Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða hákarlategundir lifa við Ísland?

Jón Már Halldórsson

Fjölmargar tegundir hákarla og háfa lifa innan íslensku efnahagslögsögunnar. Tegundafjölbreytni háfiska er meiri undan suður- og vesturströnd landsins en fyrir norðan land og er ástæðan fyrir því sennilega sú að sjórinn er hlýrri fyrir sunnan landið. Hafsvæðið fyrir sunnan land er reyndar nyrstu útbreiðslumörk nokkurra háfiskategunda. Líklega lifa kringum 13 tegundir innan lögsögunnar en fjölmargar aðrar tegundir hafa þvælst hér um og ratað í veiðarfæri sjómanna eða rekið á land.

Tegundirnar sem finnast hér við land eru:

  • Hámeri (Lamna nasus).
  • Þessir fiskar eru oftast um 2-3 metrar á lengd. Þeir finnast bæði í vestan- og austanverðu N-Atlandshafi. Hér við land hefur hann fundist allt í kringum landið.
  • Beinhákarl (Cetorhinus maximus).
  • Þessi tegund er næststærsta fisktegund í heimi og sú langstærsta hér við land. Hann nær 10-12 m lengd og 3-4 tonna þyngd. Hann finnst allt í kringum landið en er þó sjaldséðari í kaldari sjó.
  • Gíslaháfur (Apristurus laurussonii).
  • Smávaxin háfiskategund. Fullorðið dýr verður aðeins rúmir 60 cm á lengd. Hann finnst aðeins í hlýjum sjó við SV-og S-strönd Íslands og er það sennilega nyrstu mörk tegundarinnar. Hann hefur fundist við Írland og allt suður til Kanaríeyja.
  • Jensenháfur (Galeus murinus).
  • Smávaxin háfiskategund sem lifir á miklu dýpi. Líkt og með Gíslaháf þá finnst þessi tegund aðeins fyrir sunnan land.
  • Háfur (Squalus acanthias).
  • Háfurinn getur orðið um það bil metri á lengd. Hann hefur mjög mikla útbreiðslu um N-Atlantshaf og N-Kyrrahaf. Við Ísland lifir hann allt í kringum landið en er algengari í hlýjum sjó við sunnanvert landið.
  • Svartháfur (Centroscyllium fabricii).
  • Fullorðin dýr verða vart lengri en 80 – 90 cm. Hefur fundist við sunnanvert landið frá Faxaflóa austur til Ingólfshöfða. Hann finnst ekki í kaldari sjó Norðanlands.
  • Gljáháfur (Centroscymnus coelolepis).
  • Fullorðin dýr verða rúmur metri á lengd. Hann er algengur undan landgrunnshallanum djúpt suður af landinu.
  • Þorsteinsháfur (Centroscymnus crepidater).
  • Djúpfiskur sem hefur veiðst í talsverður mæli umhverfis Vestmannaeyjar, á útjöðrum Selvogsbanka og suðvestur af Reykjanesi.
  • Flatnefur (Deania calceus).
  • Þessi tegund verður um metri á lengd. Hann er talinn algengur meðfram Íslands-Færeyjahryggnum og meðfram suðurströndinni.
  • Litli loðháfur (Etmopterus spinax).
  • Þessi tegund verður vart lengri en 50–60 cm og er sennilega minnsta háfategundin á Íslandsmiðum. Hér finnst hann við SV-ströndina, og finnst víða í austanverðu Atlantshafi. Litli loðháfurinn lifir á miklu dýpi eða allt niður á 2000 metra.
  • Dökkháfur (Etmopterus princeps).
  • Verður um 80 cm á lengd. Hann er algengur á miklu dýpi sunnan og suðvestan Íslands.
  • Rauðháfur (Lepidorhinus spuamosus).
  • Getur orðið allt að 150 cm á lengd. Hann finnst í hlýjum sjó við sunnanvert landið.
  • Hákarl (Somniosus microcephalus).
  • Kunnasta tegundin sem hér er fjallað um. Þetta eru mjög stórir fiskar og geta orðið meira en 7 metrar á lengd þó að þeir verði oftast 2-5 metrar. Þetta er eina háfiskategundin sem lifir í ísköldum sjó. Hann finnst allt í kringum landið og var áður fyrr mikið veiddur en veiðar hafa dregist talsvert saman.

Skoðið einnig skyld svör eftir sama höfund:

Hvað getur hákarl orðið gamall?

Sofa hákarlar og hvalir?

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

30.4.2001

Síðast uppfært

23.4.2019

Spyrjandi

Gunnar Aðalsteinsson

Efnisorð

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvaða hákarlategundir lifa við Ísland?“ Vísindavefurinn, 30. apríl 2001, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1550.

