Sólin Sólin Rís 10:44 • sest 16:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 24:49 • Sest 11:28 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:48 • Síðdegis: 22:12 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:37 • Síðdegis: 16:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:44 • sest 16:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 24:49 • Sest 11:28 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:48 • Síðdegis: 22:12 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:37 • Síðdegis: 16:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða þjóð í heiminum veiðir mest af hvölum? Er rétt að það séu Bandaríkjamenn?

Gísli Víkingsson (1956-2022)

Þessi spurning er ekki alveg eins einföld og virðast kann í fyrstu. Svarið veltur meðal annars á skilgreiningum á orðunum hvalur og veiði.

Á ensku og fleiri erlendum tungumálum er greint á milli hvala (whales), höfrunga (dolphins) og hnísna (porpoises) innan hvalaættbálksins (Cetacea), þótt þessi skipting falli ekki vel að núverandi vitneskju um skyldleika tegundanna. Á íslensku virðist orðið hvalur notað almennt um allan ættbálkinn þótt ekki sé það einhlítt. Samkvæmt því teljast veiðar á höfrungum og hnísum hvalveiðar í víðasta skilningi. Í daglegu tali virðist orðið hvalveiðar þó eingöngu hafa tekið til veiða á stórhvelum og var þá hrefnan jafnan undanskilin þannig að greint var milli hrefnuveiða og hvalveiða. Hér verður eingöngu fjalla um veiðar á hrefnu og stórhvelum, enda liggja ekki fyrir áreiðanlegar upplýsingar um umfang veiða á smáhvelum.

Einnig er hér eingöngu átt við beinar veiðar en ekki svokallaðar hjáveiðar, þegar hvalir drepast í veiðarfærum fiskiskipa. Slíkar hjáveiðar taka einkum til hinna smærri tegunda (höfrunga- og hnísutegunda) og hafa gegnum árin verið mjög umfangsmiklar í samanburði við beinar veiðar á vissum svæðum, til dæmis í tengslum við túnfiskveiðar Bandaríkjamanna og Mexíkóbúa.

Stærsti hluti hvalveiða heimsins (samkvæmt skilgreiningunni hér á undan) fer fram undir eftirliti Alþjóðahvalveiðiráðsins (IWC). Eins og kunnugt er er enn í gildi tímabundið bann ráðsins við hvalveiðum í atvinnuskyni meðan unnið er að nýju stjórnkerfi hvalveiða, en upphaflega átti bannið einungis að taka til áranna 1986-1990. Þær veiðar sem nú eru stundaðar af aðildarþjóðum IWC falla því undir einn eftirfarandi flokka: a) atvinnuveiðar vegna formlegs fyrirvara aðildarríkis við hvalveiðibannið, b) hvalveiðar svokallaðra frumbyggja eða c) veiðar í vísindaskyni.

Nýjustu opinberu tölur Alþjóðahvalveiðiráðsins um hvalveiðar taka til ársins 1999 (veiðiársins 1999/2000 á suðurhveli) og eru sem hér segir:

Ríki
Stórhveli
Hrefna
Heildarveiði
Samtals
(fjöldi)
Samtals
(fjöldi)
Samtals
(fjöldi)
Samtals
(tonn)
Noregur
591
591
2955
Japan
539
539
2695
Danmörk (Grænland)
9
185
194
1285
Rússland
124
124
3750
Bandaríkin
48
48
2880
St. Vincent og Grenadines
2
2
80

Heimild (Fjöldi hvala):

Annual Report of the International Whaling Commission 2000 (Cambridge 2001).

Eigin útreikningar á þyngd byggja á eftirfarandi forsendum: hrefna 5 tonn, langreyður og hnúfubakur 40 tonn, sandlægja 30 tonn, norðhvalur 60 tonn.

Veiði ríkja utan Alþjóðahvalveiðiráðsins á stórhvölum og hrefnu er talin óveruleg. Samkvæmt þessum tölum veiða Norðmenn og Japanir flesta hvali ef hrefnan er meðtalin, en Rússar og Bandaríkjamenn veiða flesta stórhvali. Sé litið á heildarþyngd aflans veiða Rússar mest af hval, en Noregur, Bandaríkin og Japan svipað magn.

Höfundur

sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun

Útgáfudagur

3.9.2001

Spyrjandi

Arnar Arnarsson

Efnisorð

Tilvísun

Gísli Víkingsson (1956-2022). „Hvaða þjóð í heiminum veiðir mest af hvölum? Er rétt að það séu Bandaríkjamenn?“ Vísindavefurinn, 3. september 2001, sótt 19. janúar 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=1855.

