Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvernig er hægt að rækta krækling?

Halldór Pálmar Halldórsson

Kræklingur (Mytilus edulis) er skeldýrategund sem tilheyrir flokki samlokna (Bivalvia). Tegundin er mjög útbreidd og finnst á kaldtempruðum svæðum, bæði á norður- og suðurhveli jarðar. Hún er algeng allt í kringum Ísland nema við suðurströndina þar sem skilyrði eru honum víðast óhagstæð. Kræklingur finnst í fjörum og allt niður á 30 metra dýpi. Fullvaxinn kræklingur er 5 til 10 cm á lengd en sá stærsti sem mældur hefur verið hér við land var 11,1 cm og 133 g á þyngd.

Kræklingurinn síar fæðu úr sjónum með hjálp tálkna en hann lifir á örsmáum svifþörungum, bakteríum og lífrænum leifum. Aðalhrygningartími kræklings hér við land er frá miðjum júní og stendur fram í miðjan ágúst en hann verður kynþroska á fyrsta ári óháð stærð. Frjóvgun eggja á sér stað í sjónum þannig að sæðisfrumurnar synda eggin uppi í sjónum og sameinast þeim en eggin þroskast svo í lirfur á um það bil sólarhring. Lirfurnar eru sviflægar í 3 til 5 vikur en eftir það festa þær sig á hentugt undirlag með sérstökum festiþráðum líkt og fullorðnir kræklingar.

Einn fullvaxinn kræklingur getur losað nokkra tugi milljóna kynfruma í einni hrygningu þannig að lirfufjöldinn í sjónum getur verið mikill á hrygningartímanum. Þessi mikli lirfufjöldi, ásamt því að kræklingurinn síar fæðuna úr sjónum, gerir hann vænlegan til ræktunar og er í raun megin forsendan fyrir kræklingarækt. Þá er kræklingurinn mjög harðgerður og þolir vel hita-, seltu- og rakabreytingar.

Nokkrar mismunandi aðferðir eru notaðar við ræktun á kræklingi. Hann er ræktaður á böndum eða í netpokum sem festir eru neðan í fljótandi fleka eða flotlínur, hann er látinn vaxa á stólpum sem stungið er niður í botninn og hann er ræktaður á botni í grunnum, lygnum sjávarlónum.

Helstu ræktunaraðferðir:




A) Flekarækt




B) Línurækt




C) Stólparækt




D) Grindarækt




E) Botnrækt


Við botnrækt er smár kræklingur fluttur á þann stað sem hentugur þykir til áframhaldandi ræktunar. Hinar aðferðirnar byggjast hins vegar á nægjanlegu framboði af kræklingalirfum þar sem þeim er þá safnað á bönd sem hengd eru neðan í flot. Ræktuninni er ýmist haldið áfram á sömu böndunum eða þá að kræklingurinn er fluttur yfir í netpoka eftir ákveðinn tíma til áframhaldandi ræktunar. Í stólparækt eru böndin vafin utan um stólpana eftir að lirfurnar hafa sest á þau.

Tíminn sem líður frá lirfusöfnun að uppskeru (5 sm langur kræklingur) getur verið mjög misjafn á milli svæða eða allt frá nokkrum mánuðum upp í 2 til 3 ár. Fæðuframboð, hitastig sjávar og settími lirfanna, það er að segja hvenær á árinu hrygning fer fram, ræður mestu þar um. Hérlendis fóru fram rannsóknir á árunum 1985-87 á kræklingarækt (línurækt) í Hvalfirði sem sýndu fram á að kræklingurinn náði markaðsstærð á tveimur árum.

Við staðarval fyrir kræklingarækt er að mörgu að hyggja. Veðurfar, hita- og seltustig sjávar, fæðuframboð (svifþörungar), fjöldi kræklingalirfa, mengun og afræningjar eru allt þættir sem vel þarf að athuga áður en af stað er farið. Helstu erfiðleikar við kræklingarækt hér við land eru til að mynda óblítt veðurfar, lagnaðarís og æðarfugl sem étur kræklinginn.

