Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hefur talnarunan 4, 8, 15, 16, 23, 42 sem kemur fyrir í Lost, einhverja stærðfræðilega merkingu?

Gunnar Þór Magnússon

Í sjónvarpsþáttunum Lost kemur talnarunan 4, 8, 15, 16, 23, 42 oft fyrir. Meðal annars er hún ástæða þess að ein persónan er á eynni sem þættirnir gerast á, tölurnar voru vinningstölur á lottómiða annarrar persónu og einnig má nefna að rununa þurfti að slá inn í tölvu á 108 mínútna fresti til að koma í veg fyrir hamfarir, en 108 er einmitt summa talnanna. Tölurnar eiga einnig að vera lykilgildi í svokallaðri Valenzetti-jöfnu, sem spáir fyrir um áætlaðan líftíma mannkyns.


Talnarunan 4, 8, 15, 16, 23, 42 hefur enga sérstaka merkingu í stærðfræði.

Eins og allt annað sem ljáir tölunum mikilvægi í þáttunum er Valenzetti-jafnan bara skáldskapur og höfundur þessa svars veit ekki til þess að runan hafi neina merkingu meðal stærðfræðinga. Ef rununni er flett upp í alfræðiorðabók yfir heiltölurunur finnast tvær óendanlegar runur þar sem tölurnar koma fyrir. Önnur þeirra fæst með því að skilgreina endurkvæma runu með:

a0 = -3, a1 = -1, a2 = 4, a3 = 8, a4 = 15,

an = an-1 + an-3 + an-5
, fyrir n > 4

Þessi runa, sem hefst á tölunum

-3, -1, 4, 8, 15, 16, 23, 42, 66, 104, ...

er þó með öllu óþekkt, og birtist hvergi fyrr en árið 2006, sem er eftir að Lost hóf göngu sína. Hin óendanlega runan er enn illskiljanlegri, og hefur sömuleiðis ekki vakið neina athygli nema vegna þess að tölurnar úr Lost koma fyrir í henni. Það er reyndar rétt að geta þess að stærðfræðingar hafa ekki sýnt þessum tveimur runum áhuga. Þeir einu sem virðast telja að eitthvað sé varið í runurnar virðar flestir vera tryggir aðdáendur sjónvarpsþáttanna.

Runan 4815162342 kemur ekki fyrir í fyrstu 5.000.000 aukastöfum rótarinnar af 2, ekki í fyrstu 100.000 aukastöfum rótarinnar af 3, og ekki í fyrstu 4.000.000.000 aukastöfum pí. Tölurnar sjálfar sem koma fyrir í rununni hafa ekki heldur meiri sérstöðu en gengur og gerist; 4, 8 og 16 eiga það sameiginlegt að vera veldi af 2, 23 er prímtala, og það er vel þekkt að 42 er svarið við lífinu, alheiminum og öllu saman í bókinni The Hitchikers Guide to the Galaxy.

Þrátt fyrir þá staðreynd að tölurnar hafa enga sérstaka merkingu, svo vitað sé, hefur það ekki dregið kjark úr aðdáendum Lost. Á Netinu er hægt að finna fjölmargar kenningar um það hvað tölurnar þýða og hvaðan þær koma. Áður en lesendur Vísindavefsins leggjast í svipaða talnaspeki er rétt að minna á eftirfarandi: Ef viljinn er fyrir hendi er hægt að tengja hvaða tvær tölur sem er saman, en ekki er víst að niðurstaðan af þeirri tengingu verði mjög merkileg.

Fleiri tölur á Vísindavefnum:

Frekara efni á internetinu:

Höfundur

Gunnar Þór Magnússon

stærðfræðingur

Útgáfudagur

6.6.2008

Spyrjandi

Árni Þór Árnason

Tilvísun

Gunnar Þór Magnússon. „Hefur talnarunan 4, 8, 15, 16, 23, 42 sem kemur fyrir í Lost, einhverja stærðfræðilega merkingu?“ Vísindavefurinn, 6. júní 2008, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=19194.