Gísli Víkingsson (1956-2022). (2001, 3. september). Hvaða þjóð í heiminum veiðir mest af hvölum? Er rétt að það séu Bandaríkjamenn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1855

Gísli Víkingsson (1956-2022). „Hvaða þjóð í heiminum veiðir mest af hvölum? Er rétt að það séu Bandaríkjamenn?“ Vísindavefurinn. 3. sep. 2001. Vefsíða. 19. jan. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1855>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða þjóð í heiminum veiðir mest af hvölum? Er rétt að það séu Bandaríkjamenn?
Þessi spurning er ekki alveg eins einföld og virðast kann í fyrstu. Svarið veltur meðal annars á skilgreiningum á orðunum hvalur og veiði.

Á ensku og fleiri erlendum tungumálum er greint á milli hvala (whales), höfrunga (dolphins) og hnísna (porpoises) innan hvalaættbálksins (Cetacea), þótt þessi skipting falli ekki vel að núverandi vitneskju um skyldleika tegundanna. Á íslensku virðist orðið hvalur notað almennt um allan ættbálkinn þótt ekki sé það einhlítt. Samkvæmt því teljast veiðar á höfrungum og hnísum hvalveiðar í víðasta skilningi. Í daglegu tali virðist orðið hvalveiðar þó eingöngu hafa tekið til veiða á stórhvelum og var þá hrefnan jafnan undanskilin þannig að greint var milli hrefnuveiða og hvalveiða. Hér verður eingöngu fjalla um veiðar á hrefnu og stórhvelum, enda liggja ekki fyrir áreiðanlegar upplýsingar um umfang veiða á smáhvelum.

Einnig er hér eingöngu átt við beinar veiðar en ekki svokallaðar hjáveiðar, þegar hvalir drepast í veiðarfærum fiskiskipa. Slíkar hjáveiðar taka einkum til hinna smærri tegunda (höfrunga- og hnísutegunda) og hafa gegnum árin verið mjög umfangsmiklar í samanburði við beinar veiðar á vissum svæðum, til dæmis í tengslum við túnfiskveiðar Bandaríkjamanna og Mexíkóbúa.

Stærsti hluti hvalveiða heimsins (samkvæmt skilgreiningunni hér á undan) fer fram undir eftirliti Alþjóðahvalveiðiráðsins (IWC). Eins og kunnugt er er enn í gildi tímabundið bann ráðsins við hvalveiðum í atvinnuskyni meðan unnið er að nýju stjórnkerfi hvalveiða, en upphaflega átti bannið einungis að taka til áranna 1986-1990. Þær veiðar sem nú eru stundaðar af aðildarþjóðum IWC falla því undir einn eftirfarandi flokka: a) atvinnuveiðar vegna formlegs fyrirvara aðildarríkis við hvalveiðibannið, b) hvalveiðar svokallaðra frumbyggja eða c) veiðar í vísindaskyni.

Nýjustu opinberu tölur Alþjóðahvalveiðiráðsins um hvalveiðar taka til ársins 1999 (veiðiársins 1999/2000 á suðurhveli) og eru sem hér segir:

Ríki
Stórhveli
Hrefna
Heildarveiði
Samtals
(fjöldi)
Samtals
(fjöldi)
Samtals
(fjöldi)
Samtals
(tonn)
Noregur
591
591
2955
Japan
539
539
2695
Danmörk (Grænland)
9
185
194
1285
Rússland
124
124
3750
Bandaríkin
48
48
2880
St. Vincent og Grenadines
2
2
80

Heimild (Fjöldi hvala):

Annual Report of the International Whaling Commission 2000 (Cambridge 2001).

Eigin útreikningar á þyngd byggja á eftirfarandi forsendum: hrefna 5 tonn, langreyður og hnúfubakur 40 tonn, sandlægja 30 tonn, norðhvalur 60 tonn.

Veiði ríkja utan Alþjóðahvalveiðiráðsins á stórhvölum og hrefnu er talin óveruleg. Samkvæmt þessum tölum veiða Norðmenn og Japanir flesta hvali ef hrefnan er meðtalin, en Rússar og Bandaríkjamenn veiða flesta stórhvali. Sé litið á heildarþyngd aflans veiða Rússar mest af hval, en Noregur, Bandaríkin og Japan svipað magn.

...