Víða erlendis hafa eitraðir þörungar einnig valdið kræklingaræktendum miklu tjóni. Þessir þörungar hafa ekki áhrif á kræklinginn sjálfan en geta valdið svokallaðri skelfiskseitrun hjá mönnum. Aðallega er um að ræða eitur sem veldur magaverkjum og meltingartruflunum (DSP-eitur) og eitur sem verkar á taugakerfið og getur valdið lömun (PSP-eitur). Hérlendis hefur skelfiskseitrunar sjaldan orðið vart en á hlýrri svæðum er þetta vel þekkt enda er strangt eftirlit haft með þeim svæðum þar sem skelfiskur er ræktaður til manneldis.

Á árinu 1998 voru framleidd um 500 þúsund tonn af kræklingi í heiminum. Afkastamestir í ræktuninni eru Spánverjar, Ítalir, Hollendingar, Frakkar og Kínverjar. Þegar allar kræklingategundir eru hins vegar teknar með í reikninginn var framleiðslan um 1,4 milljónir tonna þetta sama ár og stóðu Kínverjar fyrir um þriðjungi þeirrar framleiðslu. Ólíkt flestum öðrum sjávardýrum er mun minna veitt af villtum kræklingi en aflað er með ræktun.

Heimildir:

Guðrún G. Þórarinsdóttir og Úlfar Antonsson 1993, „Tilraunaræktun á kræklingi í Hvalfirði”, Náttúrufræðingurinn, 63 (3-4):243-251.

Karl Gunnarsson, Gunnar Jónsson og Ólafur Karvel Pálsson 1999, Sjávarnytjar við Ísland Mál og Menning.

Valdimar Gunnarsson, Sigurður Már Einarsson og Guðrún G. Þórarinsdóttir 2000, „Kræklingarækt á Íslandi”, Veiðimálastofnun VMST-R/0025. Þessa vönduðu og ítarlegu ritgerð er hægt að sjá í heild sinni á vef Veiðimálastofnunar, undir krækjunni "Kræklingaverkefnið" neðarlega í vinstri dálki. Myndirnar af ræktunaraðferðunum eru fengnar þaðan. Þarna er einnig ýmis annar fróðleikur um kræklinga.

Höfundur

Halldór Pálmar Halldórsson

líffræðingur og forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Suðurnesjum

Útgáfudagur

13.9.2001

Spyrjandi

Lilja Gunnarsdóttir

Tilvísun

Halldór Pálmar Halldórsson. „Hvernig er hægt að rækta krækling?“ Vísindavefurinn, 13. september 2001. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1867.

Halldór Pálmar Halldórsson. (2001, 13. september). Hvernig er hægt að rækta krækling? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1867

Halldór Pálmar Halldórsson. „Hvernig er hægt að rækta krækling?“ Vísindavefurinn. 13. sep. 2001. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1867>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig er hægt að rækta krækling?

Kræklingur (Mytilus edulis) er skeldýrategund sem tilheyrir flokki samlokna (Bivalvia). Tegundin er mjög útbreidd og finnst á kaldtempruðum svæðum, bæði á norður- og suðurhveli jarðar. Hún er algeng allt í kringum Ísland nema við suðurströndina þar sem skilyrði eru honum víðast óhagstæð. Kræklingur finnst í fjörum og allt niður á 30 metra dýpi. Fullvaxinn kræklingur er 5 til 10 cm á lengd en sá stærsti sem mældur hefur verið hér við land var 11,1 cm og 133 g á þyngd.

Kræklingurinn síar fæðu úr sjónum með hjálp tálkna en hann lifir á örsmáum svifþörungum, bakteríum og lífrænum leifum. Aðalhrygningartími kræklings hér við land er frá miðjum júní og stendur fram í miðjan ágúst en hann verður kynþroska á fyrsta ári óháð stærð. Frjóvgun eggja á sér stað í sjónum þannig að sæðisfrumurnar synda eggin uppi í sjónum og sameinast þeim en eggin þroskast svo í lirfur á um það bil sólarhring. Lirfurnar eru sviflægar í 3 til 5 vikur en eftir það festa þær sig á hentugt undirlag með sérstökum festiþráðum líkt og fullorðnir kræklingar.

Einn fullvaxinn kræklingur getur losað nokkra tugi milljóna kynfruma í einni hrygningu þannig að lirfufjöldinn í sjónum getur verið mikill á hrygningartímanum. Þessi mikli lirfufjöldi, ásamt því að kræklingurinn síar fæðuna úr sjónum, gerir hann vænlegan til ræktunar og er í raun megin forsendan fyrir kræklingarækt. Þá er kræklingurinn mjög harðgerður og þolir vel hita-, seltu- og rakabreytingar.

