til hliðar er af teikningu á babýlonískri leirtöflu frá tímabilinu 1800-1600 fyrir Krist og sýnir meðal annars að Babýloníumenn á þeim tíma þekktu dæmi um setningu Pýþagórasar.
Í þessu svari er stuðst við texta í bók höfundar, Heimsmynd á hverfanda hveli I. Reykjavík: Mál og menning, 1986. Önnur og þriðja myndin í svarinu eru úr þeirri bók. Fyrsta myndin: Mathematics School - UCV, Famous Mathematicians Neðsta myndin: Notices of the America Mathematical Society, vol. 49:1, janúar 2002.