Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 19 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju mjálma kettir?

Í svari sama höfundar við spurningunni Af hverju gefa kettir frá sér einkennilegt kjökur þegar þeir sjá bráð? er sagt frá nokkrum hljóðum sem kettir gefa frá sér og sennilegri merkingu þeirra. Þegar kattareigendur og aðrir fylgjast með ólíkum blæbrigðum mjálms, verður þeim ljóst að kötturinn er að reyna að tjá sig...

category-iconHugvísindi

Hver er besta aðferðin fyrir fullorðna sem vilja læra önnur tungumál?

Því miður er engin ein aðferð best fyrir fullorðna til að læra tungumál. Þeir þættir sem hafa hvað mest áhrif á hvort og að hve miklu leyti fullorðnum tekst að læra erlend tungumál eru meðal annars hvatinn til námsins, þörfin fyrir að nota tungumálið, tilgangurinn með náminu og það hversu gott aðgengi nemandinn he...

category-iconSálfræði

Hvað er tákn með tali?

Tákn með tali er tjáskiptaaðferð sem notuð er til málörvunar og tjáskipta fyrir heyrandi fólk (aðallega börn) með málþroskaröskun. Tákn með tali byggir á líkamstjáningu og notkun tákna sem eru bæði náttúruleg og tilbúin. Táknin eru ávallt notuð samhliða tali og líkjast sum þeirra táknum úr táknmáli heyrnarlausr...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvers vegna tölum við?

Í grundvallaratriðum tölum við til þess að eiga samskipti við annað fólk. Tungumálið er leið okkar til þess að hafa tjáskipti við aðra, koma hugsunum okkar og skilaboðum á framfæri og eitt af því sem skilur okkur frá öðrum skepnum hér á jörðinni. Hæfileikinn til að tjá sig á þennan hátt er því afar mikilvægur og s...

category-iconHeimspeki

Er „strax“ teygjanlegt hugtak?

Orðið ‚strax‘ tilheyrir þeim flokki orða sem kalla má vísiorð eða ábendingarorð (e. indexicals) en um þau er fjallað í svari við spurningunni Hvenær er núna? Sagt er að slík orð eða orðasambönd einkennist af því að merking þeirra sé breytileg eftir samhengi. Þetta er að vísu heldur ónákvæm lýsing því segja má ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju heita síamskettir því nafni ef þeir eru ekki fastir við neitt, eins og síamstvíburar?

Heiti síamskatta er dregið af hinu forna konungsríki Síam sem í dag nefnist Tæland. Síamstvíburar draga einnig nafn sitt af Síam eins og lesa má um í svari við spurningunni Hvernig verða síamstvíburar til og hvaðan kemur þetta heiti? en fyrir utan það eru tengslin á milli kattanna og tvíburanna engin. Síamskettir ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Grætur einhver dýrategund, önnur en maðurinn?

Flest, ef ekki öll, spendýr sýna hryggð og gefa frá sér hljóð sem hugsanlega er hægt að túlka sem grát. Engin dýrategund grætur þó á sama hátt og maðurinn. Rannsóknir á atferli apa, meðal annars rannsóknir hins fræga prímatafræðings, Jane Goddall, hafa sýnt fram á að ungir simpansar gefa frá sér einhvers konar...

category-iconHugvísindi

Hvernig verður tungumál til?

Þótt dýr geti haft tjáskipti þá eru það aðeins menn sem tala tungumál. Aðeins mannlegt mál inniheldur málfræðireglur sem gera málhafanum kleift að búa til ný orð og setningar og ræða nýjar hugmyndir. Börn læra tungumál mjög fljótt og auðveldlega, rétt eins og þau hafi meðfædda hæfileika til að tileinka sér móðurmá...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvernig urðu beygingar til í tungumálum?

Óvíst er hvort frummaðurinn gat gefið frá sér hljóð sem hægt væri að telja til „orða“ í nútíma merkingu. Er það einkum vegna þess að ekki er nóg vitað um barkakýlið og þróun þess. Talið er að tjáskipti hafi einkum farið fram í öndverðu með hrópum, andlitsgrettum og líkamstjáningu. Smám saman þróaðist maðurinn og g...

category-iconLífvísindi: almennt

Er líf á hafsbotni?

Hafsbotninn hefur að geyma fjölbreytilegt lífríki og kallast lífverurnar á botninum botndýr og botnþörungar. Meðal þeirra fyrrnefndu eru krossfiskar, samlokur, ýmsir krabbar og margt, margt fleira. Einfalt er að kynnast botndýrum og botnþörungum með því að ganga eftir strandlengjunni. Víða á brimasömum ströndum má...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju tala dýrin ekki?

Lífríki jarðar hefur orðið til við þróun á óralöngum tíma, um það bil þremur og hálfum milljarði ára (3.500.000.000 árum). Þessi þróun byrjaði með afar einföldum lífverum en hefur síðan leitt til þess gríðarlega fjölda og fjölbreytileika tegunda og lífvera sem við sjáum í kringum okkur á jörðinni. Sumar lífverur e...

category-iconMálvísindi: íslensk

Ef fólk fer að eiga erfitt með tal vegna taugasjúkdóma ætti það þá að læra táknmál?

Táknmál eru tungumál sem heyrnarlausir nota yfirleitt sín á milli og við aðra sem þeir umgangast í daglegu lífi, þrátt fyrir að þeir viðmælendur hafi fulla heyrn. Forsenda fyrir því að einstaklingur noti táknmál þegar tal er farið að versna, er að einhver í umhverfinu kunni táknmál og skilji hvað hann er að segja....

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig eiga hestar samskipti sín á milli?

Hestar eru einstaklega félagslyndar skepnur. Forfeður þeirra voru dýr sléttunnar og þar er gott að vera í hóp til að geta falið sig í fjöldanum þegar rándýr eru á ferðinni. Það er því sterkt í eðli þeirra að flýja hættu og eins og allir vita þá fara þeir hratt yfir. Aðlögun að sléttulífi og félagslyndi sýnir sig b...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Geta dýr verið samkynhneigð, eins og fólk?

Fræðimenn greinir mjög á hvort samkynhneigð sé til á meðal dýra og því er ekki hægt að svara spurningunni játandi eða neitandi. Þess í stað verður vitnað í rannsóknir sem hafa verið gerðar á meðal dýra og þeirri gagnrýni sem fram hefur komið á þær rannsóknir. Fjölmargir atferlisfræðingar og dýrafræðingar hafa b...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvers vegna hafna konur kynlífi tímabundið fyrir eða eftir blæðingar?

Upplýsingar um kynlífshegðun fólks gefa okkur ekki tilefni til að ætla að konur hafni almennt kynlífi fyrir eða eftir blæðingar. Konur eru með mismunandi þrár og langanir til kynlífs sem tengjast margvíslegum þáttum sem reynt verður að minnast á í þessu svari en fyrst mun ég fjalla um blæðingar og viðhorf til þeir...

Fleiri niðurstöður