Nokkrar mismunandi aðferðir eru notaðar við ræktun á kræklingi. Hann er ræktaður á böndum eða í netpokum sem festir eru neðan í fljótandi fleka eða flotlínur, hann er látinn vaxa á stólpum sem stungið er niður í botninn og hann er ræktaður á botni í grunnum, lygnum sjávarlónum.

Helstu ræktunaraðferðir:




A) Flekarækt




B) Línurækt




C) Stólparækt




D) Grindarækt




E) Botnrækt


Við botnrækt er smár kræklingur fluttur á þann stað sem hentugur þykir til áframhaldandi ræktunar. Hinar aðferðirnar byggjast hins vegar á nægjanlegu framboði af kræklingalirfum þar sem þeim er þá safnað á bönd sem hengd eru neðan í flot. Ræktuninni er ýmist haldið áfram á sömu böndunum eða þá að kræklingurinn er fluttur yfir í netpoka eftir ákveðinn tíma til áframhaldandi ræktunar. Í stólparækt eru böndin vafin utan um stólpana eftir að lirfurnar hafa sest á þau.

Tíminn sem líður frá lirfusöfnun að uppskeru (5 sm langur kræklingur) getur verið mjög misjafn á milli svæða eða allt frá nokkrum mánuðum upp í 2 til 3 ár. Fæðuframboð, hitastig sjávar og settími lirfanna, það er að segja hvenær á árinu hrygning fer fram, ræður mestu þar um. Hérlendis fóru fram rannsóknir á árunum 1985-87 á kræklingarækt (línurækt) í Hvalfirði sem sýndu fram á að kræklingurinn náði markaðsstærð á tveimur árum.

Við staðarval fyrir kræklingarækt er að mörgu að hyggja. Veðurfar, hita- og seltustig sjávar, fæðuframboð (svifþörungar), fjöldi kræklingalirfa, mengun og afræningjar eru allt þættir sem vel þarf að athuga áður en af stað er farið. Helstu erfiðleikar við kræklingarækt hér við land eru til að mynda óblítt veðurfar, lagnaðarís og æðarfugl sem étur kræklinginn.

Víða erlendis hafa eitraðir þörungar einnig valdið kræklingaræktendum miklu tjóni. Þessir þörungar hafa ekki áhrif á kræklinginn sjálfan en geta valdið svokallaðri skelfiskseitrun hjá mönnum. Aðallega er um að ræða eitur sem veldur magaverkjum og meltingartruflunum (DSP-eitur) og eitur sem verkar á taugakerfið og getur valdið lömun (PSP-eitur). Hérlendis hefur skelfiskseitrunar sjaldan orðið vart en á hlýrri svæðum er þetta vel þekkt enda er strangt eftirlit haft með þeim svæðum þar sem skelfiskur er ræktaður til manneldis.

Á árinu 1998 voru framleidd um 500 þúsund tonn af kræklingi í heiminum. Afkastamestir í ræktuninni eru Spánverjar, Ítalir, Hollendingar, Frakkar og Kínverjar. Þegar allar kræklingategundir eru hins vegar teknar með í reikninginn var framleiðslan um 1,4 milljónir tonna þetta sama ár og stóðu Kínverjar fyrir um þriðjungi þeirrar framleiðslu. Ólíkt flestum öðrum sjávardýrum er mun minna veitt af villtum kræklingi en aflað er með ræktun.

Heimildir:

Guðrún G. Þórarinsdóttir og Úlfar Antonsson 1993, „Tilraunaræktun á kræklingi í Hvalfirði”, Náttúrufræðingurinn, 63 (3-4):243-251.

Karl Gunnarsson, Gunnar Jónsson og Ólafur Karvel Pálsson 1999, Sjávarnytjar við Ísland Mál og Menning.

Valdimar Gunnarsson, Sigurður Már Einarsson og Guðrún G. Þórarinsdóttir 2000, „Kræklingarækt á Íslandi”, Veiðimálastofnun VMST-R/0025. Þessa vönduðu og ítarlegu ritgerð er hægt að sjá í heild sinni á vef Veiðimálastofnunar, undir krækjunni "Kræklingaverkefnið" neðarlega í vinstri dálki. Myndirnar af ræktunaraðferðunum eru fengnar þaðan. Þarna er einnig ýmis annar fróðleikur um kræklinga.

...