Jón Már Halldórsson. (2001, 30. apríl). Hvaða hákarlategundir lifa við Ísland? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1550

Jón Már Halldórsson. „Hvaða hákarlategundir lifa við Ísland?“ Vísindavefurinn. 30. apr. 2001. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1550>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða hákarlategundir lifa við Ísland?
Fjölmargar tegundir hákarla og háfa lifa innan íslensku efnahagslögsögunnar. Tegundafjölbreytni háfiska er meiri undan suður- og vesturströnd landsins en fyrir norðan land og er ástæðan fyrir því sennilega sú að sjórinn er hlýrri fyrir sunnan landið. Hafsvæðið fyrir sunnan land er reyndar nyrstu útbreiðslumörk nokkurra háfiskategunda. Líklega lifa kringum 13 tegundir innan lögsögunnar en fjölmargar aðrar tegundir hafa þvælst hér um og ratað í veiðarfæri sjómanna eða rekið á land.

Tegundirnar sem finnast hér við land eru:

  • Hámeri (Lamna nasus).
  • Þessir fiskar eru oftast um 2-3 metrar á lengd. Þeir finnast bæði í vestan- og austanverðu N-Atlandshafi. Hér við land hefur hann fundist allt í kringum landið.
  • Beinhákarl (Cetorhinus maximus).
  • Þessi tegund er næststærsta fisktegund í heimi og sú langstærsta hér við land. Hann nær 10-12 m lengd og 3-4 tonna þyngd. Hann finnst allt í kringum landið en er þó sjaldséðari í kaldari sjó.
  • Gíslaháfur (Apristurus laurussonii).
  • Smávaxin háfiskategund. Fullorðið dýr verður aðeins rúmir 60 cm á lengd. Hann finnst aðeins í hlýjum sjó við SV-og S-strönd Íslands og er það sennilega nyrstu mörk tegundarinnar. Hann hefur fundist við Írland og allt suður til Kanaríeyja.
  • Jensenháfur (Galeus murinus).
  • Smávaxin háfiskategund sem lifir á miklu dýpi. Líkt og með Gíslaháf þá finnst þessi tegund aðeins fyrir sunnan land.
  • Háfur (Squalus acanthias).
  • Háfurinn getur orðið um það bil metri á lengd. Hann hefur mjög mikla útbreiðslu um N-Atlantshaf og N-Kyrrahaf. Við Ísland lifir hann allt í kringum landið en er algengari í hlýjum sjó við sunnanvert landið.
  • Svartháfur (Centroscyllium fabricii).
  • Fullorðin dýr verða vart lengri en 80 – 90 cm. Hefur fundist við sunnanvert landið frá Faxaflóa austur til Ingólfshöfða. Hann finnst ekki í kaldari sjó Norðanlands.
  • Gljáháfur (Centroscymnus coelolepis).
  • Fullorðin dýr verða rúmur metri á lengd. Hann er algengur undan landgrunnshallanum djúpt suður af landinu.
  • Þorsteinsháfur (Centroscymnus crepidater).
  • Djúpfiskur sem hefur veiðst í talsverður mæli umhverfis Vestmannaeyjar, á útjöðrum Selvogsbanka og suðvestur af Reykjanesi.
  • Flatnefur (Deania calceus).
  • Þessi tegund verður um metri á lengd. Hann er talinn algengur meðfram Íslands-Færeyjahryggnum og meðfram suðurströndinni.
  • Litli loðháfur (Etmopterus spinax).
  • Þessi tegund verður vart lengri en 50–60 cm og er sennilega minnsta háfategundin á Íslandsmiðum. Hér finnst hann við SV-ströndina, og finnst víða í austanverðu Atlantshafi. Litli loðháfurinn lifir á miklu dýpi eða allt niður á 2000 metra.
  • Dökkháfur (Etmopterus princeps).
  • Verður um 80 cm á lengd. Hann er algengur á miklu dýpi sunnan og suðvestan Íslands.
  • Rauðháfur (Lepidorhinus spuamosus).
  • Getur orðið allt að 150 cm á lengd. Hann finnst í hlýjum sjó við sunnanvert landið.
  • Hákarl (Somniosus microcephalus).
  • Kunnasta tegundin sem hér er fjallað um. Þetta eru mjög stórir fiskar og geta orðið meira en 7 metrar á lengd þó að þeir verði oftast 2-5 metrar. Þetta er eina háfiskategundin sem lifir í ísköldum sjó. Hann finnst allt í kringum landið og var áður fyrr mikið veiddur en veiðar hafa dregist talsvert saman.

Skoðið einnig skyld svör eftir sama höfund:

Hvað getur hákarl orðið gamall?

Sofa hákarlar og hvalir?...