Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 515 svör fundust

Hvernig er hægt að vita hvort maður er ástfanginn eða ekki?

Ef maður er ástfanginn af einhverjum, þá er maður hrifinn af honum og elskar hann kannski. Það er hins vegar ekki hægt að fá staðfestingu hjá neinum öðrum á þeim tilfinningum - nema maður hafi þær í raun og veru. Aðalatriðið er að við erum líklega ástfangin ef okkur finnst við vera það! En það getur enginn sagt ok...

Nánar

Hver eru elstu þekktu tengsl Japans og Íslands?

Íslendingar eiga nokkra fræga Asíufara frá fyrri öldum, meðal annars Jón Ólafsson Indíafara (f. 1593) og Árna Magnússon frá Geitastekk (f. 1726), en enginn þeirra heimsótti Japan svo vitað sé. Líklegasta skýringin er sú að Japan var að miklu leyti lokað fyrir umheiminum á hinu svokalla sakoku-tímabili, sem varði f...

Nánar

Af hverju er erfiðara að temja kött en hund?

Kettir og hundar eru án efa vinsælustu gæludýr í heimi en vissulega eru þetta mjög ólík dýr. Kötturinn er mikill einfari og vill vera eins síns liðs. Læður mynda þó félagsleg tengsl við kettlingana sína og við fressketti á mökunartímanum en að öðru leyti er varla hægt að segja að kötturinn myndi félagsleg ten...

Nánar

Hvað merkir hver röndóttur og hvaðan kemur það?

Orðasambandið hver röndóttur er notað sem vægt blótsyrði. Þau tvö dæmi sem fundust í ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru úr bókum eftir Halldór Laxness. „Ja, hvur röndóttur“ sagði presturinn í Paradísarheimt og sama er að segja um biskupinn í Kristnihaldinu: „Ja hver röndóttur; það má ekki minna kosta. Áður fyrr ...

Nánar

Hvað þýðir orðið 'öræfi', það er hvernig er það myndað?

Orðið öræfi er notað um óbyggðir, auðnir og hafnleysi og kemur það þegar fyrir í fornu máli. Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar (1989:1230) er vísað í orðið örhóf í fornu máli í merkingunni ‛oflæti, ofsi; fjöldi, ótal’ og örhæfi ‛óbyggðir, eyðilönd, hafnleysa’. Í myndinni öræfi h...

Nánar

Er mögulegt að orðið dandalast komi frá Enrico Dandolo?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Er mögulegt að orðið „dandalast“ sé komið frá Enrico Dandolo, sem að var blindur og reið hesti í slagtogi með krossförum til Konstantínópel? Þegar hefur verið skrifað um sögnina að dandalast á Vísindavefnum (sjá svar saman höfundar við spurningunni Hvaðan er orðið "danda...

Nánar

Hver er uppruni orðsins „að ulla“?

Orðið ulla er oftast notað í barnamáli sem upphrópun. Þá er um það að ræða að reka út úr sér tunguna að einhverjum, ulla á einhvern, oftast með einhverju hljóði, viðkomandi til óvirðingar. Af sama toga eru upphrópanirnar ullabí og ullabjakk sem lýsa viðbjóði, að eitthvað sé óæti, alger óþverri. Orðið ulla er o...

Nánar

Hvaða rannsóknir hefur Ragna Benedikta Garðarsdóttir stundað?

Ragna Benedikta Garðarsdóttir er dósent í félagssálfræði við Sálfræðideild Háskóla Íslands. Félagssálfræði fjallar meðal annars um hvernig samfélög og umhverfisþættir hafa áhrif á hugsun, hegðun og líðan fólks. Sérþekking Rögnu snýr að eðli og afleiðingum neyslusamfélaga og rannsóknir hennar tengjast sjálfsmynd, l...

Nánar

Hvaða tæri er átt við þegar menn komast í tæri við einhvern?

Orðasambandið að komast í tæri við einhvern er kunnugt frá síðari hluta 18. aldar. Í íslensk-latnesk-danskri orðabók Björns Halldórssonar, sem unnin var undir lok 18. aldar en gefin út 1814, eru dönsku skýringarnar eftir málfræðinginn Rasmus Kristian Rask. Tæri er sagt merkja ‘Samliv’ (það er sambúð) og komast í t...

Nánar

Hvað er geðshræringin viðbjóður?

Þegar leitað er í huganum að einhverju sem vekur viðbjóð kemur okkur líklega fyrst í hug það sem lyktar illa eða er vont á bragðið. Ef við veltum þessu eilítið betur fyrir okkur vekur það ef til vill líka viðbjóð með okkur að fólk hegði sér ósiðlega eða jafnvel að það hafi tilteknar skoðanir. Rannsóknir fræðim...

Nánar

Af hverju verðum við ástfangin?

Spurningin af hverju við verðum ástfangin er tengd spurningunni Hvað er ást? Í stuttu máli er þörfin og hæfileikinn til að verða ástfanginn manneskjunni eðlislægur. Forsendur hvers einstaklings eru þó misjafnar hvað varðar hvort tveggja. Þessar forsendur eru félagslegar, persónulegar, tilfinningalegar, kynferðisle...

Nánar

Fleiri niðurstöður