Gunnar Þór Magnússon. (2008, 6. júní). Hefur talnarunan 4, 8, 15, 16, 23, 42 sem kemur fyrir í Lost, einhverja stærðfræðilega merkingu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=19194

Gunnar Þór Magnússon. „Hefur talnarunan 4, 8, 15, 16, 23, 42 sem kemur fyrir í Lost, einhverja stærðfræðilega merkingu?“ Vísindavefurinn. 6. jún. 2008. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=19194>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hefur talnarunan 4, 8, 15, 16, 23, 42 sem kemur fyrir í Lost, einhverja stærðfræðilega merkingu?
Í sjónvarpsþáttunum Lost kemur talnarunan 4, 8, 15, 16, 23, 42 oft fyrir. Meðal annars er hún ástæða þess að ein persónan er á eynni sem þættirnir gerast á, tölurnar voru vinningstölur á lottómiða annarrar persónu og einnig má nefna að rununa þurfti að slá inn í tölvu á 108 mínútna fresti til að koma í veg fyrir hamfarir, en 108 er einmitt summa talnanna. Tölurnar eiga einnig að vera lykilgildi í svokallaðri Valenzetti-jöfnu, sem spáir fyrir um áætlaðan líftíma mannkyns.


Talnarunan 4, 8, 15, 16, 23, 42 hefur enga sérstaka merkingu í stærðfræði.

Eins og allt annað sem ljáir tölunum mikilvægi í þáttunum er Valenzetti-jafnan bara skáldskapur og höfundur þessa svars veit ekki til þess að runan hafi neina merkingu meðal stærðfræðinga. Ef rununni er flett upp í alfræðiorðabók yfir heiltölurunur finnast tvær óendanlegar runur þar sem tölurnar koma fyrir. Önnur þeirra fæst með því að skilgreina endurkvæma runu með:

a0 = -3, a1 = -1, a2 = 4, a3 = 8, a4 = 15,

an = an-1 + an-3 + an-5
, fyrir n > 4

Þessi runa, sem hefst á tölunum

-3, -1, 4, 8, 15, 16, 23, 42, 66, 104, ...

er þó með öllu óþekkt, og birtist hvergi fyrr en árið 2006, sem er eftir að Lost hóf göngu sína. Hin óendanlega runan er enn illskiljanlegri, og hefur sömuleiðis ekki vakið neina athygli nema vegna þess að tölurnar úr Lost koma fyrir í henni. Það er reyndar rétt að geta þess að stærðfræðingar hafa ekki sýnt þessum tveimur runum áhuga. Þeir einu sem virðast telja að eitthvað sé varið í runurnar virðar flestir vera tryggir aðdáendur sjónvarpsþáttanna.

Runan 4815162342 kemur ekki fyrir í fyrstu 5.000.000 aukastöfum rótarinnar af 2, ekki í fyrstu 100.000 aukastöfum rótarinnar af 3, og ekki í fyrstu 4.000.000.000 aukastöfum pí. Tölurnar sjálfar sem koma fyrir í rununni hafa ekki heldur meiri sérstöðu en gengur og gerist; 4, 8 og 16 eiga það sameiginlegt að vera veldi af 2, 23 er prímtala, og það er vel þekkt að 42 er svarið við lífinu, alheiminum og öllu saman í bókinni The Hitchikers Guide to the Galaxy.

Þrátt fyrir þá staðreynd að tölurnar hafa enga sérstaka merkingu, svo vitað sé, hefur það ekki dregið kjark úr aðdáendum Lost. Á Netinu er hægt að finna fjölmargar kenningar um það hvað tölurnar þýða og hvaðan þær koma. Áður en lesendur Vísindavefsins leggjast í svipaða talnaspeki er rétt að minna á eftirfarandi: Ef viljinn er fyrir hendi er hægt að tengja hvaða tvær tölur sem er saman, en ekki er víst að niðurstaðan af þeirri tengingu verði mjög merkileg.

Fleiri tölur á Vísindavefnum:

Frekara efni á internetinu: